Alvarlegustu slysin verða á ljósastýrðum gatnamótum í Reykjavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 12:30 Jón Gunnarsson sem var einn af þremur þingmönnum sem mættu á opinn fund í Hveragerði nýlega til að ræða samgöngumál, auk forseta bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar. Magnús Hlynur Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“ Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður umhverfis og samgöngunefndar Alþingis segir að það gleymist að tala um að alvarlegustu slysin í vegakerfinu og flest verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Það megi að hluta til setja á reikning borgaryfirvalda sem ekki hafa verið tilbúin að fara í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina. Jón var einn af frummælendum á opnum fundi í Hveragerði nýlega þar sem fjallað var almennt um samgöngumál og hugsanlega gjaldtöku til að flýta fyrir nauðsynlegum vegaframkvæmdum. Hann talaði m.a. um samgöngumál höfuðborgarinnar og vakti athygli á því sem hann segir að gleymist alltaf að tala um. „Að alvarlegustu slysin í vegakerfi okkar og flest, þau verða í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Á hverju ári verða mjög alvarleg slys, ég ætla kannski ekki að segja alveg vikulega, en það gæti þó legið nálægt því, í kringum ljósastýrð gatnamót í Reykjavík. Við tölum ekki um þetta en þetta má að hluta til setja á reikning yfirvalda í borginni sem ekki hafa verið tilbúin til þess að fara t.d. í gerð mislægra gatnamóta í gegnum tíðina og einhverra slíkra lausna. Nú eru menn búnir að opna á það í tengslum við eflingu almenningssamgangna, að efla um leið samgöngukerfið, megin stofnleiðirnar, það var algjörlega bráðnauðsynlegt. Það var aðeins einn maður sem nefndi gjöld í því sambandi, sem kom fyrir nefndina, en það var borgarstjórinn í Reykjavík, hann talaði um stokkagjöld. Þetta eru framkvæmdir upp á 110 milljarða króna sem þarf að fara í innan Reykjavíkur“, segir Jón. Jón segir að það eigi eftir að ná niðurstöðu í það hvernig eigi að fjármagna þetta risa verkefni í höfuðborginni. „Það hefur verið nefnt af hálfu borgarstjórans gjaldtaka í þeim efnum á fundum nefndarinnar.“
Alþingi Hveragerði Reykjavík Samgöngur Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira