Eitt af markmiðunum að gera fullt af mistökum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2019 13:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir. Mynd/Instagram/eddahannesd Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira
Tímabilið hjá þríþrautakonunni Guðlaugu Eddu Hannesdóttur hefst í Höfðaborg í Suður-Afríku í næstu viku og í nýjasta pistli sínum fer hún betur yfir markmið sín í þríþrautinni á árinu 2019. Guðlaug Edda Hannesdóttir er fremsta þríþrautarkona Íslands og er að vinna að því að tryggja sér farseðilinn á Ólympíuleikana í Tókýó á næsta ári. Edda er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir Tókýó 2020 en koma úr frjálsum íþróttum, sundi, skotíþróttur, fimleikum og lyftingum. Guðlaug Edda hefur skrifað mjög áhugaverða pistla inn á fésbókarsíðu sína þar sem hún leyfir áhugasömum að skyggnast inn í heim íslenskrar þríþrautarkonu sem á möguleika á að skrifa nýjan kafla í íslenska íþróttasögu með því að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. „Ég hef alltaf verið "góð" á æfingum. Mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur. Þegar ég var í sundi átti ég það til að æfa annaðhvort alltof mikið eða alltof erfitt, stundum bæði! Á síðasta ári gerðist það sama fyrir mig í þríþrautinni, ég varð "alltof góð" á æfingum. Þegar kom að því að taka formið út í keppnum var tankurinn oft tómari en æfingarnar mínar gáfu til kynna,“ skrifar Guðlaug Edda en á nýju ári ætlar hún að njóta þess betur að keppa og hafa meira gaman af því að keppa aftur. „Mig langar til þess að færa mig frá "mér finnst gaman að ýta mér á æfingum og sjá árangur" yfir í "mér finnst gaman að ýta mér í keppnum og sjá árangur", og keppa með öllu hjarta og sál,“ skrifar Guðlaug Edda og það snýst þá um líka að láta vaða í keppni og þora að gera einhver mistök. „En það mikilvægasta af öllu er að mig langar til þess að gera fullt af mistökum, því það er þannig sem við verðum betri. Það er ekkert sem heitir að mistakast, heldur bara mistök til þess að læra af! Mig langar ekki að vera fullkomin, heldur fullkomlega ófullkomin og hafa ótrúlega gaman,“ skrifar Guðlaug Edda og má lesa allan pistilinn hennar hér fyrir neðan.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Þríþraut Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍR - ÍBV | Eyjakonur reyna að valda usla í Breiðholti Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Sjá meira