Geislandi Meghan í Marokkó Elín Albertsdóttir skrifar 1. mars 2019 11:45 Sportklæðnaðurinn var tekinn fram þegar þau heimsóttu hestabúgarð en þar fer fram stuðningur við börn með sérþarfir. Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni. Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry prins og Meghan Markle, hafa undanfarna daga verið á ferðalagi um Marokkó. Meghan, sem á von á sínu fyrsta barni í lok apríl, blómstrar á meðgöngunni. Meghan var í fallegum kjól frá Dior, skreyttum steinum þegar hún heimsótti sendiherra Bretlands í Marokkó.Meghan Markle sem er 37 ára er sannarlega glæsileg og vekur hvarvetna athygli þar sem hún kemur ásamt eiginmanni sínum, Harry. Konungleg heimsókn hjónanna til Marokkó hófst á laugardag en það var krónprinsinn Moulay Hassan, 15 ára, sem tók á móti þeim. Svartur kjóll frá Loyd/Ford og hvítur jakki yfir. Meghan þykir alltaf einstaklega smekklega klædd og lætur óléttuna ekkert breyta því. Þarna eru þau hjón á leiðinni í heimsókn í Andalusian-garðinn í Marokkó.Harry og Meghan sátu glæsilegar veislur þar sem hún skartaði dýrindis hönnunarkjólum, meðal annars hjá konunginum, Mohammed VI. Einnig lá leið þeirra í barnaskóla þar sem þau heilsuðu upp á börnin og kennara þeirra. Þá heimsóttu þau þarlenda jafnréttisstofu sem berst fyrir jöfnum rétti kynjanna til náms.Hjónin voru bæði bláklædd þegar þau fóru í konunglega veislu hjá konungi Marokkó, Mohammed VI. Meghan var í kjól frá Carolina Herrera. Takið eftir bláu skónum hans sem eru í stíl við kjólinn hennar.Íbúar fögnuðu hjónunum hvar sem þau komu og veifuðu fánum. Þau virtust afslöppuð og hamingjusöm. Sautján ára gömul stúlka, Samira, gaf Meghan henna-tattú á hægri hönd til að fagna því að hún væri barnshafandi en það er siður í Marokkó. Tattúið á að færa barninu hamingju. Sumir hafa spurt hvort það sé í lagi fyrir konu komna þetta langt á leið að vera á slíku ferðalagi. Talsmaður hallarinnar segir að það sé í lagi að ferðast flugleiðis allt að 36. viku meðgöngu. Þetta er ekki fyrsta ferð Meghan á meðgöngunni því þau hjónin fóru í 16 daga konunglega ferð til Ástralíu, Nýja-Sjálands, Tonga og Fídjí í október. Þá fór Meghan til New York í síðustu viku til að hitta vinkonur sínar. Það má því með sanni segja að þetta séu annasamir dagar hjá hertogaynjunni.
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Kóngafólk Marokkó Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Fleiri fréttir Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Sjá meira