Valdimar lýsir matarfíkninni: „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2019 11:00 Valdimar opnar sig um matarfíknina. vísir/vilhelm Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. Valdimar er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann vakti mikla athygli fyrir auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið árið 2016. Þar var einfaldlega birt dánartilkynning í sjónvarpi og kom hugmyndin frá Valdimari sjálfum. Forsagan er frá því þegar Valdimar fékk martröð og hélt að hann væri að deyja. Hann vaknaði og gat varla andað. Í kjölfarið ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum og fór seinna um sumarið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan þá hafa hlutirnir gengið upp og niður í því að koma sér í betra líkamlegt form. „Þetta hefur verið svona upp og niður hjá manni. Maður verður bara að passa sig að missa sig ekki í ruglið aftur. Þetta eru oft svo mikil stökk, upp og niður hjá manni,“ segir Valdimar. „Maður er búinn að reyna að fara ekki út í neinar öfgar. Auðvitað getur maður bætt sig á ýmsum sviðum. Það var mikill rússíbani að fara í allt þetta dæmi og maður fékk mikla athygli og þetta var mikil pressa. Maður er allt í einu orðinn eitthvað andlit risahlaups og þetta var auðvitað mjög gaman líka og skemmtilegt og hjálpaði manni mjög mikið.“ Hann segist í dag reyna að halda í ákveðið jafnvægi. „Það er aldrei gott að ætla sér að gera allt strax, því þá er hætt við því að maður springi og detti aftur í gamla horfið. Ég get alveg viðurkennt það að ég datt aftur í gamla horfið eftir maraþonið. Þetta hefur alltaf verið svolítið upp og niður hjá manni. Mér finnst ég vera í góðu jafnvægi í dag og auðvitað hjálpar það manni að vera með kærustuna með sér. Hún heldur manni aðeins á jörðinni með þetta en þetta er bara einn dagur í einu. Það sem ég þarf að bæta núna er að koma mér aftur í gang varðandi hreyfinguna.“ Varð allt í einu hræddur við dauðann Valdimar hefur áður opnað sig um matarfíkn sína en hann lýsir henni svona: „Þetta er svolítið spes fíkn. Ef maður er alkóhólisti eða dópisti, þá er maður með þarna eitthvað sem maður getur sleppt. Maður verður að borða til að lifa. Maður getur ekkert hætt að borða. Ég man svo sterkt eftir því þegar ég datt í átak einhvern tímann og hætti að borða þetta og hitt. Þá allt í einu fór stressið í mér rosalega mikið upp og ég fann fyrir rosalega mikið af tilfinningum. Ég var kvíðinn og allt einu rosalega hræddur við dauðann. Ég fattaði þá, þetta deyfir mig svolítið. Ef manni líður illa þá er þetta ákveðin huggun. Seina að kvöldi er fínt að ná sér í einn nammipoka eða snakkpoka og horfá sjónvarpið og deyfa sig svolítið með þessum mat eða nammi.“ Valdimar segist vera borða mest í uppnámi. „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður og bara flýtur áfram. Þetta er kannski smá gat í hjartanu sem maður er að fylla í.“ Í þættinum ræðir hann einnig um ferilinn, ástina í lífi sínu, fyrirmyndirnar, leiklistarferilinn og framhaldið. Hér að ofan má sjá fimmta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon. Einkalífið Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 „Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 „Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Valdimar Guðmundsson hefur í nokkur ár verið einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar og þykir rödd hans hreinlega með ólíkindum. Valdimar er gestur vikunnar í Einkalífinu en hann vakti mikla athygli fyrir auglýsingu fyrir Reykjavíkurmaraþonið árið 2016. Þar var einfaldlega birt dánartilkynning í sjónvarpi og kom hugmyndin frá Valdimari sjálfum. Forsagan er frá því þegar Valdimar fékk martröð og hélt að hann væri að deyja. Hann vaknaði og gat varla andað. Í kjölfarið ákvað hann að gera eitthvað í sínum málum og fór seinna um sumarið tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu. Síðan þá hafa hlutirnir gengið upp og niður í því að koma sér í betra líkamlegt form. „Þetta hefur verið svona upp og niður hjá manni. Maður verður bara að passa sig að missa sig ekki í ruglið aftur. Þetta eru oft svo mikil stökk, upp og niður hjá manni,“ segir Valdimar. „Maður er búinn að reyna að fara ekki út í neinar öfgar. Auðvitað getur maður bætt sig á ýmsum sviðum. Það var mikill rússíbani að fara í allt þetta dæmi og maður fékk mikla athygli og þetta var mikil pressa. Maður er allt í einu orðinn eitthvað andlit risahlaups og þetta var auðvitað mjög gaman líka og skemmtilegt og hjálpaði manni mjög mikið.“ Hann segist í dag reyna að halda í ákveðið jafnvægi. „Það er aldrei gott að ætla sér að gera allt strax, því þá er hætt við því að maður springi og detti aftur í gamla horfið. Ég get alveg viðurkennt það að ég datt aftur í gamla horfið eftir maraþonið. Þetta hefur alltaf verið svolítið upp og niður hjá manni. Mér finnst ég vera í góðu jafnvægi í dag og auðvitað hjálpar það manni að vera með kærustuna með sér. Hún heldur manni aðeins á jörðinni með þetta en þetta er bara einn dagur í einu. Það sem ég þarf að bæta núna er að koma mér aftur í gang varðandi hreyfinguna.“ Varð allt í einu hræddur við dauðann Valdimar hefur áður opnað sig um matarfíkn sína en hann lýsir henni svona: „Þetta er svolítið spes fíkn. Ef maður er alkóhólisti eða dópisti, þá er maður með þarna eitthvað sem maður getur sleppt. Maður verður að borða til að lifa. Maður getur ekkert hætt að borða. Ég man svo sterkt eftir því þegar ég datt í átak einhvern tímann og hætti að borða þetta og hitt. Þá allt í einu fór stressið í mér rosalega mikið upp og ég fann fyrir rosalega mikið af tilfinningum. Ég var kvíðinn og allt einu rosalega hræddur við dauðann. Ég fattaði þá, þetta deyfir mig svolítið. Ef manni líður illa þá er þetta ákveðin huggun. Seina að kvöldi er fínt að ná sér í einn nammipoka eða snakkpoka og horfá sjónvarpið og deyfa sig svolítið með þessum mat eða nammi.“ Valdimar segist vera borða mest í uppnámi. „Þetta deyfir mann algjörlega og maður er hvorki glaður né leiður og bara flýtur áfram. Þetta er kannski smá gat í hjartanu sem maður er að fylla í.“ Í þættinum ræðir hann einnig um ferilinn, ástina í lífi sínu, fyrirmyndirnar, leiklistarferilinn og framhaldið. Hér að ofan má sjá fimmta þáttinn af Einkalífinu en þátturinn vikulegi er í loftinu á fimmtudögum á Vísi og Stöð 2 Maraþon.
Einkalífið Tengdar fréttir Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00 Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00 Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30 „Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30 Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00 „Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00 Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Það jákvæða trompar það neikvæða Með fullri virðingu fyrir öðrum áhrifavöldum hér á landi þá er Sunneva Einarsdóttir ein sú allra vinsælasta á Íslandi. 1. nóvember 2018 13:00
Kristbjörg hefur fórnað miklu fyrir mig Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og leikmaður Cardiff í ensku úrvalsdeildinni gaf á dögunum út bókina Aron – Sagan mín. Þar fer hann ítarlega yfir ferilinn, uppvaxtarárin á Akureyri og lífið í heild sinni. 2. desember 2018 10:00
Pabbi var mín besta forvörn Heiðar Logi Elíasson er einn þekktasti brimbrettakappi landsins. Hann starfar meðal annars sem fyrirsæta, er með sítt, ljóst og fallegt hár og vakti athygli lesenda Vísis á dögunum þegar hann var fastur í Málmey í fjóra daga án vatns og matar. 8. nóvember 2018 11:30
„Var kannski aðeins meðvirk með ástandinu“ Sjónvarpskonan Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir hefur verið á sjónvarpsskjáum landsmanna undanfarin ár og þá aðallega sem sjónvarpskokkur. Núna er Eva orðin dagskrágerðarmaður í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2. 21. febrúar 2019 11:30
Brynjar sér ekki eftir lýtaaðgerðinni og hefði aldrei reynt að fela það Þeir Aron Kristinn Jónasson og Brynjar Barkarson mynda saman sveitina ClubDub en hún sló rækilega í gegn síðasta sumar. 3. mars 2019 10:00
„Hún er algjörlega stelpan fyrir mig“ Gunnar Nelson er besti bardagamaður Íslands og hefur náð gríðarlega langt í sínu sporti og þá sérstaklega í UFC. Hann er í 14. sæti á styrkleikalistanum hjá UFC og mætir Alex Oliveira í Toronto þann 8. desember. 25. nóvember 2018 10:00
Páll Óskar ætlar alfarið að sniðganga Eurovision "Ég fer í Eurovision þegar það kemur flott lag og ég hef ekki fengið inn lag sem kýlir mig kaldan,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem er áttundi gestur Einkalífsins en í þáttunum er rætt við fólk sem skarar fram úr á sínu sviði. 18. nóvember 2018 10:00