Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Kjartan Kjartansson skrifar 26. febrúar 2019 14:05 Ramos sýnir myndbandið sem fór svo fyrir brjóstið á Maduro forseta. Vísir/AP Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga. Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Hópi fréttamanna frá bandarísku sjónvarpsstöðinni Univision verður vísað frá Venesúela eftir að honum var haldið í skamman tíma í forsetahöllinni. Nicolas Maduro, forseti, er sagður hafa reiðst við spurningar sem fréttamaður stöðvarinnar bar upp við hann. Univision er spænskumælandi sjónvarpsstöð. Jorge Ramos, einn reyndasti fréttamaður stöðvarinnar, fékk viðtal við Maduro í forsetahöllinni í gær. Stöðin segir að Ramos og fimm manna tökuliði hafi verið haldið í meira en tvær klukkustundir í Miraflores-höllinni eftir að Maduro lýsti óánægju með spurningarnar. Ramos sagði að hópsins hefði beðið vopnaðir leyniþjónustumenn þegar hann kom aftur upp á hótelið sitt.Reuters-fréttastofan segir að Ramos hafi spurt Maduro um skort á lýðræði í Venesúela, pyntingar á pólitískum föngum og mannúðarneyðarástand í landinu. Maduro hafi stöðvað viðtalið þegar Ramos sýndi honum myndband af ungu fólki að borða aftan úr ruslabíl. „Þeir lögðu hald á allan búnaðinn okkar. Þeir eru með viðtalið,“ sagði Ramos við fréttamenn. Þeim hefði verið sagt að þeim yrði vísað úr landi í dag. Upplýsingamálaráðherra Venesúela segir að ríkisstjórnin hafi tekið við hundruðum fréttamanna í forsetahöllinni en að hún hafi ekki verið tilbúin að líða „ódýrar sýningar“ sem hafi verið settar á svið með hjálp bandaríska utanríkisráðuneytisins. Maduro hefur sakað Bandaríkjastjórn um að leggja á ráðin um valdarán í landinu. Efnahagur Venesúela er rjúkandi rúst en ríkisstjórn Maduro hefur reynt að koma í veg fyrir að sendingar á neyðargögnum frá erlendum ríkis berist inn í landið. Hersveitir hans hafa meðal annars skotið á stjórnarandstæðinga.
Fjölmiðlar Venesúela Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira