Hin myrka hlið ástarinnar Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 08:00 Fyrsta skáldsaga Þóru fjallar um ástina á tímum klámvæðingar. Fréttablaðið/Eyþór Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Kvika er fyrsta skáldsaga Þóru Hjörleifsdóttur. „Hún fjallar um ástina á tímum klámvæðingar og aðalpersónan Lilja verður ástfangin af strák og leyfir honum að ganga yfir öll mörk. Í þessari bók er ég að skoða hvað gerist þegar einstaklingur fellir niður varnarveggina og segir skilið við prinsippin,“ segir Þóra. „Ástin er mér mjög hugleikin. Aðalumræðuefnið hjá mér og vinkonum mínum er ástin, leitin að henni og hvernig eigi að viðhalda henni. Ástin er risastór ráðgáta sem ég næ ekki alveg utan um. Það er ekkert betra en að vera elskuð og að elska, en svo kemur það fyrir að við flækjumst í það að beina ástinni ekki í besta farveg. Þá verður stundum óljóst hvar ástinni sleppir og hvar þráhyggja og geðveiki taka við. Í Kviku langaði mig til að fjalla um hina myrku hlið ástarinnar. Ég held að Lilja sé persóna sem mjög margar konur muni tengja við að einhverju leyti. Hún kemur sér í aðstæður sem verða stöðugt verri og sekkur æ dýpra.“Ekki með fullkomnunaráráttu Þóra er ein af Svikaskáldum en auk hennar eru í hópnum Fríða Ísberg, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Melkorka Ólafsdóttir, Sunna Dís Másdóttir og Þórdís Helgadóttir. Saman hafa þær gefið út tvær ljóðabækur. Spurð hvort samstarfskonur hennar í Svikaskáldum hafi lesið yfir handrit þessarar fyrstu skáldsögu hennar segir Þóra: „Þær eru vinkonur mínar og við erum skáldagengi og lesum mikið yfir hver hjá annarri. Þær lásu yfir hjá mér og gáfu mér góð ráð. Hugmyndir fá oft vængi ef maður talar um þær við aðra. Það er einmanalegt að skrifa bók, maður er einn heima að puða og það er mjög þakklátt að hafa uppbrot á því í samvinnu í þessum hópi. Við höfum gefið út tvær ljóðabækur og þá voru mjög strangar reglur í ritferlinu. Við höfum verið að að æfa okkur í því að vera ekki með fullkomnunaráráttu og hanga yfir texta of lengi í sjálfsgagnrýnis-kyrrstöðu. Svikaskáld voru eiginlega stofnuð til að þvo hendur okkar af þeirri vitleysu.“ Spurð hvort lýrík sé áberandi í skáldsögunni segir hún: „Já, og þegar líður á verkið verða kaflarnir æ styttri. Ég vildi láta textann leysast upp með Lilju, aðalpersónu sögunnar.“ Súrrealísk tilfinning Að lokum er Þóra spurð hvernig tilfinning fylgi því að gefa út fyrstu skáldsögu sína og svarar: „Hún er frábær, svolítið súrrealísk. Ég er búin að fá gríðarlega mikið af skilaboðum frá vinum, kunningjum og fólki sem er búið að lesa. Bókin er auðlesin og ekki löng og fólk nær að spæna sig í gegnum hana á einni kvöldstund en svo held ég að hún mari í undirmeðvitund margra í einhvern tíma á eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira