Ríkið tapaði aftur í Strassborg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. febrúar 2019 06:15 Dómarar við Mannréttindadómstól Evrópu. Fréttablaðið/AFP Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Ragnar Þórisson, stofnandi vogunarsjóðsins Boreas Capital, hafði betur gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu í gær en dómstóllinn taldi íslenska ríkið brotlegt fyrir að dæma Ragnar tvívegis til refsingar fyrir sama brot sem fer í bága við 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Ragnar var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 21 milljón í Hæstarétti árið 2014 fyrir skattalagabrot en honum hafði áður verið gerð refsing af hálfu ríkisskattstjóra með 25 prósenta álagi ofan á endurálagningu árið 2010. Brot hans fólst í því að hafa ekki talið fjármagnstekjur til skatts árið 2007. Málsvörn sína í Hæstarétti hafði Ragnar meðal annars byggt á sömu rökum og forsendur Mannréttindadómstólsins byggja á en Hæstiréttur féllst ekki á að það færi í bága við bann við endurupptekinni málsmeðferð „þótt stjórnvöld hafi áður gert manni að greiða skatt af álagi á skattstofn og sama manni sé síðan í öðru máli gerð viðurlög vegna sömu málsatvika“. Þessu er Mannréttindadómstóllinn ekki sammála. Dómurinn lítur svo á að sú framkvæmd skattyfirvalda að leggja álag komi ekki endilega í veg fyrir að hefja megi sakamálarannsókn vegna sama brots. Slíka rannsókn má þó ekki hefja hafi fyrri rannsókninni þegar verið lokið. Er íslenska ríkinu gert að greiða Ragnari 5.000 evrur í miskabætur og 10.000 evrur í málskostnað eða rúmar tvær milljónir króna samtals. MDE hafði áður dæmt ríkinu í óhag fyrir sams konar brot í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar og fóru þeir í framhaldinu fram á endurupptöku á dómi Hæstaréttar. Fallist var á þá beiðni í fyrra og er mál þeirra nú rekið fyrir Hæstarétti að nýju.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Skattar og tollar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira