Sjáðu mjög flotta Nike auglýsingu um „brjálaðar“ íþróttakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 09:30 Serena Williams. Getty/Quinn Rooney Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019 Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira
Íþróttakonur heimsins fengu sviðsljósið og öflug hvatningarorð í nýjustu auglýsingu Nike sem var frumsýnd í sjónvarpsútsendingunni frá Óskarsverðlaunum í Bandaríkjunum í nótt. Tenniskonan Serena Williams fór þar yfir stöðu þeirra íþróttakvenna sem ruddu brautina en þessi sigursæla tenniskona hefur verið andlit íþróttavöruframleiðandans Nike um nokkurn tíma. Auglýsingin er mjög vel heppnuð en þar eru teknar fyrir þær íþróttakonur sem hafa brotið niður múra, sameinað fólk í gegnum íþróttir og með því haft mikil áhrif á næstu kynslóðir íþróttakvenna.Show them what crazy dreams can do. #justdoitpic.twitter.com/3fo2XMVkBT — Nike (@Nike) February 24, 2019 Serena fer með áhrifamikinn texta í auglýsingunni á meðan við sjáum frægar myndir af afrekum kvenna í íþróttasögunni. Þar á meðal eru WNBA-körfuboltakonan Lisa Leslie, fimleikakonan Simone Biles, knattspyrnukonan Alex Morgan, aðstoðarþjálfari San Antonio Spurs, Becky Hammon og skylmingakonan Ibtihaj Muhammad, „Ef við sýnum tilfinningar þá erum við dramatískar, ef við viljum spila á móti körlum þá erum við klikkaðar og ef okkur dreymir um jöfn tækifæri þá erum við blekkja okkur sjálfar,“ segir Serena Williams í auglýsingunni. „Ef við erum of góðar þá er eitthvað að okkur. Þegar við verðum reiðar þá erum við móðursjúkar, órökrænar eða bara hreinlega brjálaðar,“ segir Serena en heldur áfram: „Það þótti brjálæði þegar kona ætlaði að hlaupa maraþon, það var brjálæði þegar kona ætlaði að keppa í hnefaleikum, kona sem treður boltanum í körfuna, brjálæði, kona að þjálfa NBA-lið, brjálæði, kona sem keppir í hettuslæðu, kona sem breytti íþróttinni sinni, kona sem lendir ofurstökki eða kona sem vinnur 23 risatitla, eignast barn en vill samt koma til baka fyrir meira. Brjálæði, brjálæði, brjálæði og brjálæði,“ segir Serena. „Ef þeir vilja brjálæði, þá skulum við sýna þeim hvað brjálaðar íþróttakonur geta gert,“ sagði Serena. Það má sjá þessa flottu auglýsingu hér fyrir neðan.JUST IN: A look at Nike’s “Dream Crazier” spot that will debut during tonight’s #Oscars . Narrated by @serenawilliams, the spot shines a spotlight on female athletes who have broken barriers, brought people together through the power of sport, and inspired generations. pic.twitter.com/mAnz7ERSga — Front Office Sports (@frntofficesport) February 24, 2019
Íþróttir Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Íslenski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn NFL stjarna lést í fangaklefa Sport Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Barcelona - Olympiacos | Upphitun fyrir El Clásico NFL stjarna lést í fangaklefa Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Thelmu tókst ekki að framkvæma Aðalsteinsdóttur: „Svona eru fimleikar“ Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Sjá meira