Áttunda og síðasta þáttaröðin verður frumsýnd í apríl og er henni beðið með mikilli eftirvæntingu. Mikil leynd hvílir yfir söguþræðinum en það virðist ekki hafa stoppað Harrington í að greina Rose frá endinum.
Sem kunnugt er lék Leslie hlutverk Ygritte í þáttunum um þriggja þáttaraða skeið og því ef til vill hægt að fyrirgefa henni fyrir forvitnina. Samkvæmt Harrington greindi hann henni frá endinum að hennar beiðni.
„Ég sagði henni frá hvernig þetta endar og hún talaði ekki við mig í þrjá daga,“ sagði Harrington í viðtali við bresku útvarpstöðina Kiss FM á föstudaginn.
Sjálfur sagðist hann ekki getað sagt hvort hann væri ánægður með hvernig þættirnir enda eða ekki. Hann sagðist þó vera sáttur en hann gæti eiginlega ekki dæmt það fyrr en hann fái að sjá hvernig síðasta þáttaröðin muni lít út á skjánum.
Þetta var ekki það eina sem Harrington gerði í þættinum en hann reyndi meðal annars að svara spurningum um lokaþáttaröðina með lyndistáknum, líkt og sjá má hér að neðan.
#KitHarrington uses emojis to drop hints about the #GameOfThrones final season!
— KISS FM UK (@KissFMUK) February 1, 2019
LISTEN to the new #KISSBreakfast show with Tom & Daisy HERE https://t.co/LK39zOW8t6 pic.twitter.com/hxwbDASph1