Hringbraut dæmd fyrir ærumeiðingar í Hlíðamálinu Jakob Bjarnar skrifar 15. febrúar 2019 15:26 Hringbrautarmenn. Í dómsorði segir að fjölmiðillinn hafi bugðist skyldum sínum og afvegaleiddi enn frekar þá umræðu sem þá geisaði um mál stefnenda. Ummæli sem birtust í fréttum Hringbrautar, 9. nóvember 2015, netútgáfu miðilsins, hafa verið dæmd dauð og ómerk. Fréttirnar tengdust talsverðu fári sem upp kom í samfélaginu í kjölfar frétta sem voru sagðar af meintum nauðgunarbrotum í íbúð í Hlíðunum sem átti að hafa verið útbúin til nauðgana. Ummælin sem dæmd hafa verið dauð eru: „Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina“; „Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson var sem ritstjóri Hringbrautar dæmdur til að greiða tveimur ungum mönnum sem stefndu honum 500 þúsund krónur hvorum í málsvarnarlaun og 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði farið fram á þrjár milljónir í skaðabætur með vöxtum. Dóminn kvað Skúli Magnússon í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vilhjálmur telur umfjöllun um skjólstæðinga sína fyrir neðan allar hellur.Visir/VilhelmBjörn Þorláksson, sem starfaði sem blaðamaður á Hringbraut en er nú upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, var kallaður sérstaklega fyrir dóminn til að bera vitni. Á álit dómsins er að með því að birta ávirðingar, án frekari rannsóknar og án þess að leitast við að afla sjónarmiða stefnenda eða annarra sem skýrt gátu málið frá þeirra sjónarhóli, hafi „starfsmenn Hringbrautar bersýnilega brugðist skyldu um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi.“ Til varnar var hins vegar og meðal annars bent á að fréttaflutningurinn ætti „erindi við almenning“ og að aðrir fjölmiðlar hafi einnig og áður fjallað um málið. En, dómarinn segir fjölmiðilinn hafa brugðist skildum sínum og „afvegaleiddi enn frekar þá umræðu sem þá geisaði um mál stefnenda.“Hinn meinti viðurstyggilegi brotavilji Í dómsorði er tíundað til hvers er vísað nánar í stefnunni; ummæli, sem birt voru á netmiðlinum Hringbraut, 5. og 9. nóvember 2015, verði dæmd dauð og ómerk: „Í frétt, 5. nóvember 2015, kl. 12:30: 1. Grunur um viðurstyggilegan brotavilja; 2. ... leikur grunur á viðurstyggilegum brotavilja í þessum nauðgunarmálum; Í frétt, 9. nóvember 2015, kl. 08:02: 3. Grunur leikur á hrottalegum og viðurstyggilegum kynferðisglæpum í Hlíðunum; 4. Hrottalegar nauðganir voru þaulskipulagðar í íbúð í Hlíðahverfinu þar sem tæki til ofbeldisnotkunar hafa fundist; Í frétt, 9. nóvember 2015, kl. 11:25: 5. Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina;Gunnar Ingi var verjandi Hringbrautar.6. Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina; 7. Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana; 8. ... svo virðist sem íbúð í Hlíðunum ... hafi verið útbún (sic) sérstaklega fyrir hrottalegar nauðganir með ýmsum tækjum til ofbeldis.“Langvarandi kvíði og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar Umfjöllun stefna byggði meðal annars á viðtölum við nemendur í HR en lögmaður hinna meintu brotamanna benti á að ekki sé hægt að „telja það góða blaðamannshætti að byggja umfjöllun sína alfarið á slíkum sögusögnum.“ Í dómnum er tiltekið af hálfu sækjenda að slagkraftur umfjöllunarinnar í samfélaginu um stefnendur hafi verið slíkur að þeir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun fjölmiðla skapaði og hrökklast úr landi, þar sem þeir dvöldu meira og minna næstu níu mánuði.Frá mótmælunum við lögreglustöðina en þau spruttu upp í kjölfar mikillar reiði sem braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutnings af hinum meintu brotum.Vísir/VilhelmAnnar mannanna hafi misst vinnu og hinn þurft að hætta námi við HR. Hvorugur hafi átt afturkvæmt í fyrra starf eða nám. „Báðir stefnendur hafi glímt við langvarandi kvíða og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar. Hún hafi leitt til þess að nöfnum og myndum af stefnendum var dreift mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlunum þar sem stefnendur voru úthrópaðir sem nauðgarar og þeim hótað líkamsmeiðingum og lífláti.“Ekki saklausir uns sekt sannast Verjandi Hringbrautar sagði að fjölmiðillinn gæti ekki borið ábyrgð á viðbrögðum við fréttinni en Vilhjálmur benti á að hún væri skáldskapur blaðamanns. Stefnendur vísa til þess að það séu grundvallarmannréttindi í réttarríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli vera talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. „Það séu handhafar opinbers valds sem til þess séu bærir að annast rannsókn og saksókn í sakamálum og dómstólar leysi úr sekt eða sakleysi þeirra sem sæti ákæru. Stefndi hafi svipt stefnendur þessum grundvallarmannréttindum og úthrópað þá sem nauðgara og ofbeldismenn án þess að stefnendur hefðu verið ákærðir fyrir slíka háttsemi, hvað þá heldur dæmdir,“ eins og segir í dómnum. Þessi dómur er liður í umfangsmiklum málaferlum sem snúa að ærumeiðngum á opinberum vettvangi, bæði á samfélagsmiðlum og skilgreindum fjölmiðlum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur fyrir hönd skjólstæðinga sinna kært á 3. tug manna fyrir ummæli sem þessu máli tengjast. Dómsmál Fjölmiðlar Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Krefja tvær konur um milljónir vegna nauðgunarummæla 10. desember 2018 10:40 Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. 28. september 2018 11:37 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Ummæli sem birtust í fréttum Hringbrautar, 9. nóvember 2015, netútgáfu miðilsins, hafa verið dæmd dauð og ómerk. Fréttirnar tengdust talsverðu fári sem upp kom í samfélaginu í kjölfar frétta sem voru sagðar af meintum nauðgunarbrotum í íbúð í Hlíðunum sem átti að hafa verið útbúin til nauðgana. Ummælin sem dæmd hafa verið dauð eru: „Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina“; „Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana.“ Sigmundur Ernir Rúnarsson var sem ritstjóri Hringbrautar dæmdur til að greiða tveimur ungum mönnum sem stefndu honum 500 þúsund krónur hvorum í málsvarnarlaun og 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hafði farið fram á þrjár milljónir í skaðabætur með vöxtum. Dóminn kvað Skúli Magnússon í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vilhjálmur telur umfjöllun um skjólstæðinga sína fyrir neðan allar hellur.Visir/VilhelmBjörn Þorláksson, sem starfaði sem blaðamaður á Hringbraut en er nú upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, var kallaður sérstaklega fyrir dóminn til að bera vitni. Á álit dómsins er að með því að birta ávirðingar, án frekari rannsóknar og án þess að leitast við að afla sjónarmiða stefnenda eða annarra sem skýrt gátu málið frá þeirra sjónarhóli, hafi „starfsmenn Hringbrautar bersýnilega brugðist skyldu um hlutlægni og nákvæmni í fréttaflutningi.“ Til varnar var hins vegar og meðal annars bent á að fréttaflutningurinn ætti „erindi við almenning“ og að aðrir fjölmiðlar hafi einnig og áður fjallað um málið. En, dómarinn segir fjölmiðilinn hafa brugðist skildum sínum og „afvegaleiddi enn frekar þá umræðu sem þá geisaði um mál stefnenda.“Hinn meinti viðurstyggilegi brotavilji Í dómsorði er tíundað til hvers er vísað nánar í stefnunni; ummæli, sem birt voru á netmiðlinum Hringbraut, 5. og 9. nóvember 2015, verði dæmd dauð og ómerk: „Í frétt, 5. nóvember 2015, kl. 12:30: 1. Grunur um viðurstyggilegan brotavilja; 2. ... leikur grunur á viðurstyggilegum brotavilja í þessum nauðgunarmálum; Í frétt, 9. nóvember 2015, kl. 08:02: 3. Grunur leikur á hrottalegum og viðurstyggilegum kynferðisglæpum í Hlíðunum; 4. Hrottalegar nauðganir voru þaulskipulagðar í íbúð í Hlíðahverfinu þar sem tæki til ofbeldisnotkunar hafa fundist; Í frétt, 9. nóvember 2015, kl. 11:25: 5. Komið í veg fyrir þriðju nauðgunina;Gunnar Ingi var verjandi Hringbrautar.6. Sú saga gengur meðal nemenda Háskólans í Reykjavík að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa nauðgað tveimur konum hafi haft fleiri fólskuverk í hyggju. Naumlega hafi verið komið í veg fyrir þriðju nauðgunina; 7. Þriðja unga konan hafi sloppið naumlega þegar hennar kærasti hafi náð að sækja hana; 8. ... svo virðist sem íbúð í Hlíðunum ... hafi verið útbún (sic) sérstaklega fyrir hrottalegar nauðganir með ýmsum tækjum til ofbeldis.“Langvarandi kvíði og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar Umfjöllun stefna byggði meðal annars á viðtölum við nemendur í HR en lögmaður hinna meintu brotamanna benti á að ekki sé hægt að „telja það góða blaðamannshætti að byggja umfjöllun sína alfarið á slíkum sögusögnum.“ Í dómnum er tiltekið af hálfu sækjenda að slagkraftur umfjöllunarinnar í samfélaginu um stefnendur hafi verið slíkur að þeir hafi óttast um líf sitt vegna múgæsingsins sem umfjöllun fjölmiðla skapaði og hrökklast úr landi, þar sem þeir dvöldu meira og minna næstu níu mánuði.Frá mótmælunum við lögreglustöðina en þau spruttu upp í kjölfar mikillar reiði sem braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar fréttaflutnings af hinum meintu brotum.Vísir/VilhelmAnnar mannanna hafi misst vinnu og hinn þurft að hætta námi við HR. Hvorugur hafi átt afturkvæmt í fyrra starf eða nám. „Báðir stefnendur hafi glímt við langvarandi kvíða og þunglyndi vegna umfjöllunarinnar. Hún hafi leitt til þess að nöfnum og myndum af stefnendum var dreift mörg þúsund sinnum á samfélagsmiðlunum þar sem stefnendur voru úthrópaðir sem nauðgarar og þeim hótað líkamsmeiðingum og lífláti.“Ekki saklausir uns sekt sannast Verjandi Hringbrautar sagði að fjölmiðillinn gæti ekki borið ábyrgð á viðbrögðum við fréttinni en Vilhjálmur benti á að hún væri skáldskapur blaðamanns. Stefnendur vísa til þess að það séu grundvallarmannréttindi í réttarríki að hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skuli vera talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum. „Það séu handhafar opinbers valds sem til þess séu bærir að annast rannsókn og saksókn í sakamálum og dómstólar leysi úr sekt eða sakleysi þeirra sem sæti ákæru. Stefndi hafi svipt stefnendur þessum grundvallarmannréttindum og úthrópað þá sem nauðgara og ofbeldismenn án þess að stefnendur hefðu verið ákærðir fyrir slíka háttsemi, hvað þá heldur dæmdir,“ eins og segir í dómnum. Þessi dómur er liður í umfangsmiklum málaferlum sem snúa að ærumeiðngum á opinberum vettvangi, bæði á samfélagsmiðlum og skilgreindum fjölmiðlum. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hefur fyrir hönd skjólstæðinga sinna kært á 3. tug manna fyrir ummæli sem þessu máli tengjast.
Dómsmál Fjölmiðlar Hlíðamálið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Krefja tvær konur um milljónir vegna nauðgunarummæla 10. desember 2018 10:40 Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. 28. september 2018 11:37 Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Konu í Sviss stefnt fyrir meiðyrði vegna Hlíðamálsins Mennirnir tveir, sem sakaðir voru um kynferðisbrot í Hlíðunum árið 2015, hafa stefnt íslenskri konu búsettri í Sviss fyrir meiðyrði. 28. september 2018 11:37
Sex ummæli tengd Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk Dæmdur til að greiða mönnunum 350 þúsund krónur hvorum um sig. 15. febrúar 2019 15:09