Malek sagður nálgast samkomulag um að leika Bond-illmenni Birgir Olgeirsson skrifar 27. febrúar 2019 23:32 Rami Malek var valinn besti leikarinn í nýafstaðinni Óskarsverðlaunahátið. Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi. James Bond Óskarinn Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hinn nýbakaði Óskarsverðlaunahafi Rami Malek er sagður nálgast samkomulag um að leika illmennið í næstu James Bond-mynd. Greint er frá þessu á vef Collider en Malek þessi var valinn besti leikarinn á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðinn sunnudag fyrir leik sinn í Bohemian Rhapsody þar sem hann brá sér í gervi tónlistarmannsins goðsagnakennda Freddie Mercury. Áður hafði verið greint frá því á vef Variety að framleiðendur Bond-myndarinnar vildu fá Malek í myndina en að tökuáætlun sjónvarpsþáttanna Mr. Robot, sem Malek er í aðalhlutverki í, stangaðist á við tökur þessar myndar um njósnara hennar hátignar. Collider segist hins vegar hafa heimildir fyrir því að umboðsstofa Maleks hafi náð að semja þannig að hann nái að uppfylla skilyrði beggja verkefna. Collider segir engar lýsingar að finna á þessu væntanlega illmenni en marokkóski leikarinn Said Taghmaoui, sem hefur meðal annars sést í Wonder Woman, hafði áður greint frá því að hann hefði komið til greina í hlutverk illmennisins þegar leikstjórinn Danny Boyle var ennþá viðloðinn verkefnið. Malek er af egypskum uppruna og því er dregin af því ályktun að handrit myndarinnar geri ráð fyrir að illmennið sé manneskja af norður-afrískum uppruna. Lea Seydoux er sögð endurtaka hlutverk sitt úr Bond-myndinni Spectre sem sálfræðingurinn Madeleine Swann og þá munu Naomie Harris, Ben Whishaw og Ralph Fiennes einnig bregða aftur fyrir í þessari Bond-mynd. Um er að ræða 25. Bond-myndina en hún hefur fengið vinnuheitið Shatterhand. Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice. Daniel Craig mun leika James Bond í fimmta sinn en leikstjóri myndarinnar verður Cary Fukunuga. Áður hafði verið greint frá því að íslenska framleiðslufyrirtækið True North hefði fengi vilyrði fyrir risastyrk til að taka hluta myndarinnar upp í Noregi.
James Bond Óskarinn Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Þórdís Lóa brast í söng í pontu Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein