Hin virtu Laureus-verðlaun, eða Lárusinn, voru veitt í gær og kom fáum á óvart að fimleikakonan Simone Biles og tenniskappinn Novak Djokovic skildu hafa verið valin íþróttafólk ársins.
Biles vann til fjögurra gullverðlauna á HM í fimleikum á síðasta ári. Hún fékk líka eitt silfur og eitt brons. Djokovic gerði sér lítið fyrir og vann tvö risamót á síðasta ári - US Open og Wimbledon.
Tiger Woods fékk endurkomuverðlaunin en tenniskonan Naomi Osaka var valin nýliði ársins.
Franska landsliðið í knattspyrnu var svo valið íþróttalið ársins en liðið varð heimsmeistari í Rússlandi síðasta sumar.
Biles og Djokovic unnu Lárusinn
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið



Afturelding mætir Val í undanúrslitum
Handbolti


„Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“
Körfubolti


Íslendingalið Birmingham upp í B-deild
Enski boltinn


