Stjörnumaðurinn sem kýldi ÍR-inginn mætti líka á úrslitaleikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2019 13:30 Hér er nýbúið að kýla stuðningsmann ÍR beint á andlitið. skjáskot/rúv Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Athygli vakti á bikarúrslitaleik Stjörnunnar og Njarðvíkur í körfubolta að einstaklingurinn sem varð uppvís að ofbeldi í undanúrslitaleik Stjörnunnar og ÍR var mættur aftur í Höllina til þess að styðja sitt lið.Hér má sjá slagsmálin í stúkunni á vef RÚV. „Ég er viss um að þetta muni ekki gerast í dag og þetta er ljótur blettur á leiknum. Ég er viss um að það verði öruggt fyrir alla að koma í Laugardal í dag og menn þurfa ekkert að óttast. Ég hef bent Stjörnumönnum á að það er á þeirra ábyrgð hvort hann komi eða ekki og ég tel það best fyrir alla að hann horfi á leikinn í sjónvarpinu í dag,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, á leikdegi en hann talaði fyrir daufum eyrum Stjörnumanna sem veittu stuðningsmanninum leyfi til þess að mæta á leikinn. Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að málið hafi verið tekið fyrir hjá félaginu. „Þessi einstaklingur hefur komið á marga leiki hjá okkur, æft körfubolta og starfað fyrir körfuknattleiksdeildina. Ég lít þannig á að við höfðum bara tvo möguleika í stöðunni. Annars vegar að setja hann í langt bann. Eitt eða tvö ár eða gefa manninum gult spjald og gera honum grein fyrir því að svona framkoma væri ekki í boði,“ segir Hilmar. „Við ræddum við hann og hann bað okkur afsökunar. Leið verulega illa yfir þessu. Ég er nú bara þannig gerður að ég sá enga ástæðu til þess að hengja manninn út af þessu. Það gera allir mistök. Önnur ástæða er að ég stóð rétt fyrir ofan þetta og sá aðdragandann að þessu. Ekki bara myndirnar sem birtust. Ég veit því alveg hvað gerðist.“Frá hasarnum í Höllinni.mynd/ólafur þór jónssonHilmar vildi þó ekki útskýra nánar hvað nákvæmlega hefði gerst. Hann vildi þó segja að hann var ósáttur við skort á öryggisgæslu milli stuðningsmannasveitanna. KKÍ hefur viðurkennt sín mistök þar og beðist afsökunar á þeim. „Þegar ÍR-ingarnir komu af Ölveri þá setjast þeir nánast inn á okkar svæði. Ég gerði strax athugasemdir við það og það var ekkert gert í því. Ég sagði við sessunaut minn, svona hálfri mínútu áður en þetta gerðist, að þetta myndi enda með skelfingu. Sem síðan gerðist,“ segir Hilmar. Það vakti líka athygli að Stjarnan sá hvergi ástæðu til þess að fordæma hegðun stuðningsmannsins. „Það var búið að gera sameiginlega yfirlýsingu hjá ÍR, Stjörnunni og KKÍ þar sem þetta var harmað. Síðan ákvaðu ÍR-ingarnir að fara aðra leið. Við vorum svo á fullu að undirbúa fimm lið í úrslitum. Það var yfirdrifið nóg að gera hjá okkur,“ segir Hilmar en engu að síður voru samfélagsmiðlar félagsins mjög virkir alla helgina. „Það getur vel verið að það hafi verið mistök að birta ekki neitt. Það var allavega mikið að gera hjá mér og við vorum hættir að hugsa um þetta mál um kvöldið.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12 Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11 Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Vonar að stuðningsmaður Stjörnunnar horfi á úrslitaleikinn í sjónvarpinu Formaður KKÍ beindi því til stjórnar Stjörnunnar að hún beri ábyrgð á því hvort að ofbeldismaðurinn mæti á bikarúrslitaleikinn. 16. febrúar 2019 10:12
Sjáðu hnefana tala í Laugardalshöll Stuðningsmaður Stjörnunnar kýldi stuðningsmann ÍR á meðan bikarleik liðanna stóð í gær. 15. febrúar 2019 11:11
Formaður KKÍ: Verður meiri öryggisgæsla á úrslitaleikjunum Það verður passað betur upp á öryggi áhorfenda á úrslitaleikjum Geysisbikarsins á morgun en áhorfendur slógust í Höllinni í gær. Sá er lét hnefana tala fær líklega ekki að mæta á völlinn. 15. febrúar 2019 11:30