Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. febrúar 2019 13:09 Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Fjöldi manns sem keypt hefur bíla af bílaleigum á undanförnum árum hefur leitað til Neytendasamtakanna síðustu daga. Formaður samtakanna segir fólk áhyggjufullt en að unnið sé að gerð lista sem mun auðvelda fólki að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílum þeirra. Atburðarásin hefur verið hröð síðan á þriðjudagkvöld, þegar Kveikur greindi frá því að bílaleigan Procar hafði átt við kílómetrafjölda þeirra bíla sem hún seldi á milli áranna 2011 og 2016. Procar hefur verið vikið úr Samtökum ferðaþjónustunnar, fyrrum viðskiptavinir bílaleigunnar íhuga að leita réttar síns auk þess sem kaupendur hafa skilið bíla sem þeir keyptu af Procar fyrir utan skrifstofu fyrirtækisins. Nú síðast í gærkvöldi greindi Morgunblaðið frá því að alþjóðlega bílaleiguvefsíðan Auto Europe hafi ákveðið að hætta viðskiptum við Procar. Vefsíðan er sögð hafa verið mikilvægasti samstarfsaðili Procar og veigameiri en nokkur annar milliliður í því að skaffa bílaleigunni viðskipti erlendra ferðamanna. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. Ekki aðeins áhyggjufullir viðskiptavinir Procar heldur einnig fólk sem keypti bíl af öðrum bílaleigum. „Það hafa margir félagsmenn leitað til okkar í vikunni varðandi þetta mál. Fólk er yfirleitt að spyrjast fyrir, kannað hvort þeirra bílar gætu mögulega hafa verið meðal þeirra sem átt hefur verið við og fólk er náttúrulega áhyggjufullt og er að kanna stöðu sína,“ segir Breki. Neytendasamtökin hafi kallað eftir upplýsingum frá bílaumboðum og vinni nú að gerð gátlista sem ætlað er að aðstoða fólk við að meta hvort átt hafi verið við kílómetramæla í bílunum þeirra. „Við höfum sent út fyrirspurnir til umboða um það hvernig og hvort er hægt að sjá hvort átt hafi verið við kílómetramælinn og munum taka það saman og birta á vefnum okkar snemma í næstu viku,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Bílaleigur Neytendur Procar Tengdar fréttir Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08 Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Askja skoðar stöðu sína gagnvart Procar Samgöngustofa skoðar nú hvernig brugðist verði við beiðni Samtaka ferðaþjónustunnar um eftirlitsúttekt hjá öllum bílaleigum sem hafa starfsleyfi eftir að mál bílaleigunnar Procar kom upp. 14. febrúar 2019 12:08
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15