Fjölmiðlar í Ameríku fóru ekki mjúkum höndum um vonbrigðin sem Super Bowl-leikurinn var í gær. Leikurinn olli vonbrigðum og hálfleikssýningin var misheppnuð.
Margir fjölmiðlar veltu því eðlilega upp að New England og leikstjórnandinn Tom Brady væru að vinna í sjötta skiptið.
Svo var talað um „Silence of the Rams“ eða þögn Hrútanna enda var lið LA Rams hörmulegt í leiknum.
Forsíða aðalblaðsins í New Orleans, þar sem allir eru enn brjálaðir yfir undanúrslitunum fyrir hálfum mánuði síðan, var einnig skemmtileg.





