Eldur kom upp á leikvellinum við Hofgarða á Seltjarnarnesi, skömmu eftir klukkan 15. Að sögn slökkviliðsins kom eldurinn upp í gróðri og breiddist í nærliggjandi rusl.
Engin hætta var á ferðum og aðgerðir slökkviliðs voru minniháttar. Einn bíll var sendur á staðin og var eldurinn snögglega slökktur.
Eldurinn varð við rafmagnsbúr og mun Orkuveitan mæta á vettvang og tryggja að í lagi sé með rafmagnsbúrið.
Að sögn slökkviliðsins er líklegt að eldurinn hafi komið upp eftir að einhverjir aðilar hafi verið að leika sér með eldspýtur.
Eldur á leikvelli á Seltjarnarnesi
Andri Eysteinsson skrifar
