„Minnka þarf líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2019 20:27 Björgunarsveitarmenn við leit í Ölfusá í dag. Vísir/JóiK Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar tekur undir þær áhyggjur lögreglumanna á Suðurlandi að Ölfusá sé of opin og of aðgengileg en á um tveimur árum hefur þremur bílum verið ekið í Ölfusá.Sjá einnig: Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ÖlfusáGísli segir í samtali við fréttastofu að málið hafi ekki verið rætt innan stjórnkerfisins frá því atvikið kom upp í gær en að klárlega þurfi að skoða til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að takmarka aðgengi að ánni og minnka áhættuna á því að bílar fari í ána.Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Mynd af vef ÁrborgarStórhættulegt og vatnsmikið fljót Gísli segir að Ölfusá sé stórhættulegt og vatnsmikið fljót. Margir af hættulegustu stöðunum eru nálægt þéttbýlinu til dæmis í kringum Hótel Selfoss og Selfosskirkju. Hann segir að hugsanlega væri of mikið verk að hindra aðgengi að ánni á öllum stöðum en klárlega þyrfti að skoða ákveðna staði í kringum þéttbýlið. Hann segir að finna þurfi leið til að minnka líkurnar á að svona atburðir geti endurtekið sig. Gísli segir að málið verði tekið upp á vettvangi bæjarráðs og síðar bæjarstjórnar sem fyrst. Fyrir um áratug var sett um vegrið meðfram veginum um Árveg austan við Ölfusbrú einmitt til þess að varna því að bílar færu í Ölfusá. Var það gert eftir slíkan atburð.Björgunarsveitarmenn vaða Ölfusá neðan við Selfossflugvöll í dag.Vísir/JóiK
Árborg Sveitarstjórnarmál Umferðaröryggi Tengdar fréttir Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21 Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56 Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51 Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51 Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Fleiri fréttir Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar Sjá meira
Um 100 manns leita að fimmtugum manni við Ölfusá Leitarsvæðið í og við Ölfusá verður allt leitað tvisvar í dag. 26. febrúar 2019 14:21
Dregið úr leit í Ölfusá í nótt Tæplega 100 björgunarsveitarmenn hafa leitað í kvöld en auk þeirra áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar, slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og frá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands ásamt lögreglumönnum. 26. febrúar 2019 01:56
Reyna að púsla saman atburðarásinni við Ölfusá Lögreglan reynir nú að púsla því saman hvað gerðist í gærkvöldi þegar bíll fór út í Ölfusá við Selfoss en talið er að einn maður hafi verið um borð í bílnum. 26. febrúar 2019 11:51
Erfiðar aðstæður til leitar við Ölfusá vegna veðurs Björgunarsveitir og lögregla hafa hafið leit á ný við Ölfusá eftir að dregið var úr henni í nótt. 26. febrúar 2019 08:51
Vilja skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að Ölfusá Formlegri leit að Páli Mar Guðjónssyni, sem leitað hefur verið að í Ölfusá í dag og í gær, hefur verið hætt í dag. Lögreglan vill skoða hvort loka þurfi fyrir aðgengi að ánni. 26. febrúar 2019 19:15