KPMG einnig skammað vegna viðkvæmra upplýsinga á vefjum Akraness og Seltjarnarness Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. febrúar 2019 12:17 Akranes. Vísir/Egill Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig. Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Birting Akranesskaupstaðar og Seltjarnarnesbæjar á viðkvæmum persónuupplýsingum á vef bæjanna samrýmdist ekki lögum um Persónuvernd. Ráðgjafafyrirtækið KPMG fær skammir í hattinn frá Persónuvernd fyrir vinnubrögð sín við ráðgjöf og vinnu við verkefni sveitarfélaganna tveggja. Líkt og Vísir greindi frá í dag komst Persónuvernd að sömu niðurstöðu í máli Garðabæjar en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 á síðasta ári að þessi þrjú sveitarfélög birtu viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna, til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar, á vefjum sem hýstu opið bókhald sveitarfélaganna. Kerfið sem sveitarfélögin notuðust við var keypt af KPMG sem taldi að rekja mætti málið til uppfærsl á hugbúnaði frá Microsoft sem sveitarfélögin notuðu til að birta bókhaldsgögnin. Í tilviki Akraneskaupstaðar birtust persónuupplýsingar um 190 skjólstæðinga í 18 flokkum eða tegundum upplýsinga og um hafi verið að ræða samtals 1219 skráningar, hvað þá einstaklinga varðaði. Í fylgiskjali með svörum Akraneskaupstaðar til Persónuverndar kom fram að efni þeirra upplýsinga hafi meðal annars lotið að upplýsingum um kennitölur, heilsufar, lyfjanotkun og félagslegar aðstæður.Í tilviki Seltjarnarnesbæjar var um að ræða skráningar um 23 einstaklina, alls 54 talsins, þar á meðal upplýsingar um tvær fósturfjölskyldur.Líkt og í tilviki Garðabæjar taldi KPMG, eins og fyrr segir, að uppfærsla frá Microsoft hafi gert það að verkum að upplýsingarnar urðu aðgengilegar en bæði Akraneskaupstaður og Seltjarnarnesbær settu það sem skilyrði að færslur að lægri fjárhæð en 500 þúsund krónur yrðu ekki birtar. Í niðurstöðu Persónuverndar segir að það hafi verið „verulega ámælisvert“ af hálfu KMPG að viðhafa þau vinnubrögð að ekki væri gengið úr skugga um að ekki væri mögulegt að nálgast upplýsingar um einstaklinga úr því kerfi sem notast var við.Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að lög um Persónuverd hafi verið brotin í málinu en þar sem eldri lög hafi gilt þegar brotið var framið gæti Persónuvernd ekki lagt á stjórnvaldssekt vegna málsins.Var lagt fyrir Seltjarnarnesbæ og Akraneskaupstað að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að mál á borð við þessi gætu endurtekið sig.
Akranes Persónuvernd Seltjarnarnes Tengdar fréttir Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23 Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. 28. apríl 2018 19:23
Gagnalekinn er á ábyrgð sveitarfélaganna: Persónuvernd segir málið af þeirri stærðargráðu að embættið nýtir heimild til frumkvæðisrannsóknar Í einhverjum tilfellum var opið fyrir upplýsingarnar í tvo til þrjá mánuði. 29. apríl 2018 18:44