Hælisleitendur Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Innlent 17.10.2025 19:38 Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Innlent 17.10.2025 14:42 Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Innlent 16.10.2025 22:01 Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Yfirvöld í Sýrlandi hafa samþykkt að taka við Mohamad Kourani, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir rúmu ári, verði hann sendur þangað. Nú stendur það aðeins á náðunarnefnd að hann verði fluttur úr landi og settur í endurkomubann í áratugi. Innlent 16.10.2025 17:17 Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00 Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. Innlent 8.10.2025 14:05 Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Innlent 6.10.2025 12:21 Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Innlent 5.10.2025 20:52 Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. Innlent 3.10.2025 07:03 „Þetta var óvenjuleg ræða“ Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Innlent 24.9.2025 06:00 Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast. Innlent 23.9.2025 07:01 Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18 Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Erlent 13.9.2025 15:08 Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Franklin Bocanegra Delgado, faðir Oscars Anders Bocanegra Florez, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot, með því að hafa sparkað í sköflung sonar síns. Erlent 10.9.2025 16:07 Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04 Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Innlent 8.9.2025 11:55 Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. Innlent 2.9.2025 13:25 Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. Erlent 20.8.2025 09:03 Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. Innlent 10.8.2025 14:23 Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Innlent 8.8.2025 09:26 Sjö staðreyndir í útlendingamálum Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Skoðun 8.8.2025 07:01 „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum. Innlent 7.8.2025 06:54 Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Skoðun 6.8.2025 07:31 Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. Innlent 5.8.2025 07:33 Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Innlent 3.8.2025 16:01 Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Skoðun 25.7.2025 18:00 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30 Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22.7.2025 16:49 Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí. Innlent 14.7.2025 12:42 Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 37 ›
Skilji áhyggjurnar Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra. Innlent 17.10.2025 19:38
Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra segir of snemmt að segja til um það hvort hún muni undirrita tillögu um náðun Mohamads Kourani, fallist náðunarnefnd á að náða hann. Náðunarnefnd sé sjálfstæð og hún hafi enga innsýn inn í störf hennar. Innlent 17.10.2025 14:42
Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Ýmis mannréttinda- og hjálparsamtök gagnrýna drög að frumvarpi dómsmálaráðherra um að setja á laggirnar brottfararstöð. Meðal þess sem sett er út á er vistun barna, ráðning fangavarða til starfa og bakslag í stuðningi við brotaþola ofbeldis og mansals. Innlent 16.10.2025 22:01
Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Yfirvöld í Sýrlandi hafa samþykkt að taka við Mohamad Kourani, sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir rúmu ári, verði hann sendur þangað. Nú stendur það aðeins á náðunarnefnd að hann verði fluttur úr landi og settur í endurkomubann í áratugi. Innlent 16.10.2025 17:17
Íslenskur Pútínismi Hér hefur verið framið ólýsanlegt hermdarverk, svo ómannúðlegt að það á sér enga málsvörn. Ekki einhvers staðar langt í burtu, ekki í Rússlandi, heldur hér á Íslandi. Vestrænir miðlar spyrja okkur gjarnan sömu spurningarinnar: „Af hverju tala svo fáir Rússar gegn Pútín?” Skoðun 13.10.2025 20:00
Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Samband ungra Sjálfstæðismanna samþykkti nýja stefnu og stjórnmálaályktun á sambandsþingi um liðna helgi. Þar kemur meðal annars fram að ungir Sjálfstæðismenn vilji að veiting hælis á Íslandi verið tímabundið stöðvuð. Þá hafna þeir kynhlutlausu máli. Innlent 8.10.2025 14:05
Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda. Innlent 6.10.2025 12:21
Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. Innlent 5.10.2025 20:52
Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Rík leiðbeiningarskylda hvílir á Útlendingastofnun og er henni sinnt gagnvart umsækjendum um alþjóðlega vernd í viðtölum, með aðstoð túlks, og í ákvörðunum stofnunarinnar. Lögmaður segir alveg ljóst að starfsmenn Útlendingastofnunar gæti ekki hagsmuna umsækjenda umfram þess sem krafist sé af þeim, honum hafi verið bent á að skjólstæðingur hans gæti búið með eiginkonunni og syninum í Venesúela. Innlent 3.10.2025 07:03
„Þetta var óvenjuleg ræða“ Utanríkisráðherra segir ræðu Bandaríkjaforseta á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær hafa verið óvenjulega. Mikilvægt sé að standa vörð um alþjóðakerfið í núverandi mynd og stofnanir þess, ekki síst fyrir smáríki á borð við Ísland. Innlent 24.9.2025 06:00
Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Íslenskur fjölskyldufaðir segir að Útlendingastofnun hafi leitt hann og eiginkonu hans í gildru með misvísandi ráðleggingum. Nú standi til að vísa henni og syni hennar úr landi og segist hann óttast það hver örlög þeirra verði muni það raungerast. Innlent 23.9.2025 07:01
Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Margrét Kristín Pálsdóttir, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir það hafa gerst að fólk með endurkomubann hafi komist til landsins. Reynt sé að fylgja þeim úr landi eins fljótt og hægt er. Hún segir það muna skipta sköpum fyrir löggæslu á Suðurnesjum að fá móttöku- og brottfararstöð. Innlent 20.9.2025 11:18
Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Ríflega hundrað þúsund manns söfnuðust saman, að sögn lögreglu, í Lundúnum í dag til að mótmæla straumi hælisleitenda til Bretlands. Mótmælin nefnast „sameinum konungsríkið“ og eru skipulögð af þekktum pólitískum öfgamanni. Um fimm þúsund mótmælendur úr röðum andrasista mættu til að mótmæla mótmælunum. Erlent 13.9.2025 15:08
Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Franklin Bocanegra Delgado, faðir Oscars Anders Bocanegra Florez, hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og barnaverndarlagabrot, með því að hafa sparkað í sköflung sonar síns. Erlent 10.9.2025 16:07
Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Fámennur hópur mótmælenda kom saman á Austurvelli í dag þegar Alþingi var sett. Flestir kyrjuðu algeng stef mótmælenda gegn brottvísunum hælisleitenda en aðrir hreyttu fúkyrðum í ráðamenn. Innlent 9.9.2025 16:04
Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Rúmlega helmingur landsmanna er óánægður með núverandi stefnu ríkisstjórnar í málefnum hælisleitenda. Fjórir af hverjum fimm vilja að sett sé árlegt hámark á fjölda þeirra sem Íslandi tekur á móti. Innlent 8.9.2025 11:55
Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu um fimm aðgerðir í menntamálum. Þeir vilja að samræmd próf verði tekin upp, námsmat verði byggt á talnakvarðanum 1 upp í 10, símar verið bannaðir í skólum, móttökudeildum verði komið á fót fyrir innflytjendur og að sett verði skýrt markmið um betri árangur í PISA-könnunum. Innlent 2.9.2025 13:25
Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa gert samninga við Hondúras og Úganda um að ríkin taki við hælisleitendum frá þriðju ríkjum sem Bandaríkjamenn vilja senda úr landi. Erlent 20.8.2025 09:03
Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Formaður Eflingar segir dvalarleyfiskerfið á Íslandi ónýtt og fagnar breytingum í málaflokknum. Hún segir dæmi um að fólk sem kemur til landsins á grundvelli dvalarleyfa, sér í lagi til að starfa á snyrtistofum, leiti í vændi til að ná endum saman. Innlent 10.8.2025 14:23
Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Gjöld fyrir að fá dvalarleyfi eru að meðaltali um áttatíu prósent lægri hér á landi en í hinum Norðurlöndunum. Algengt verð fyrir dvalarleyfi á Íslandi eru sextán þúsund krónur en allt að 170 þúsund krónur á hinum Norðurlöndunum. Innlent 8.8.2025 09:26
Sjö staðreyndir í útlendingamálum Síðustu ár hafa útlendingamálin verið eftirlátin jöðrunum í umræðunni og snúist annaðhvort um stjórnleysi eða lokuð landamæri. Skoðun 8.8.2025 07:01
„Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Skiptar skoðanir eru á fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á reglum um dvalarleyfi hér á landi. Verkalýðsforkólfar eru á öndverðum meiði, á meðan formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekkert nýtt í hugmyndunum. Innlent 7.8.2025 06:54
Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Það er ánægjulegt að sjá að í dómsmálaráðuneytinu skuli hafa verið ráðist í „ítarlega greiningarvinnu“, eins og ráðherrann kallar það, til að komast að því hvers vegna íbúum landsins hafi fjölgað svona mikið á síðustu árum. Skoðun 6.8.2025 07:31
Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Dómsmálaráðherra segir að niðurstöður ítarlegrar greiningar á stöðu dvalarleyfa bendi til að gríðarleg fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár stafi ekki af stefnu heldur algjöru stefnuleysi. Frjálsir fólksflutningar séu grunnstoð hagvaxtar en undanfarin ár hafi vöxturinn verið meiri en innviðir landsins og velferð þoli. Innlent 5.8.2025 07:33
Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun „Við þurfum ekki að loka landamærum en við þurfum kannski aðeins að opna augun. Opna augun fyrir því á hvaða stefnu byggir fólksfjölgun á Íslandi. Þegar ég hef verið að skoða þetta á fyrstu mánuðum í embætti, þá hefur stefnuleysið komið mér á óvart og hversu lítið ákvarðanir og hversu lítið lagasetning er byggð á gögnum.“ Innlent 3.8.2025 16:01
Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Ríkisstjórn Íslands með Valkyrjurnar svokölluðu í broddi fylkingar, vísar gjarnan í mikla fækkun umsókna um dvalarleyfi/vernd hér á landi. Á fyrstu 6. mánuðum ársins 2025 eru 629 umsóknir um vernd, sem gerir að öllum líkindum 1400-1500 umsóknir allt árið 2025 sem er nú ekki lítið. Skoðun 25.7.2025 18:00
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. Innlent 23.7.2025 14:30
Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Dómsmálaráðherra hefur kynnt í samráðsgátt stjórnvalda áform um frumvarp til laga um brottfararstöð. Frumvarpið kveður á um heimildir og skilyrði fyrir vistun útlendings á brottfararstöð vegna ákvörðunar um að hann skuli yfirgefa landið og þegar mál sem getur leitt til slíkrar ákvörðunar er til meðferðar. Innlent 22.7.2025 16:49
Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Oscar Andreas Boganegra Florez frá Kólumbíu er einn þeirra fimmtíu sem mun fá íslenskan ríkisborgararétt á Alþingi í dag þegar þingmenn munu taka fyrir frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar. Frumvarpið var lagt fram í dag af allsherjar- og menntamálanefnd, á síðasta degi þings fyrir frí. Innlent 14.7.2025 12:42
Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu um hvort og þá hvaða ráðagerðir séu uppi til að vinna bug á þeim vanda sem Útlendingastofnun virðist eiga við að etja við afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt. Innlent 8.7.2025 07:26