Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Kjartan Kjartansson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. febrúar 2019 11:47 Ágúst Arnar Ágústsson, fyrrverandi forstöðumaður og stjórnarformaður Zuism. Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Ágúst Arnar Ágústsson, sem verið hefur forstöðumaður trúfélagsins Zúism síðastliðin fjögur ár, hefur ákveðið að stíga til hliðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. Margar spurningar hafa vaknað um Zuism frá stofnun félagsins en það hefur fengið tugi milljóna í formi sóknargjalda frá ríkissjóði. Þrátt fyrir það virðist félagið þó hvergi til húsa og heldur úti takmarkaðri starfsemi. Í tilkynningu segir að Zuism muni auglýsa eftir nýjum forstöðumanni á næstunni. Það verði fyrsta verk nýrrar stjórnar Zúista sem kosin var á aðalfundi félagsins í september síðastliðnum. Nýja stjórnin verði jafnframt kynnt ásamt nýjum forstöðumanni þegar búið er að ráða í stöðuna. Fram að þessu hafa bróðir Ágústs Arnars og mágkona hans skipað stjórn Zuism. Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur ekki borst nein tilkynning um breytingar á stjórn Zuism. Félögum ber að tilkynna um slikar breytingar svo fljótt sem auðið er. Sjá einnig: Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði „Ég hef ákveðið að hætta sem forstöðumaður og um leið stjórnarformaður Zuism. Þessi ákvörðun hefur legið lengi í loftinu eftir að hafa gegnt starfinu í fjögur ár. Þessi ár hafa verið mjög krefjandi, meðal annars að stýra fyrstu endurgreiðslu sóknargjalda á Íslandi og koma upp athöfnum á vegum félagsins,“ er haft eftir Ágústi í tilkynningu. „Mínar bestu minningar frá þessum tíma er einmitt þær giftingar sem ég hef framkvæmt. Ég vil þakka öllum sem hafa staðið á bakvið félagið og er ég sannfærður að bæði ný stjórn og forstöðumaður muni gæta hagsmuna félagsmeðlima og stefnu félagsins.“ Aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum Margar spurningar hafa vaknað um trúfélagið Zuism frá stofnun þess, og þá hvort raunveruleg starfsemi búi að baki því. Í umfjöllun Vísis í vetur kom fram að starfsemi félagsins virðist takmörkuð í besta falli og að það sé húsnæðislaust. Þrátt fyrir það hefur Zúism fengið tugi milljóna króna í formi sóknargjalda úr ríkissjóði. Forsvarsmenn félagsins, þ. á m. Ágúst Arnar, hafa jafnframt aldrei gefið kost á viðtali eða viljað svara spurningum um starfsemi þess eða fjármál. Embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra hefur ekki viljað segja til um hvort það hafi málefni Zuism til athugunar, aðeins að embættið sé meðvitað um þau atriði sem Vísir hefur fjallað um.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59 Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00 Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30 Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Zúistar endurgreiða en gefa ekki upp hve mikið Þeir sem hafa óskað eftir endurgreiðslu hjá félaginu hafa sumir hverjir greint frá því á Facebook að þeir hafi fengið 19.976 krónur endurgreiddar. 16. nóvember 2017 09:59
Zúistar vilja fleiri en upplýsa ekki fjárhag Forstöðumaður zúista neitar að svara spurningum um fjármál trúfélagsins. Auglýsir þessa dagana eftir nýjum liðsmönnum til að ganga til liðs við félagið fyrir 1. desember svo sóknargjöld þeirra frá ríkinu skili sér til zúista. 25. nóvember 2017 07:00
Kickstarter-bróðir fékk á aðra milljón úr Tækniþróunarsjóði Ágúst Arnar Ágústsson var til rannsóknar vegna fjársvika á sínum tíma og Kickstarter-söfnun hans og bróður hans fyrir vindmylluverkefni var stöðvuð. Nú hefur hann fengið opinberan styrk fyrir nýsköpunarverkefni sem líkist öðru sem bræðurnir söfnuðu fyrir. 13. nóvember 2018 11:30
Zúistum fækkaði hlutfallslega mest Rúmlega þrjú hundruð manns gengu úr trúfélaginu Zuism á árinu. Mest fjölgaði hlutfallslega í Stofnun múslima á Íslandi. 6. desember 2018 16:49
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent