Söguleg heimsókn páfa til Arabíuskaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. febrúar 2019 08:00 Frans páfi sést hér ásamt krónprinsinum Mohammed bin Zayed við komuna til Abú Dabí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins. Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins.
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00