Dómstóll í Eskilstuna í Svíþjóð hefur dæmt 22 ára karlmann í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir stuld á konungsdjásnum úr Dómkirkjunni í Strängnäs síðasta sumar.
Málið vakti mikla athygli eftir að þjófurinn laumaði sér inn í dómkirkjuna síðasta dag júlímánuðar og greip með sér tvær kórónur og veldissprota.
Athygli gesta dómkirkjunnar beindist á meðan að sýningu sem fram fór á torginu fyrir framan kirkjuna. Flúði maðurinn úr kirkjunni á hjóli og síðar á sjósleða út á vatnið Mälaren. Hann játaði sök fyrir dómi.
Munirnir eru frá upphafi sautjándu aldar úr valdatíð Karls níunda Svíakonungs og Kristínar eldri. Djásnin fundust í ruslatunnu í úthverfi Stokkhólms, en orðið „BOMB“ (í. sprengja) stók á tunnunni.
Skemmdir höfðu verið unnar á veldissprotanum, en verðmæti djásnanna er talið um 65 milljónir sænskra króna, um 860 milljónir íslenskra.
