Bæjarstjóri skaut að lögregluþjónum í Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 23. febrúar 2019 13:42 Frá æfingu lögregluþjóna í Flórída. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AP/Omar Ricardo Aquije Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Dale Glen Massad, bæjarstjóri Port Richey í Flórída, skaut á fimmtudaginn á sérsveit lögreglunnar sem komin var að heimili bæjarstjórans. Lögregluþjónar voru þangað komnir til að handtaka Massad fyrir að stunda lækningar, þar á meðal skurðaðgerð, án réttinda. Chris Nocco, fógeti, segir Massad hafa skotið tveimur skotum að lögregluþjónum áður en hann var handtekinn. Engan sakaði þó en Massad hefur verið ákærður fyrir tvær tilraunir til manndráps.Samkvæmt Washington Post kynntu lögregluþjónar sig og bönkuðu hjá Massad. Þá reyndu þeir að brjóta niður hurðina og skjóta hana af lömunum en uppgötvuðu að hún opnaðist út á við. Eftir að þeir heyrðu tvo skothvelli fóru þeir aftur að bílum sínum og sáu Massad í glugga á efri hæð hússins. Þar stóð hann með byssu í einni hendi og síma í henni. Lögregluþjónarnir réðust aftur til atlögu og handtóku Massad, sem samkvæmt fógetanum lýsti því yfir að hann ætlaði ekki aftur í fangelsi. Lögregluþjónar töldu sig vissa um að Massad væri undir áhrifum fíkniefna þegar þeir réðust til atlögu og hafði hann einnig nýverið verið handtekinn vegna heimiliserja. „Hann er heppinn að vera ekki dáinn,“ sagði Nocco. „Þegar einhver segir að hann ætli sér ekki aftur í fangelsi endar það yfirleitt með skothríð, þeir reyni að flýja eða reyni að fá lögregluþjóna til að skjóta sig. Massad var læknir á árunum 1977 til 1992 en skilaði inn réttindum sínum eftir að þriggja ára sjúklingur hans dó. Samkvæmt Washington Post gaf hann barninu Valíum, án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri í þessu tilfelli, og leyfði tannlækni að gefa barninu svefnlyf, aftur án þess að kanna hver leyfilegur skammtur væri. Barnið dó vegna of stórra skammta. Þá var hann kosinn bæjarstjóri í kosningum árið 2015. Einungis 27 prósent kjósenda í Port Richey, þar sem um 2.600 manns búa, greiddu atkvæði og Massad fékk í heildina 182 atkvæði. Hann sigraði tvo aðra frambjóðendur. Massad og þáverandi kærasta hans voru handtekin í ágúst, vegna heimiliserja, en lögregluþjónar höfðu þá verið kallaðir fjórum sinnum til heimilis þeirra á fáeinum mánuðum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira