Ekki fallist á endurupptöku shaken baby-máls Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2019 09:00 Sigurður Guðmundsson og sambýliskona hans Sigrún Jóna Guðmundsdóttir í Hæstarétti í lok janúar. Vísir/vilhelm Hæstiréttur féllst í dag á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptöku á hinu svokallaða „shaken baby“-máli. Kostnaður var greiddur alfarið úr ríkissjóði. Verjandi ákærða segir miður að ekki fáist efnisleg niðurstaða í málið. Hann hefur ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Sigurður Guðmundsson fékk 18 mánaða fangelsisdóm í upphafi aldarinnar fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi.Ákæruvaldið lagði fram tvíþætta frávísunarkröfu, þegar munnlegur málflutningur fór fram þann 30. janúar síðastliðinn, sem hvíldi bæði á form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Í fyrsta lagi taldi saksóknari að ákvörðun endurupptökunefndar hafi verið röng á sínum tíma og skilyrði til endurupptöku hafi ekki verið uppfyllt. Ekkert nýtt hefði komið fram í máli Dr. Squier, sem þar að auki hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur“ og brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður. Vitnisburður hennar hafi því ekki verið til þess fallinn að réttlæta endurupptöku.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á hér fyrir neðan. Það var tekið 30. janúar, daginn sem munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti. Hvorugt þeirra mætti í Hæstarétt í dag.Í öðru lagi væri það mat ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Með ákvörðun sinni hafi endurupptökunefnd fellt úr gildi fyrri dóm, sem aðeins sé á færi dómstóla. Réttast væri því að vísa málinu frá að mati saksóknara. Væri málinu ekki vísað frá krafðist saksóknari til vara að dómur héraðsdóms, sem fól í sér sakfellingu fyrir manndráp af gáleysi, yrði staðfestur og að Sigurði yrði gert að greiða allan sakarkostnað. Verjandi Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, var að vonum ósammála ákæruvaldinu og fór fram á að Hæstiréttur hafnaði frávísunarkröfunni. Hann rak í löngu máli þá afstöðu sína að engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið, „shaken baby syndrome,“ sé yfirhöfuð til. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist heilkennisins, auk þess sem það var mat Sveins að vitnisburður Dr. Squire hnekkti niðurstöðum krufningarinnar. Því mætti tvímælalaust flokka faglegt mat hennar sem nýjar upplýsingar og því væri það eina í stöðunni að taka málið upp aftur. Þegar fréttastofa ræddi við Svein eftir úrskurð Hæstaréttar hafði honum ekki tekist að kynna sér niðurstöðuna ítarlega. Hann gerði þó ráð fyrir að málinu hafi verið vísað frá vegna fyrrnefnds formgalla. Næstu skref verði að setjast yfir niðurstöðuna og kanna hvaða úrræði séu í stöðunni. Það sé ekki loku fyrir það skotið að reynt verði að fara aftur fram á endurupptöku. Vísir fylgdist með munnlegum málflutningi saksóknara og Sveins Andra fyrir Hæstarétti í lok janúar. Frekari fréttir af málinu má nálgast hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sveins Andra. Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Hæstiréttur féllst í dag á kröfu saksóknara um að vísa frá endurupptöku á hinu svokallaða „shaken baby“-máli. Kostnaður var greiddur alfarið úr ríkissjóði. Verjandi ákærða segir miður að ekki fáist efnisleg niðurstaða í málið. Hann hefur ekki lagt árar í bát, þrátt fyrir niðurstöðu Hæstaréttar í dag. Sigurður Guðmundsson fékk 18 mánaða fangelsisdóm í upphafi aldarinnar fyrir að hafa hrist 9 mánaða gamlan dreng, sem hann hafði í daggæslu, með þeim afleiðingum að drengurinn lést. Fallist var á endurupptöku málsins árið 2015 og vó þar þyngst matsgerð bresks sérfræðings, dr. Waney Squier, sem taldi dánarorsök drengsins óljósa og engin ótvíræð gögn liggja fyrir um högg eða önnur merki um áverka sem hefðu getað orsakast af harkalegum hristingi.Ákæruvaldið lagði fram tvíþætta frávísunarkröfu, þegar munnlegur málflutningur fór fram þann 30. janúar síðastliðinn, sem hvíldi bæði á form- og efnisgalla á úrskurði endurupptökunefndar. Í fyrsta lagi taldi saksóknari að ákvörðun endurupptökunefndar hafi verið röng á sínum tíma og skilyrði til endurupptöku hafi ekki verið uppfyllt. Ekkert nýtt hefði komið fram í máli Dr. Squier, sem þar að auki hafi borið á borð „lítt rökstuddar getgátur“ og brugðist hlutverki sínu sem óhlutdrægur matsmaður. Vitnisburður hennar hafi því ekki verið til þess fallinn að réttlæta endurupptöku.Ítarlegt viðtal við Sigurð og sambýliskonu hans, Sigrúnu Jónu Sigmarsdóttur, má horfa á hér fyrir neðan. Það var tekið 30. janúar, daginn sem munnlegur málflutningur fór fram í Hæstarétti. Hvorugt þeirra mætti í Hæstarétt í dag.Í öðru lagi væri það mat ákæruvaldsins að endurupptökunefndin hafi farið út fyrir valdsvið sitt. Með ákvörðun sinni hafi endurupptökunefnd fellt úr gildi fyrri dóm, sem aðeins sé á færi dómstóla. Réttast væri því að vísa málinu frá að mati saksóknara. Væri málinu ekki vísað frá krafðist saksóknari til vara að dómur héraðsdóms, sem fól í sér sakfellingu fyrir manndráp af gáleysi, yrði staðfestur og að Sigurði yrði gert að greiða allan sakarkostnað. Verjandi Sigurðar, Sveinn Andri Sveinsson, var að vonum ósammála ákæruvaldinu og fór fram á að Hæstiréttur hafnaði frávísunarkröfunni. Hann rak í löngu máli þá afstöðu sína að engar hlutlausar sannanir hafi verið lagðar fram um að heilkennið, „shaken baby syndrome,“ sé yfirhöfuð til. Þúsundir leitarniðurstaðna á netinu sýni fram á að fræðimenn takist á um tilvist heilkennisins, auk þess sem það var mat Sveins að vitnisburður Dr. Squire hnekkti niðurstöðum krufningarinnar. Því mætti tvímælalaust flokka faglegt mat hennar sem nýjar upplýsingar og því væri það eina í stöðunni að taka málið upp aftur. Þegar fréttastofa ræddi við Svein eftir úrskurð Hæstaréttar hafði honum ekki tekist að kynna sér niðurstöðuna ítarlega. Hann gerði þó ráð fyrir að málinu hafi verið vísað frá vegna fyrrnefnds formgalla. Næstu skref verði að setjast yfir niðurstöðuna og kanna hvaða úrræði séu í stöðunni. Það sé ekki loku fyrir það skotið að reynt verði að fara aftur fram á endurupptöku. Vísir fylgdist með munnlegum málflutningi saksóknara og Sveins Andra fyrir Hæstarétti í lok janúar. Frekari fréttir af málinu má nálgast hér að neðan.Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Sveins Andra.
Dómsmál Tengdar fréttir Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03 Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36 Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Sérfræðingur í shaken baby-máli sagður loðinn í svörum, ónákvæmur og ófaglegur Sigríður J. Friðjónsdóttir, ríkissaksóknari, krafðist þess að máli Sigurðar Guðmundssonar, sem dæmdur var fyrir manndráp af gáleysi árið 2003, yrði vísað frá þegar tekist var á um endurupptöku málsins í Hæstarétti í dag. 30. janúar 2019 10:03
Matsmaðurinn eins og Galíleó að mati Sveins Andra Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sigurðar Guðmundssonar, sagði klént af ríkissaksóknara að draga mat breska sérfræðingsins dr. Waney Squier í efa. 30. janúar 2019 11:36
Kallaður barnamorðingi og missti allt Sigurður Guðmundsson segist svartsýnn á að endurupptaka máls hans fái efnislega meðferð í Hæstarétti. 30. janúar 2019 17:00