ESB kallar Gíbraltar nýlendu Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 1. febrúar 2019 15:51 Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. EPA/ANDRES CARRASCO RAGEL Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum. Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Yfirvöld Bretlands hafa kvartað yfir því að Evrópusambandið skilgreini Gíbraltar sem breska nýlendu. Sú skilgreining er talin sýna að ESB ætli að standa við bakið á Spánverjum í deilunni um svæðið í kjölfar úrsagnar Bretlands úr sambandinu. Skilgreining Gíbraltar sem nýlendu kom fram í frumvarpi ESB um að Bretar fái heimild til að ferðast til ríkja ESB í 90 daga í kjölfar Brexit og Evrópubúar fái sömu heimild til að ferðast til Bretlands. Í því frumvarpi eru 33 þúsund íbúar Gíbraltar ekki skilgreindir sem breskir ríkisborgarar. Þess í stað er Gíbraltar skilgreint sem nýlenda Bretlands. Sendiherra Bretlands hjá Evrópusambandinu hefur lagt fram formleg mótmæli vegna skilgreiningarinnar. Spánverjar og Bretar hafa deilt um yfirráð Gíbraltar um árabil. Yfirvöld Spánar hafa viljað tengja umræðu svæðisins við Brexit-viðræður Breta og ESB en yfirvöld Bretlands hafa ekki tekið það í mál.Vilja vera breskir Gíbraltar hefur verið í eigu Breta frá árinu 1713 og eru íbúar svæðisins breskir. Þeir stjórna sínum málum, að utanríkis- og varnarmálum undanskildum, sjálfir. Árið 2002 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla á Gíbraltar um fullveldi þeirra. Þar var spurt hvort að Bretar ættu að deila stjórn Gíbraltar með Spánverjum. Niðurstaðan var sú að 99 prósent þeirra um 18 þúsund íbúa sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, sem kusu sögðu nei. Hins vegar kaus meirihluti þeirra að vera áfram í ESB.Í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Brexit hafa skoðanakannanir sýnt fram á að íbúar Gíbraltar vilja þó áfram vera breskir ríkisborgarar, samkvæmt Reuters.Þegar Bretland gekk í ESB árið 1973 var Gíbraltar skilgreint sem nýlenda en því var breytt árið 2002. Talsmaður Ríkisstjórnar Bretlands sagði óásættanlegt að lýsa Gíbraltar sem nýlendu. Gíbraltar væri fullgildur aðili að bresku fjölskyldunni, eins og hann orðaði það, og það myndi ekki breytast með Brexit.Í áðurnefndu frumvarpi (neðst á næstsíðustu síðunni) segir að Gíbraltar sé nýlenda Bretlands. Þar segir einnig að deilur standi yfir milli Spánar og Bretlands um svæðið og lausn þurfi að finnast á þeirri deilu með tilliti til ályktana Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna sem þar eiga við.Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu í desember að Spánn og Bretland þyrftu að finna lausn á deilunni. Krafa Spánverja um yfirráð yfir Gíbraltar byggja á reglum Sameinuðu þjóðanna um afhendingu nýlendna. Reglur þær draga úr vægi skoðana íbúa tiltekinn „nýlendna“. Í samtali við Reuters sagði ónefndur háttsettur embættismaður ESB að áður hefði sambandið iðulega staðið með Bretum í deilunni um Gíbraltar. Það ætti ekki lengur við. Nú væru Bretar á leið út en ekki Spánverjar og sambandið myndi standa við bakið á aðildarríkjum sínum gegn öðrum ríkjum.
Bretland Evrópusambandið Gíbraltar Spánn Tengdar fréttir Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46 Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28 Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Vonast til ásættanlegrar niðurstöðu varðandi Gíbraltar Filippus, konungur Spánar, er í opinberri heimsókn í Bretlandi þar sem hann sótti Elísabetu drottningu heim. 12. júlí 2017 16:46
Krefst þess að deilan um Gíbraltar verði leyst fyrir Brexit-fund Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman í Brussel á morgun til að kvitta undir samninginn um útgöngu Bretlands úr sambandinu. 24. nóvember 2018 10:28
Theresa May við ESB: Fullveldi Gíbraltar er ekki til umræðu Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tjáir Donald Tusk, formanni leiðtoganefndar Evrópusambandsins, að fullveldi Gíbraltar verði ekki til umræðu í komandi útgönguviðræðum. 6. apríl 2017 18:41