Ákváðu að ganga í Miðflokkinn í gær Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 16:08 Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn. Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, segir að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi ákveðið að ganga í Miðflokkinn í gær. Í samtali við Vísi leggur Ólafur mikla áherslu á það að þeir Karl Gauti hafi verið af fullum heilindum í Flokki fólksins áður en þeir voru reknir úr flokknum í nóvember síðastliðnum í kjölfar Klaustursmálsins. Spurður út í það hvers vegna þeir félagar gangi í Miðflokkinn segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. Annars vegar málefnaleg samstaða og svo hitt sem snýr að því að vera þingmenn utan flokka, eins og þeir Karl Gauti hafa verið síðustu þrjá mánuði eða svo. „Hafandi lent í þeirri stöðu að vera þingmenn utan flokka þá höfum við kynnst því að það er ekki heppileg staða og við lítum á það sem okkar skyldu að haga okkar störfum með þeim hætti að þau geti verið sem árangursríkust til þess að ná fram þeim málefnum sem kjósendur treysta okkur fyrir,“ segir Ólafur.„Það var ekkert fararsnið á okkur“ Á Klaustursupptökunum má meðal annars heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, fara afar ófögrum orðum um Ingu Sæland, formann Flokks fólksins. Þá heyrist hann einnig hvetja þá Ólaf og Karl Gauta til þess að ganga í Miðflokkinn. Því hefur þar af leiðandi verið haldið á lofti í umræðunni undanfarna mánuði að það hafi alltaf staðið til hjá þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í Miðflokkinn. Aðspurður hvort þeir hafi verið byrjaðir að hugsa sér til hreyfings áður en Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar segir Ólafur: „Við vorum af fullum heilindum í þeim flokki sem við vorum í og beittum okkur mjög fyrir málefnum þess flokks. Það sem liggur eftir þennan flokk eru mál sem við höfum lagt fram. Það var ekkert fararsnið á okkur.“ Þá segir hann jafnframt að hvorki hann né Karl Gauti hafi átt frumkvæði að því að hitta Miðflokksmenn á Klaustur bar.Vilja að kosið verði aftur í nefndir þingsins Með komu þeirra Karls Gauta og Ólafs í Miðflokkinn er flokkurinn orðinn stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á Alþingi með níu þingmenn. Ólafur segir að þetta geti kallað á endurskipulagningu í nefndum þingsins og í bréfi sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, sendir til allra flokksmanna og fjallað er um á mbl.is kemur einmitt fram að hann muni fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis. Þá er meðal annars spurning hvort að flokkurinn fari fram á nefndarformennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í krafti stærðar sinnar en Samfylkingin fer nú með formennsku í nefndinni þar sem flokkurinn var áður stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn.
Alþingi Flokkur fólksins Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir „Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34 Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra „Ekkert um Úkraínu án Úkraínu“ Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
„Þá verða bara fleiri flibbakallar í Miðflokknum“ Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir það ekki hafa komið sér á óvart að Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi gengið í Miðflokkinn. 22. febrúar 2019 15:34
Karl Gauti og Ólafur gengnir til liðs við Miðflokkinn Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingmönnunum. 22. febrúar 2019 14:25