Tvær drottningar unnu lúxus Íslandsferð Björk Eiðsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Ru Paul hér ásamt þeim Bjarna Óskarssyni og dragdrottningunni Gógó Starr. Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira
Frægasta dragdrottning heims gaf um helgina ferð til Íslands í þættinum RuPaul’s Drag Race All Stars 4 en það voru fyrirtækin Pink Iceland, WOW air, Hilton Canopy Reykjavik, Drag-Súgur og Omnom Chocolate sem tóku höndum saman ásamt ljósmyndaranum Kristínu Maríu, til að gefa einn stærsta vinning sem gefinn hefur verið í þáttaröðinni. Eins var þetta í fyrsta sinn sem RuPaul’s Drag Race gaf vinninga til áfangastaðar utan Bandaríkjanna.Detox, ein frægasta dragdrottningin úr Drag Race-þáttunum, ásamt forsprökkum íslenska fyrirtækisins Pink Iceland.RuPaul’s Drag-Race er bandarískur raunveruleikaþáttur þar sem frægasta dragdrottning heims, Ru Paul, leitar að næstu drag-súperstjörnu Bandaríkjanna. Ru Paul komst í sviðsljósið á níunda áratugnum meðal annars fyrir að dansa í myndbandinu við lagið Love Shack með hljómsveitinni The B-52’s og varð fljótt frægur fyrir að leika sér með kyntjáningu sína á næturklúbbum New York. Þátturinn hefur unnið Emmy-verðlaun síðustu þrjú ár og Ru Paul hefur komist á lista hjá Time yfir 100 áhrifamestu manneskjur í heimi. All Stars-þáttaraðirnar eru frábrugðnar hefðbundnum RuPaul’s Drag Race þáttaröðum að því leyti að dragdrottningar sem vakið hafa athygli í fyrri þáttaröðum fá tækifæri til að snúa aftur og keppa sín á milli. Það þýðir að þátttakendur í All Stars 4 eru nú þegar þekktir, með virkan og risastóran hóp aðdáenda og fylgjenda. Dragdrottningarnar sem unnu ferðavinninginn um helgina, þær Monét X Change og Naomi Smalls, eru því nú þegar mjög þekktar og vonast fyrirtækin sem að vinningnum stóðu til þess að þannig muni ferðin hafa mikið landkynningargildi. Ásamt gistingu, mat, flugi og sérferðum fá drottningarnar einnig dragsýningu, súkkulaðiupplifun, heilan ljósmyndadag með Kristínu Maríu Stefánsdóttur og partí með heimafólki.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Sjá meira
Stjana við frægustu dragdrottningar heims hér á landi RuPaul's Drag Race er raunveruleikakeppnisþáttur þar sem leitað er að næstu drag súperstjörnu Ameríku. 31. janúar 2019 12:30