Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið Andri Eysteinsson skrifar 9. mars 2019 18:05 Vinir Venesúela mótmæltu við Stjórnarráðið í Lækjargötu í dag. Aðsend/Vésteinn Valgarðsson Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“ Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Samtök hernaðarandstæðinga og Vinir Venesúela, stóðu í dag að útifundi fyrir utan Stjórnarráðið í Lækjargötu til þess að mótmæla heimsvaldastefnunni og íhlutun Bandaríkjanna í Suður-Ameríkuríkinu Venesúela. Nokkur fjöldi mætti á fundinn og hélt Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Alþýðubandalagsins og Vinstri Grænna, ræðu. Í ræðu Ögmundar gagnrýndi hann utanríkisráðherra, Guðlaug Þór Þórðarson fyrir að hafa lýst yfir stuðningi íslenska ríkisins við Juan Guaido sem gerir tilkall til forsetaembættisins. Í yfirlýsingu samtakanna sem stóðu að fundinum er fullum stuðningi lýst við fullveldi Venesúela og „baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætli að sölsa undir sig auðlindir landsins.“ „Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingunni. Einnig er stuðningur íslenskra stjórnvalda við Juan Guaido fordæmdur og segja samtökin um að ræða brot á alþjóðalögum sem kalli refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra.Sjá má yfirlýsingu fundarins í heild sinni hér að neðan„Vinir Venesúela lýsa yfir fullum stuðningi við fullveldi Venesúela og baráttu þjóðarinnar gegn yfirgangi heimsvaldasinna undir forystu Bandaríkjanna, sem ætla að sölsa undir sig auðlindir landsins.Bandaríska heimsvaldastefnan vílar ekki fyrir sér að skipuleggja valdarán til að skipta um stjórnir í þeim löndum sem þeim finnst henta og alltaf hefur það leitt til aukinna hörmunga.Nú hafa þeir útnefnt forseta, sem hefur reynt að kaupa þjóðina til stuðnings við sig með svokallaðri „neyðaraðstoð“ frá Bandaríkjunum. En drýgstur hluti af vanda Venesúela stafar af efnahagslegum hernaði gegn landinu, sem Bandaríkin hafa stýrt. Ef efnahagsþvingunum væri aflétt myndi það vega margfalt þyngra en mútuaðstoð Bandaríkjanna.Við fordæmum stuðning íslenskra stjórnvalda við íhlutun heimsvaldaríkjanna. Þetta er brot á alþjóðalögum og kallar refsiábyrgð yfir íslenska ráðherra. Nú kallar „forsetinn,“ sem íslenskir ráðherrar hafa útnefnt fyrir Venesúela, eftir auknu ofbeldi til að ryðja úr vegi réttmætum stjórnvöldum í Venesúela. Ábyrgð á því ofbeldi, sem fylgja kann í kjölfarið leggst á alla, sem hafa lýst yfir stuðningi við valdaránstilraun hans.“
Bandaríkin Stj.mál Venesúela Tengdar fréttir Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00 Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05 Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00 Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15 Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Guaido segir hermenn snúa baki við Maduro Juan Guaido, starfandi forseti Venesúela, segir að 600 hermenn hafi snúið baki við Nicolas Maduro, forseta Venesúela, á síðustu dögum. Bandaríkin setja nýjar þvinganir á sex háttsetta embættismenn í Maduro-stjórninni. 2. mars 2019 08:00
Bandarískum fréttamönnum vísað frá Venesúela Niculoas Maduro, forseti Venesúela, hélt bandarísku tökuliði í tvær klukkustundir þegar hann reiddist yfir spurningum fréttamanns. 26. febrúar 2019 14:05
Þrýstingur á Maduro eykst Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, kallaði eftir því í gær að alþjóðasamfélagið grípi til allra hugsanlegra aðgerða til að koma sitjandi forseta landsins, Nicolas Maduro, frá völdum. 25. febrúar 2019 07:00
Rafmagnsleysi í Venesúela Skólar voru enn lokaðir og vinnustaðir sömuleiðis í Venesúela í gær á öðrum degi umfangsmikils rafmagnsleysis. 9. mars 2019 08:15
Vísa þýska sendiherranum frá Venesúela Ríkisstjórn Nicolasar Maduro sakar þýska sendiherrann um að skipta sér af innanríkismálum landsins og að taka sér stöðu með öfgaöflum í stjórnarandstöðunni. 7. mars 2019 08:01