Spá ofsaveðri í byljóttri suðvestanátt Jóhann K. Jóhannsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 25. febrúar 2019 14:18 Eins og sjá má eru veðurviðvaranir í gildi um nánast allt land. veðurstofa íslands Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn. Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Veðurstofan spáir að ofsaveður gangi yfir hluta landsins á morgun og varar við að foktjón geti orðið í þéttbýli á norðan- og austanverðu landinu. Þá má gera ráð fyrir truflun á samgöngum. Appelsínugular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Norðausturland, Austurland, Austfirði og Suðausturland auk miðhálendisins að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings. „Þar erum við að spá vindi upp í allt að 30 metra á sekúndu og vindhviður um og yfir 50 metrar á sekúndu staðbundið þannig að þetta er vonskuveður sem er að ganga yfir. Það byrjar þá í fyrramálið og stendur megnið af deginum á morgun,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir mögulega hættu á foktjóni þegar vindur nær þeim styrk sem spáð er. „Já, vissulega. Við erum með þéttbýlisstaði þarna á Norður- og Austurlandi, Akureyri og Egilsstaði, það má reikna með foktjóni, við getum ekkert dregið fjöður yfir það.“ Auk þess má gera ráð fyrir hvassvirði á Norðvesturlandi og Suðurlandi og verða gular veðurviðvaranir í gildi þar á morgun. „Það gengur eiginlega mjög hægt yfir á morgun. Það er ekki fyrr en undir kvöld sem það fer að draga úr því á austanverðu landinu.“ Þorsteinn segir að veðrið á morgun þar sem það verður verst vera byljótt. Hvassviðrið gæti náð til höfuðborgarsvæðisins. „Suðvestanáttin er mjög slæm víða þarna, til dæmis við Eyjafjörðinn, á Austurlandi og Austfjörðum. Hún verður mjög byljótt þegar hún steypist af fjöllunum og niður í þéttbýlið. Það þarf ekki miklu að muna ef lægðin fer aðeins vestar þá kemur hvassviðrið og stormurinn yfir höfuðborgarsvæðið líka,“ segir Þorsteinn.En fylgir þessu einhver ofankoma? „Það er nú aðallega rigning og talsverð rigning á sunnaverðu landinu, Suðausturlandi og Austfjörðum á morgun. Svo kólnar annað kvöld en þetta er mest bara rigning á láglendi.“Gerið þið ráð fyrir því að þetta komi til með að hafa áhrif á samgöngur? „Já, við gerum ráð fyrir því. Flugsamgöngur allavega innanlands eru svona frekar í uppnámi myndi ég segja fyrir morgundaginn,“ segir Þorsteinn.
Veður Tengdar fréttir Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Hviður allt að 50 metrum á sekúndu Veðurstofan varar við stormi víða um land í kvöld, nótt og á morgun. Kröpp lægð nálgast nú landið og gengur yfir í nótt en í kjölfar hennar gengur hann í suðvestan storm eða rok þar sem búast má við að hviður geti náð allt að 50 metrum á sekúndu á stöku stað. 25. febrúar 2019 07:30