Varar við því að Markle gæti hlotið sömu örlög og Díana prinsessa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. febrúar 2019 21:19 Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Vísir/getty Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar. Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Bandaríski leikarinn George Clooney sagði að ljósmyndasnápar, eða svokallaðir papparassar, gangi jafn hart fram gagnvart Meghan Markle, hertogynjunni af Sussex, og Díönu prinsessu heitinni. Díana lést í umferðarslysi fyrir rúmum tuttugu árum síðan. Talið er að rekja megi slysið til þess að Henri Paul, lífvörður hennar, hafi verið ölvaður undir stýri auk þess sem hópur ljósmyndara á mótorhjólum eltu prinsessuna og trufluðu aksturinn og urðu þess valdandi að ökutæki Díönu skall á vegg í göngum í Parísarborg. Clooney líkti raunum kvennanna saman í ræðu sem hann hélt á viðburði í Los Angeles. „Hún er barnshafandi kona sem er gengin sjö mánuði og það er verið að elta hana og rægja hana með sama hætti og var gert við Díönu [prinsessu]. Sagan er að endurtaka sig og við vitum hvernig sú saga endar,“ sagði Clooney. Fjölmiðlar og papparassar sitji um og elti Markle á röndum. „Það er svo gremjulegt að horfa upp á þetta,“ sagði Clooney. Samband Markle og föður hennar hefur farið hátt í fjölmiðlum eftir að fréttir af ástarsambandi þeirra Harry bretaprins tók að spyrjast út. Thomas Markle hefur verið iðinn við að veita slúðurmiðlum viðtöl og hefur hann talað afar frjálslega um dóttur sína. Eftir konunglega brúðkaupið í sumar sendi Markle föður sínum bréf þar sem hún segir honum frá því hvað hann hafi sært hana mikið með framferði sínu. Hann hafi ítrekað sagt ósatt og búið til alls kyns sögur um Harry sem eigi sér ekki stoð í raunveruleikanum. „Ef þú elskar mig, eins og þú segist gera á síðum blaðanna, þá bið ég þig um að hætta að tjá þig í fjölmiðlum og láta okkur vera. Hættu að ljúga og nota samband mitt og eiginmanns míns til að koma þér á framfæri,“ skrifaði Markle til föður síns. Clooney er giftur Amal Clooney, mannréttindalögfræðingi, en þau voru viðstödd konunglega brúðkaupið í sumar.
Kóngafólk Tengdar fréttir Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30 Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01 Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Meghan Markle biðlar til föður síns: „Hættu að ljúga“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, sendi föður sínum bréf eftir brúðkaup hennar og Harry Bretaprins í sumar. 10. febrúar 2019 14:30
Heldur úti „leynilegum“ Instagram-reikningi Meghan Markle hertogynjan af Sussex heldur að sögn vinar hennar úti "leynilegum“ Instagram-reikningi til að forðast fjölmiðla og halda sambandi við vini sína. 21. janúar 2019 19:01
Bresku götublöðin uppfull af sögum um „erfiða“ og „stjórnsama“ Meghan Markle Neikvæður fréttaflutningurinn kemur fréttamanni Sky á óvart. 17. desember 2018 08:20