Lífið

RÚV hættir við Söngvakeppnina

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Sigurreifir VÆB bræður að loknu úrslitakvöldi söngakeppninnar í fyrra.
Sigurreifir VÆB bræður að loknu úrslitakvöldi söngakeppninnar í fyrra. Vísir/Hulda Margrét

RÚV hefur ákveðið að hætta við að halda Söngvakeppnina 2026 í ljósi þess að forsendurnar sem lagt var upp með, að sigurlagið yrði framlag Íslands í Eurovision, séu brostnar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort og þá hvenær einhverskonar önnur söngvakeppni verður haldin í staðinn.

Þetta kemur fram í tölvupósti frá RÚV sem sendur var til allra þeirra sem höfðu sent inn lag í keppnina.

„Eins og þú sást í fréttum fyrir áramót ákvað RÚV að vera ekki með í Eurovision í ár. Við höfum í kjölfarið ákveðið að hætta við þá keppni sem þú sendir lag inn í, vegna þess að forsendurnar sem lagt var upp með þá voru að í keppninni yrði framlag Íslands valið,“ stendur í póstinum.

„Enn hefur ekki verið ákveðið hvort og þá hvenær einhverskonar söngvakeppni verður haldin á RÚV í ár, en ef það verður gert þá verður auglýst sérstaklega eftir lögum í þá keppni.“

Eva Georgs Ásudóttir, dagskrárstjóri RÚV, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að málið væri allt til skoðunar eins og það leggur sig.

„Það er bara ákveðin biðstaða í gangi þar til við erum komin með niðurstöðu og þá myndum við bara kynna þá keppni, ef hún yrði haldin, á þeim forsendum. Og auðvitað fylgir þá að þeir sem hafa sent inn lög bara meta sín framlög út frá þeim forsendum, ef af verður,“ sagði Eva. „En það styttist í þetta, að við förum að geta sagt eitthvað meira.“


Tengdar fréttir

Ísland verður ekki með í Eurovision

Ísland verður ekki með í Eurovision á næsta ári. Þetta tilkynntu stjórnarformaður Rúv og útvarpsstjóri að loknum fundi stjórnar Ríkisútvarpsins. Útvarpsstjóri sagðist hafa tekið ákvörðun um þetta og tilkynnt stjórninni í dag sem ætlaði sér að leggja fram tillögu sama efnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.