Volvo ætlar að tvöfalda sölu XC40 Finnur Thorlacius skrifar 7. febrúar 2019 13:00 Volvo XC40 jepplingurinn. Í áætlunum Volvo kveður á um tvöföldun á sölu jepplingsins XC40 á þessu ári og með því yrði sala hans 150.000 bílar í ár. Árið í ár verður fyrsta heila árið sem bíllinn er í sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu hans, en í fyrra hafði Volvo ekki undan að afgreiða bílinn upp í pantanir. Til að þetta sé nú gerlegt hefur Volvo aukið mjög framleiðslugetuna í verksmiðju sinni í Ghent í Belgíu, þar sem XC40 er smíðaður. Þessi áætlaða aukna sala í XC40 bílnum er liður í því að færa árssölu Volvo upp í 800.000 bíla á ári, en heildarsalan í fyrra nam tæplega 650.000 bílum og jókst um 12,4% á milli ára. Hafa skal í huga að sala bíla í heiminum jókst ekki í fyrra frá árinu 2017. Sala Volvo í Kína í fyrra jókst um 14,1% og seldust þar 130.000 bílar, en Evrópa er enn stærsti markaður Volvo og seldust þar 318.000 bílar í fyrra. Hvort tekst á þessu ári að ná 800.000 bíla heildarsölu er fremur ólíklegt, en þó er það raunhæft á allra næstu árum. Söluhæsta bílgerð Volvo í fyrra var XC60 jepplingurinn en af honum seldust 189.459 bílar og af XC90 seldust 94.182 eintök og varð hann næstsöluhæstur. Þar á eftir kom Volvo V40/V40 Cross Country með 77.587 bíla selda og þá S90 með 57.142 eintök. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent
Í áætlunum Volvo kveður á um tvöföldun á sölu jepplingsins XC40 á þessu ári og með því yrði sala hans 150.000 bílar í ár. Árið í ár verður fyrsta heila árið sem bíllinn er í sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu og því eðlilegt að búast við aukinni sölu hans, en í fyrra hafði Volvo ekki undan að afgreiða bílinn upp í pantanir. Til að þetta sé nú gerlegt hefur Volvo aukið mjög framleiðslugetuna í verksmiðju sinni í Ghent í Belgíu, þar sem XC40 er smíðaður. Þessi áætlaða aukna sala í XC40 bílnum er liður í því að færa árssölu Volvo upp í 800.000 bíla á ári, en heildarsalan í fyrra nam tæplega 650.000 bílum og jókst um 12,4% á milli ára. Hafa skal í huga að sala bíla í heiminum jókst ekki í fyrra frá árinu 2017. Sala Volvo í Kína í fyrra jókst um 14,1% og seldust þar 130.000 bílar, en Evrópa er enn stærsti markaður Volvo og seldust þar 318.000 bílar í fyrra. Hvort tekst á þessu ári að ná 800.000 bíla heildarsölu er fremur ólíklegt, en þó er það raunhæft á allra næstu árum. Söluhæsta bílgerð Volvo í fyrra var XC60 jepplingurinn en af honum seldust 189.459 bílar og af XC90 seldust 94.182 eintök og varð hann næstsöluhæstur. Þar á eftir kom Volvo V40/V40 Cross Country með 77.587 bíla selda og þá S90 með 57.142 eintök.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent