Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2019 12:11 Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir áður en aðalmeðferðin hófst í morgun. Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þær risu úr sætum og mótmæltu í flugvél Icelandair að morgni fimmtudagsins 26. maí 2016, að þeirra mati, ólögmætri brottvísun hælisleitandans Eze Okafor úr landi. Flugvélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Eze til Nígeríu en Jórunn og Ragnheiður sögðu líf Eze vera í raunverulegri hættu vegna ofsókna hryðjuverkahópsins Boko Haram. Fjallað var ítarlega um efni ákærunnar á Vísi í morgun. Fullur salur fólks hlýddi á aðalmeðferðina sem fór fram í sal 101 í Héraðsdómi en bekkirnir voru fjölskipaðir vinum, aðstandendum og félögum kvennanna í baráttunni fyrir réttindum hælisleitenda. Blaðamaður náði tali af Ragnheiði og Jórunni áður en aðalmeðferð hófst. Ragnheiður sagðist vera stressuð fyrir deginum og jafnframt hissa á að þetta væri allt saman að gerast í ljósi þess að það eru tæp þrjú ár liðin frá því atburðirnir gerðust. Hún segist hafa fengið áfall þegar ákæran barst bæði vegna þess hversu langur tími hafði liðið frá atburðunum en einnig vegna alvarleika ákæranna. Ragnheiður sagði að á þessum þremur árum sem hafi liðið frá atburðunum hafi mikið vatn runnið til sjávar í málaflokknum og að samfélagið sé mun meðvitaðra um réttindi hælisleitenda og viðhorfin að breytast. Hún bendir á að hælisleitendur sjálfir séu farnir að láta í sér heyra. Það sé breyting frá því sem áður var. Jórunn sagði að það veiti henni mikinn styrk að sjá að vinir sínir og félagar í baráttunni mættu til að sýna þeim stuðning.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15