Hafi náð nýjum lægðum með því að draga starfsfólk inn í umræðuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 14:21 Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk. Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, segir það vera til marks um málefnafátækt þegar kjörnir fulltrúar fari með ásakanir á hendur opinberra starfsmanna í fjölmiðla. Þetta sagði Hanna Katrín sem var á meðal gesta í Vikulokunum á Rás 1 í morgun en til umfjöllunar var meðal annars starfsumhverfið á Alþingi og í borgarstjórn. Það komst í hámæli þegar Stefán Eiríksson, borgarritari Reykjavíkurborgar, lýsti framgöngu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn gagnvart starfsfólki borgarinnar.Sjá nánar: Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Stjórn starfsmannafélags Ráðhúss Reykjavíkur hefur formlega óskað eftir því að starfsfólkið fái frið til að vinna vinnuna sína án þess að störf þess séu gerð tortryggileg og án þess að vera blandað í stjórnmálaumræðu. Í frétt RÚV kom fram að uppsagnir tveggja starfsmanna Reykjavíkurborgar á yfirstandandi kjörtímabili megi rekja beint til starfsumhverfisins í ráðhúsinu. Hanna Katrín segist hreinlega verða döpur þegar hún hugsi um þann farveg sem málin eru komin í. Betra væri að leysa málin sín á milli, sé þess þörf, í stað þess að: „hlaupa með gaspur og órökstuddar ásakanir í fjölmiðla með hótun um lögsóknir og annað. Þetta er bara svo galið að beita svona aðferðum. Hóta fólki út og suður með mannorðsmissi varðandi starfsöryggi og annað. Við verðum einfaldlega að stoppa þessa þróun og beina fólki sem telur sig eiga einhverra harma að herna í eðlilegan farveg með sín mál.“ Hanna Katrín segir að hér áður fyrr hefðu kannski nokkrir kjörnir fulltrúar freistast til að grípa til þess ráðs að blanda starfsfólki inn í pólitíska umræðu en munurinn sé sá að í dag sé þessi nálgun orðin kerfisbundin, að því er henni virðist. „Í mínum huga lýsir þetta fullkominni málefnafátækt þeirra sem grípa til þessarar orðræðu – punktur – vegna þess að þannig fá þeir athygli og ef málefnin eru ekki til staðar til að fá athygli út á þá er farið þessa leið,“ segir Hanna Katrín.Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að það sé mjög varhugarverð þróun að blanda opinberum starfsmönnum, sem geti ekki varið sig, inn í umræðuna.Vísir/EgillGeta ekki borið hönd fyrir höfuð sér Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, tók undir með Hönnu Katrín og bætti við að lögum samkvæmt geti opinberir starfsmenn ekki varið sig út á við og þess vegna séu árásirnar enn ómaklegri fyrir vikið. „Viðkomandi starfsmenn geta aldrei tjáð sig eða varið sig með sama hætti. Kjörnir fulltrúar eru að ganga fram með óbilgirni, ósannmæli og svo framvegis,“ segir Rósa Björk.
Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04 Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30 Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Óska eftir vinnufriði í kjölfar færslu borgarritara Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn starfsmannafélagsins sem send var fjölmiðlum í dag. 22. febrúar 2019 16:04
Finnst Stefán Eiríksson vera að lýsa sjálfum sér með eiturummælum Eyþór Arnalds, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ummæli Stefáns Eiríkssonar borgarritara óheppileg. Stefán lét ummælin falla í gær á lokuðum Facebook-vef sem starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa aðgang að. 22. febrúar 2019 11:30
Stefán segist aldrei hafa upplifað annað eins ástand Stefán Eiríksson, borgarritari, sagði starfsmenn Reykjavíkurborgar ekki eiga að þurfa að sæta því að talað sé til þeirra með niðrandi hætti, gert sé lítið úr störfum þeirra og ýmislegt annað sem hafi verið gert. 23. febrúar 2019 12:07