Lífið

Bruno Ganz látinn

Sylvía Hall skrifar
Ganz á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018.
Ganz á kvikmyndahátíðinni í Cannes árið 2018. Vísir/Getty
Svissneski leikarinn Bruno Ganz sem fór með hlutverk Hitler í kvikmyndinni Downfall er látinn. Leikarinn var 77 ára gamall þegar hann lést. 

Ganz var þekktur fyrir hlutverk sín í þýskum kvikmyndum og leikritum og var hans frægasta mynd vafalaust Downfall sem bar heitið Der Untergang á þýsku. Þar fór hann eins og áður sagði með hlutverk nasistaforingjans og kanslarans Adolf Hitler

Sena úr kvikmyndinni fór eins og eldur í sinu um Internetið þar sem Ganz leikur reiðan Hitler af mikilli innlifun. Senan varð fljótt að svokölluðu „meme“ þar sem netverjar kepptust við að texta senuna og setja hana í annað samhengi. 



Bruno Ganz sem Adolf Hitler.Der Untergang
Ganz var því vafalítið með þekktustu leikörum Sviss og fékk hann mikið lof fyrir túlkun sína á nasistaforingjanum. Þá fór hann einnig með hlutverk vampíru í kvikmyndinni Nosferatu the Vampyre frá árinu 1979 og lék engil í Wings of Desire og framhaldsmyndinni FarawaySo Close!

Við andlát sitt var Ganz handhafi Iffland-hringsins sem veittur er þýskumælandi leikurum sem þykja hafa skarað fram úr. Ekki er vitað hvern Ganz hafði valið sem næsta handhafa hringsins en hringurinn gengur milli leikara og þykir mikil viðurkenning. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.