Segja ríkið gefa frá sér 23 milljarða til vogunarsjóða Frosti Logason skrifar 28. febrúar 2019 21:04 Mikið hefur verið rætt um rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins vegna frumvarps um meðferð krónueigna í þinginu í gær nótt. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun til að skýra hvers vegna þingflokkurinn stóð í þessu umtalaða uppátæki. „Við teljum að þarna sé verið að hlunnfara Íslendinga í því verðmati sem þarna er um að ræða. Þessar krónur eru að fara út á gengi dagsins. Það þýðir að farið verður með 84 þúsund milljónir út úr landinu á genginu 130 í stað þess að fara eftir þeim samningum sem upprunalega voru gerðir og hljóðuðu upp á að krónurnar færu á genginu 190. Þessar krónur voru fastar og við höfðum alla möguleika á að halda þeim þangað til menn gæfust upp og borguðu 190 kallinn.“ Mismuninn þarna á milli segir Þorsteinn vera í kringum 23 milljarðar og að mikið mætti gera fyrir þann pening. Miðflokksmenn hafi að hans sögn viljað fá umræðu um þetta og einhver rök fyrir því hvers vegna fara ætti þessa leið. Þá hafa þingmenn Miðflokksins sagt aðra flokka á þingi hampa vogunarsjóðum með því að hafna ekki umræddu frumvarpi. „Þetta eru þeir vogunarsjóðir sem hafa verið stífastir í samningum alla tíð, þeir eru búnir að hanga á þessum krónum síðan 2008. Þeir eru bara búnir að vera í störukeppni við ríkið, og nú eru þeir að vinna hana.“ Þorsteinn telur að peningunum sem um ræðir væri betur varið í nauðsynlegar framkvæmdir á vegum ríkisins: „Þú getur leiðrétt krónu á móti krónu þú getur gert upp við aldraða, þú getur byggt upp nokkur hjúkrunarheimili eða þú getur lagt Reykjanesbraut í heilu og tvöfaldað hana.“ Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðspurður að því hvers vegna þingmenn annarra flokka hefðu ekki af þessu jafn miklar áhyggjur sagði Þorsteinn: „Við vorum þarna að tala við hvorn annan í fjórtán tíma en við vorum alltaf að biðja menn um að koma til okkar og segja okkur að við hefðum rangt fyrir okkur og að þetta væri bara tómt kjaftæði, en það kom enginn. Enginn hélt innblásna ræðu um hvað þetta væri æðislegt eða hvers vegna við ættum að gera þetta.“ „Við höfum allan rétt í þessu máli. Maður selur ekki húseign á 15% undirverði bara vegna þess gaurinn sem þú ert að versla við er í fallegum jakkafötum og kemur vel fyrir. Þú gerir það bara ekki. Við teljum þetta ekki rétt.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon
Mikið hefur verið rætt um rúmlega fjórtán klukkustunda langt málþóf þingmanna Miðflokksins vegna frumvarps um meðferð krónueigna í þinginu í gær nótt. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður flokksins, mætti í viðtal í útvarpsþáttinn Harmageddon í morgun til að skýra hvers vegna þingflokkurinn stóð í þessu umtalaða uppátæki. „Við teljum að þarna sé verið að hlunnfara Íslendinga í því verðmati sem þarna er um að ræða. Þessar krónur eru að fara út á gengi dagsins. Það þýðir að farið verður með 84 þúsund milljónir út úr landinu á genginu 130 í stað þess að fara eftir þeim samningum sem upprunalega voru gerðir og hljóðuðu upp á að krónurnar færu á genginu 190. Þessar krónur voru fastar og við höfðum alla möguleika á að halda þeim þangað til menn gæfust upp og borguðu 190 kallinn.“ Mismuninn þarna á milli segir Þorsteinn vera í kringum 23 milljarðar og að mikið mætti gera fyrir þann pening. Miðflokksmenn hafi að hans sögn viljað fá umræðu um þetta og einhver rök fyrir því hvers vegna fara ætti þessa leið. Þá hafa þingmenn Miðflokksins sagt aðra flokka á þingi hampa vogunarsjóðum með því að hafna ekki umræddu frumvarpi. „Þetta eru þeir vogunarsjóðir sem hafa verið stífastir í samningum alla tíð, þeir eru búnir að hanga á þessum krónum síðan 2008. Þeir eru bara búnir að vera í störukeppni við ríkið, og nú eru þeir að vinna hana.“ Þorsteinn telur að peningunum sem um ræðir væri betur varið í nauðsynlegar framkvæmdir á vegum ríkisins: „Þú getur leiðrétt krónu á móti krónu þú getur gert upp við aldraða, þú getur byggt upp nokkur hjúkrunarheimili eða þú getur lagt Reykjanesbraut í heilu og tvöfaldað hana.“ Miðflokkurinn var áberandi í umræðum um málið en allir níu þingmenn flokksins röðuðu sér á mælendaskránna. Aðspurður að því hvers vegna þingmenn annarra flokka hefðu ekki af þessu jafn miklar áhyggjur sagði Þorsteinn: „Við vorum þarna að tala við hvorn annan í fjórtán tíma en við vorum alltaf að biðja menn um að koma til okkar og segja okkur að við hefðum rangt fyrir okkur og að þetta væri bara tómt kjaftæði, en það kom enginn. Enginn hélt innblásna ræðu um hvað þetta væri æðislegt eða hvers vegna við ættum að gera þetta.“ „Við höfum allan rétt í þessu máli. Maður selur ekki húseign á 15% undirverði bara vegna þess gaurinn sem þú ert að versla við er í fallegum jakkafötum og kemur vel fyrir. Þú gerir það bara ekki. Við teljum þetta ekki rétt.“ Hlustaðu á allt viðtalið við Þorstein í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hver drap Kurt Cobain? Sýnishorn úr nýrri mynd Harmageddon Sannleikurinn: Sigmundur sennilega að ljúga því að stjórnarandstaðan muni ljúga Harmageddon Kóngalífi fagnað í fríríkinu Kristjaníu um helgina Harmageddon Popp gefur Brostinn streng með Lay Low Harmageddon Haim systur á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sadisti í Reykjavík Harmageddon „Listamenn eru ekki að græða neitt“ Harmageddon Arcade Fire á toppi breska breiðskífulistans Harmageddon Sannleikurinn: Íslenskir læknar endast ekkert Harmageddon Ný plata frá Diktu Harmageddon