Stofnandi Brauð & Co: „Spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2019 11:30 Eva Laufey og Gústi henti í bollur saman. Ágúst Einþórsson er tveggja barna faðir og bakari sem fann sig aldrei í menntakerfi landsins og tók snemma upp á því að fara sínar eigin leiðir. Hann stefndi ekki beint að því að verða bakari og það má segja að hann hafi fyrir algjöra tilviljun farið í bakaranám í Danmörku og í kjölfarið kynntist hann súrdeigi sem hann segir hafi breytt lífi sínu. Gústi segir ýmis ævintýri hafa leitt til þess að hann opnaði eitt farsælasta bakarí landsins, Brauð&Co sem nýtur mikilla vinsælda og við báðum Gústa um að sýna okkur réttu handtökin við bollugerð þar sem bolludagurinn er rétt handan við hornið. „Fólk er hrædd við að baka vatnsdeigsbollur því þær lyfta sér aldrei og fólk kann það ekki,“ segir Gústi sem sýndi Evu Laufey hvernig eigi að baka vatnsdeigsbollur í Íslandi í dag í gær. Gústi segir það á allra færi að baka ljúffengar vatndeigsbollur en hann sýður smjör og vatn saman, bætir síðan hveiti saman við og ristar vel í pottinum. Færir síðan deigið í hræriðvél og bætir eggjum saman við einu í einu en hvernig kom það til að hann fór að læra bakarann? Fékk ókeypis kleinuhring „Ég fór í starfsþjálfun í bakaríinu á Egilsstöðum og ég fór bara í þetta því ég vissi að ég myndi fá kleinuhring eftir vaktina. Þetta var í níunda eða tíunda bekk. Það var ekki það að ég hafði einhvern áhuga að fara baka þar. Svo fæ ég vinnu þar yfir sumarið og var ekkert endilega á leiðinni í skóla, enda ekki mikill menntamaður. Ég ætlaði alltaf að verða kokkur þangað til ég áttaði mig á því hvað ég þyrfti að læra í íslensku og stærðfræði.“ Það er óhætt að segja að það hafi verið býsna góð ákvörðun hjá Gústa að skella sér í námið sem átti eftir að opna nýjar dyr og ný ævintýri en hann fékk einn daginn þá hugmynd að opna Brauð&Co. „Þú þarft að vera eitthvað ruglaðir til að nenna að vakna á nóttinni. Það sem gerist er að ég fer að vinna hjá vini mínum og þar eru þeir að baka þessi fínu súrdeigsbrauð úti í Danmörku, og þá áttaði ég mig á því að það væri hægt að gera eitthvað mjög næs og fólk er tilbúið að kaupa það á hverjum einasta degi og þar kviknar hugmyndin að Brauð&Co. Við förum að stað að opna á Frakkastígnum og það spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður.“ Velgengni Brauð&Co fór fram úr björtustu vonum og það var þannig að loka þurfti bakaríinu snemma fyrsta mánuðinn þar sem bakararnir höfðu ekki undan að baka því allt kláraðist úr hillunum. Bakaríið hefur stækkað ört á undanförnum árum og það er því augljóst að Íslendingar eru sólgnir í súrdeigsbaksturinn hans Gústa en bakaríin eru í dag orðin fimm talsins. Bakaríið hefur svo sannarlega slegið í gegn og það er auðvitað forvitnilegt að vita hver sé galdurinn á bakvið gott bakarí? „Þetta bara einfaldleiki og heiðarleiki. Ég held að aðalgaldurinn er að við erum að nota sérstakt salt sem er ekki jafn salt og venjulegt salt. Það kemur því aðeins öðruvísi bragð af brauðinu og kannski þess vegna sem þau eru svona góð.“ Gústi töfraði fram vatnsdeigsbollur og fyllingarnar eru heldur betur í betri kantinum, en það er að sjálfsögðu rjómi, súkkulaðikrem, mandarínu marmelaði, karamellusósa, lakkrískúlur og annað góðgæti en Gústi segir að fólk eigi að vera duglegt að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og vera óhrædd við að prófa nýjar fyllingar í bollur. Vatnsdeigsbollur 8-10 stykkiHráefni100g smjör 2dl vatn 110g hveiti 3 stór eggFylling Rjómi, þurrkuð hindber, niðursoðin mjólk sem varð að karamellusósu, súkkulaði-ganas, omnom kúlur og marmelaði.AðferðHitið ofninn í 200°C og blástur. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í tvær mínútur. Sigtið hveiti út í, takið pottinn af hitanum og hrærið mjög vel í deiginu. Leyfið deiginu að kólna í 4 mínútur. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollurnar á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma bollurnar. Bakið við 200°C í 25 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Kælið mjög vel áður en þið fyllið þær sem gómsætum fyllingum. Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Ágúst Einþórsson er tveggja barna faðir og bakari sem fann sig aldrei í menntakerfi landsins og tók snemma upp á því að fara sínar eigin leiðir. Hann stefndi ekki beint að því að verða bakari og það má segja að hann hafi fyrir algjöra tilviljun farið í bakaranám í Danmörku og í kjölfarið kynntist hann súrdeigi sem hann segir hafi breytt lífi sínu. Gústi segir ýmis ævintýri hafa leitt til þess að hann opnaði eitt farsælasta bakarí landsins, Brauð&Co sem nýtur mikilla vinsælda og við báðum Gústa um að sýna okkur réttu handtökin við bollugerð þar sem bolludagurinn er rétt handan við hornið. „Fólk er hrædd við að baka vatnsdeigsbollur því þær lyfta sér aldrei og fólk kann það ekki,“ segir Gústi sem sýndi Evu Laufey hvernig eigi að baka vatnsdeigsbollur í Íslandi í dag í gær. Gústi segir það á allra færi að baka ljúffengar vatndeigsbollur en hann sýður smjör og vatn saman, bætir síðan hveiti saman við og ristar vel í pottinum. Færir síðan deigið í hræriðvél og bætir eggjum saman við einu í einu en hvernig kom það til að hann fór að læra bakarann? Fékk ókeypis kleinuhring „Ég fór í starfsþjálfun í bakaríinu á Egilsstöðum og ég fór bara í þetta því ég vissi að ég myndi fá kleinuhring eftir vaktina. Þetta var í níunda eða tíunda bekk. Það var ekki það að ég hafði einhvern áhuga að fara baka þar. Svo fæ ég vinnu þar yfir sumarið og var ekkert endilega á leiðinni í skóla, enda ekki mikill menntamaður. Ég ætlaði alltaf að verða kokkur þangað til ég áttaði mig á því hvað ég þyrfti að læra í íslensku og stærðfræði.“ Það er óhætt að segja að það hafi verið býsna góð ákvörðun hjá Gústa að skella sér í námið sem átti eftir að opna nýjar dyr og ný ævintýri en hann fékk einn daginn þá hugmynd að opna Brauð&Co. „Þú þarft að vera eitthvað ruglaðir til að nenna að vakna á nóttinni. Það sem gerist er að ég fer að vinna hjá vini mínum og þar eru þeir að baka þessi fínu súrdeigsbrauð úti í Danmörku, og þá áttaði ég mig á því að það væri hægt að gera eitthvað mjög næs og fólk er tilbúið að kaupa það á hverjum einasta degi og þar kviknar hugmyndin að Brauð&Co. Við förum að stað að opna á Frakkastígnum og það spurðu allir hvort ég væri eitthvað ruglaður.“ Velgengni Brauð&Co fór fram úr björtustu vonum og það var þannig að loka þurfti bakaríinu snemma fyrsta mánuðinn þar sem bakararnir höfðu ekki undan að baka því allt kláraðist úr hillunum. Bakaríið hefur stækkað ört á undanförnum árum og það er því augljóst að Íslendingar eru sólgnir í súrdeigsbaksturinn hans Gústa en bakaríin eru í dag orðin fimm talsins. Bakaríið hefur svo sannarlega slegið í gegn og það er auðvitað forvitnilegt að vita hver sé galdurinn á bakvið gott bakarí? „Þetta bara einfaldleiki og heiðarleiki. Ég held að aðalgaldurinn er að við erum að nota sérstakt salt sem er ekki jafn salt og venjulegt salt. Það kemur því aðeins öðruvísi bragð af brauðinu og kannski þess vegna sem þau eru svona góð.“ Gústi töfraði fram vatnsdeigsbollur og fyllingarnar eru heldur betur í betri kantinum, en það er að sjálfsögðu rjómi, súkkulaðikrem, mandarínu marmelaði, karamellusósa, lakkrískúlur og annað góðgæti en Gústi segir að fólk eigi að vera duglegt að leyfa hugmyndafluginu að njóta sín og vera óhrædd við að prófa nýjar fyllingar í bollur. Vatnsdeigsbollur 8-10 stykkiHráefni100g smjör 2dl vatn 110g hveiti 3 stór eggFylling Rjómi, þurrkuð hindber, niðursoðin mjólk sem varð að karamellusósu, súkkulaði-ganas, omnom kúlur og marmelaði.AðferðHitið ofninn í 200°C og blástur. Setjið vatn og smjör í pott og látið suðuna koma upp, sjóðið í tvær mínútur. Sigtið hveiti út í, takið pottinn af hitanum og hrærið mjög vel í deiginu. Leyfið deiginu að kólna í 4 mínútur. Bætið eggjum saman við, einu í einu, og þeytið vel á milli. Setjið deigið í sprautupoka og sprautið bollurnar á pappírsklædda bökunarplötu en það má auðvitað nota skeiðar til þess að forma bollurnar. Bakið við 200°C í 25 mínútur, það er mikilvægt að opna ekki ofninn fyrstu 15 mínúturnar af bökunartímanum því þá er hætta á að bollurnar falli. Kælið mjög vel áður en þið fyllið þær sem gómsætum fyllingum.
Uppskriftir Vatnsdeigsbollur Tengdar fréttir Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45 Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Íslenskur Taskmaster kemur í vor Bíó og sjónvarp Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Leikjavísir Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Tíska og hönnun Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Fleiri fréttir „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Sjá meira
Reykjandi bakarinn á Hróarskeldu rekur vinsælasta bakarí landsins Bakarinn Ágúst Einþórsson rekur Brauð & Co sem er samkvæmt TripAdvisor vinsælasta bakarí landsins. Ágúst hélt fyrirlestur á opnum fundi Félags atvinnurekenda. 17. febrúar 2019 07:45