Fyrirhuguð umferðarlög ógni trúnaði lækna og sjúklinga Sveinn Arnarsson skrifar 15. febrúar 2019 07:15 Breytingar á umferðarlögum eru áformaðar á vorþingi. Læknar leggjast hins vegar gegn breytingu. Fréttablaðið/Pjetur Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Læknafélag Íslands gagnrýnir frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar til breytinga á umferðarlögum. Telur félagið allt of hart gengið fram með frumvarpinu og það sé inngrip í störf lækna. Málið var tekið fyrir á þingi síðasta haust og gekk til umhverfis- og samgöngunefndar þingsins í lok október. Í maí 2017 hófst vinna við heildarendurskoðun umferðarlaga samkvæmt ákvörðun samgönguráðherra. Læknafélagið gagnrýnir þetta harðlega. Í grunninn eru tvær greinar í frumvarpinu sem strjúka læknum andhæris. Annars vegar 52. grein sem tiltekur að læknir eða hjúkrunarfræðingur annist læknisfræðilegt mat á ökumanni. „Læknafélag Íslands telur að klínískt mat á ökumanni í kringumstæðum sem þessum sé fyrst og fremst á færi lækna, ekki annarra heilbrigðisstarfsmanna,“ segir í álitinu. Það sem slær lækna þó mest er að þeim er gert skylt að láta vita ef einstaklingar eigi við einhverja erfiðleika að stríða sem geta aftrað þeim frá að stjórna ökutæki. „Komi fram upplýsingar við meðferð sjúklings á sjúkrastofnun eða hjá lækni um verulega skerta hæfni viðkomandi til aksturs, meðal annars vegna neyslu ávísaðra lyfja sem skerða aksturshæfni, skal gera trúnaðarlækni Samgöngustofu viðvart án tafar. Stendur þagnarskylda læknis því ekki í vegi,“ segir í nýju frumvarpi til laganna.Alþingi þingfundur fyrirspurnir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra umhverfis- og auðlindaráðherraÞetta eru læknar ósáttir við og benda á að trúnaðarskylda lækna sé hornsteinn þess sambands sem ætíð verður að vera milli lækna og sjúklinga. „Þó lagaákvæði leyfi vissulega að með lögum sé þagnar- og trúnaðarskyldu lækna vikið til hliðar þá hefur fyrst og fremst verið litið til þess að það eigi við þegar vernda þarf hagsmuni barna, samanber tilkynningarskyldu samkvæmt barnaverndarlögum,“ segja læknar í áliti sínu. „LÍ fær ekki séð að slík hætta stafi af verulega skertri hæfni einstaklinga til aksturs að það réttlæti að læknir eigi að tilkynna um það til trúnaðarlæknis Samgöngustofu. Frávik frá þagnarskyldu í þessum tilvikum getur haft þau áhrif að sjúklingur sem hefur áhyggjur af aksturshæfni sinni leiti ekki til læknis af ótta við að læknirinn tilkynni um veikindi hans.“ Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hafði ekki kynnt sér umsögn læknafélagsins og vildi því ekki veita viðtal vegna málsins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samgöngur Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira