María Björg Sigurðardóttir, hönnuður, býr í þessu fallega húsi ásamt þremur börnum og eiginmanni en hún var í viðtali við Glamour á dögunum.
Um er að ræða rúmlega tvö hundruð fermetra húsi með fjórum svefnherbergjum og þremur baðherbergjum.
Eignin er á þremur hæðum sem skiptist í aðalhæð, efri hæð og kjallara en ekki er full lofthæð í kjallaranum. Eignin var talsvert endurnýjuð fyrir um fimm árum.
Fasteignamat eignarinnar er 87 milljónir en hér að neðan má sjá fallegar myndir úr eigninni en María og fjölskylda hefur greinilega komið sér vel fyrir.






