Hælisleitendur „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Innlent 29.1.2026 13:17 Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. Innlent 28.1.2026 20:09 Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Innlent 27.1.2026 14:14 Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Fjölskyldu, sem var vísað héðan úr landi skömmu eftir barnsburð, hefur verið sundrað. Móðirin er nú ein með börnin þrjú en faðirinn er fastur í lokaðri móttökustöð og tekur þátt í hungurverkfalli. Nýfæddu tvíburarnir lifa í eins konar lagalegu tómarúmi. Innlent 25.1.2026 16:12 Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Í íslenskri stjórnsýslu gildir svokölluð málshraðaregla. Hún felur það í sér að ákvörðun skuli tekin „svo fljótt sem unnt er“. Og hversu fljótt er svo unnt að afgreiða mál? Skoðun 15.1.2026 11:30 Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs. Skoðun 11.1.2026 17:00 Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. Innlent 10.1.2026 22:50 Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Innlent 10.1.2026 16:41 Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju. Innlent 7.1.2026 15:08 Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23 Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut. Innlent 30.12.2025 16:02 Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við málsmeðferð kærunefndar útlendingamála og beint því til nefndarinnar að hún taki mál fyrir að nýju. Samkvæmt áliti var umfjöllun nefndarinnar áfátt og er henni bent á að taka tillit til sjónarmiða umboðsmanns í framtíðinni. Innlent 18.12.2025 08:45 Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Innlent 6.12.2025 14:54 Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. Erlent 29.11.2025 11:16 Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Skoðun 25.11.2025 06:00 Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Innlent 20.11.2025 20:00 Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34 Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2025 12:58 Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20.11.2025 08:49 Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Umræðan um málefni útlendinga á Íslandi hefur á síðustu árum einkennst af því að stjórnvöld lýsa yfir brýnum aðgerðaþörfum og fullyrða að flóttamannakerfið standi „við þolmörk“. Skoðun 16.11.2025 12:00 Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. Erlent 16.11.2025 10:38 Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ísland glímir við vaxandi áskoranir í útlendingamálum í kjölfar gríðarlegrar aukningar í fjölda hælisumsókna undanfarin ár. Fjöldi umsókna það sem af er þessu ári er um 1.399 og í fyrra voru þær 1.944, flestar frá Úkraínu, Venesúela og Palestínu. Árið 2023 voru umsóknir hins vegar 4.155, sem sýnir mikla sveiflu í málaflokknum. Skoðun 16.11.2025 07:31 Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 20:12 Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02 Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38 Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún. Innlent 27.10.2025 14:01 Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Innlent 27.10.2025 06:46 Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Lögreglan hefur fylgt 298 útlendingum úr landi það sem af er ári, eða 33 á mánuði. Um er að ræða fjölgun frá því í fyrra, þegar 248 var fylgt út á fyrstu níu mánuðum ársins. Innlent 22.10.2025 06:35 Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur verið sakaður um „hættulega“ orðræðu um innflytjendur, eftir að hann sagði að ráðast þyrfti í umfangsmikinn brottflutning þeirra úr borgum landsins. Erlent 21.10.2025 07:52 Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Skoðun 20.10.2025 09:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 38 ›
„Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Ummæli Jens Garðars Helgasonar, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þess efnis hvort ekki sé tímabært að huga að því að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima og taki þátt í uppbyggingarstarfinu, féllu í grýttan jarðveg – heldur betur. Jens Garðar var ekki mjög skekinn þegar ofsafengin viðbrögðin voru borin undir hann. Innlent 29.1.2026 13:17
Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að með breytingartillögu sinni myndi frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar síbrotamanna þjóna tilgangi sínum betur. Þingflokksformaður Samfylkingar segir frumvarpið bæta öryggi innanlands og koma í veg fyrir að örfá skemmd epli geti skemmt fyrir kerfinu. Innlent 28.1.2026 20:09
Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Dómsmálaráðherra segist hafa óskað eftir upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Króatíu í kjölfar umfjöllunar um fimm manna fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi. Fjölskyldufaðirinn dvelur í lokaðri móttökustöð en móðirin er ein með börnin þrjú. Innlent 27.1.2026 14:14
Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Fjölskyldu, sem var vísað héðan úr landi skömmu eftir barnsburð, hefur verið sundrað. Móðirin er nú ein með börnin þrjú en faðirinn er fastur í lokaðri móttökustöð og tekur þátt í hungurverkfalli. Nýfæddu tvíburarnir lifa í eins konar lagalegu tómarúmi. Innlent 25.1.2026 16:12
Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Í íslenskri stjórnsýslu gildir svokölluð málshraðaregla. Hún felur það í sér að ákvörðun skuli tekin „svo fljótt sem unnt er“. Og hversu fljótt er svo unnt að afgreiða mál? Skoðun 15.1.2026 11:30
Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Nýleg umfjöllun Gímaldsins um starfsmann Útlendingastofnunar, sem birti nöfn skjólstæðinga á samfélagsmiðlum, hefur vakið hörð viðbrögð. En þó brot á þagnarskyldu og persónuverndar lögum sé alvarlegt, þá er annað í þessu máli sem ætti að vekja enn meiri áhyggjur: viðhorfið sem birtist í orðalagi starfsmannsins sjálfs. Skoðun 11.1.2026 17:00
Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Hvaða steinsteypa er þetta?“ segir Gauti B Eggertsson, prófessor í hagfræði og bróðir Dags B Eggertssonar, um nýlegt viðtal Heimildarinnar við Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, þar sem hún sagði að hægt væri að finna sameiginlegan grundvöll með Miðflokknum í útlendingamálum. Innlent 10.1.2026 22:50
Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að endurskoða 24 verkbeiðnir vegna ríkisborgara frá Venesúela sem flytja á til Venesúela. Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun fylgist starfsfólk náið með stöðunni. Alls eru óafgreiddar 70 umsóknir Útlendingastofnunar um vernd frá ríkisborgurum Venesúela. Innlent 10.1.2026 16:41
Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Útlendingastofnun hefur tilkynnt brot starfsmanns stofnunarinnar á persónuvernd og þagnarskyldu til lögreglunnar. Starfsmaðurinn deildi nöfnum skjólstæðinga í lokuðum hópi á Instagram. Í yfirlýsingu kemur fram að farið hafi verið yfir allar ákvarðanir starfsmannsins og ekki sé talið tilefni til að taka þær upp að nýju. Innlent 7.1.2026 15:08
Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir það hafa verið mannleg mistök þegar starfsmenn bæjarins tæmdu tvær geymslur í fjölbýlishúsi á Ásbrú og hentu eða gáfu búslóð tveggja íbúa bæjarins. Fyrst var fjallað um málið á vef RÚV í gær en þar var rætt við stjúpmóður konu sem hafði geymt dótið sitt í annarri geymslunni. Innlent 6.1.2026 11:23
Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Barna- og fjölskyldustofa, BOFS, lýsir yfir áhyggjum af frelsissviptingu barna í umsögn um frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir hælisleitendur. Þar segir að stofnunin telji að frelsissvipting geti haft alvarleg áhrif á börn. Stofnunin hvetur löggjafann og aðra aðila sem málið varðar að falla frá frelsisviptingu barna með þeim hætti sem frumvarpið mælir fyrir um og í stað þess finna aðrar leiðir en varðhald þegar barnafjölskyldur eiga í hlut. Innlent 30.12.2025 16:02
Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemdir við málsmeðferð kærunefndar útlendingamála og beint því til nefndarinnar að hún taki mál fyrir að nýju. Samkvæmt áliti var umfjöllun nefndarinnar áfátt og er henni bent á að taka tillit til sjónarmiða umboðsmanns í framtíðinni. Innlent 18.12.2025 08:45
Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Nokkrar breytingar voru gerðar á frumvarpi dómsmálaráðherra um brottfararstöð fyrir útlendinga, meðal annars var grein um aðgengi fjölmiðla og hjálparsamtaka að stöðinni tekin út. Í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu segir að markmiðið sé ekki að takmarka aðgengi. Innlent 6.12.2025 14:54
Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna um óákveðinn tíma í kjölfar þess að tveir þjóðvarðliðar voru skotnir í Washington-borg. Erlent 29.11.2025 11:16
Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Flokkur fólksins hefur ávallt lagt áherslu á meiri festu og skynsemi í útlendingamálum. Skoðun 25.11.2025 06:00
Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Ísland er útsöluvara í Norrænum samanburði hvað varðar veitingu dvalarleyfa og algjört stefnuleysi hefur ríkt í málaflokknum. Þetta segir hagfræðingur sem vann úttekt á reglum um dvalarleyfi á Íslandi. Dómsmálaráðherra boðar fimm lagafrumvörp til breytinga í málaflokknum. Innlent 20.11.2025 20:00
Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Á árunum 2017 til 2025 fjölgaði íbúum Íslands margfalt á við önnur lönd vegna mikillar fjölgunar erlendra ríkisborgara en veiting dvalarleyfa til ríkisborgara utan EES, svokallaðra þriðju ríkis borgara, skýrir sífellt stærri hluta fólksfjölgunar á Íslandi. Starfshópur leggur til víðtækar breytingar á dvalarleyfakerfinu. Innlent 20.11.2025 13:34
Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir kynnir skýrslu starfshóps um þróun í útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd á blaðamannafundi klukkan 13. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér á Vísi. Innlent 20.11.2025 12:58
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20.11.2025 08:49
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Umræðan um málefni útlendinga á Íslandi hefur á síðustu árum einkennst af því að stjórnvöld lýsa yfir brýnum aðgerðaþörfum og fullyrða að flóttamannakerfið standi „við þolmörk“. Skoðun 16.11.2025 12:00
Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Búist er við að Shabana Mahmood, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynni breytingar á hæliskerfi Bretlands á mánudag til að róa vaxandi ótta vegna innflytjendamála í landinu. Samkvæmt breskum miðlum er búist við því að breytingar verði gerðar á félagslegum stuðningi við hælisleitendur og lengdur sá tími sem þeir þurfa að vera búsettir áður en þeir geta fengið varanlega búsetu. Erlent 16.11.2025 10:38
Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ísland glímir við vaxandi áskoranir í útlendingamálum í kjölfar gríðarlegrar aukningar í fjölda hælisumsókna undanfarin ár. Fjöldi umsókna það sem af er þessu ári er um 1.399 og í fyrra voru þær 1.944, flestar frá Úkraínu, Venesúela og Palestínu. Árið 2023 voru umsóknir hins vegar 4.155, sem sýnir mikla sveiflu í málaflokknum. Skoðun 16.11.2025 07:31
Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Skipulagðir glæpahópar herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd, reyna að nýta sér þá og hafa af þeim peninga. Á sama tíma eru börn, allt niður í fimmtán ára, sífellt oftar nýtt sem burðardýr og við sölu og dreifingu fíkniefna af sömu hópum. Innlent 14.11.2025 20:12
Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Engin eðlisbreyting veðrur á störfum starfsfólks brottfararstöðvar þó þeir kallist ekki lengur fangaverðir. Dómsmálaráðherra segir engan eiga að þurfa að fara í brottfararstöðina, hún sé aðeins fyrir þá sem ekki virði ákvarðanir stjórnvalda. Innlent 7.11.2025 12:02
Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Frumvarp dómsmálaráðherra um svokallaða brottfararstöð fyrir útlendinga er komið til Alþingis. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að heimilt verði að reka slíka brottfararstöð á fleiri en einum stað en lögreglustjóranum á Suðurnesjum verði falin ábyrgð á rekstri stöðvarinnar. Frumvarpið felur í sér heimild til frelsissviptingar þeirra einstaklinga sem vistaðir verða í brottfararstöð, og meðal annars heimild til valdbeitingar og agaviðurlaga. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að „starfsfólk“ ráðið af lögreglustjóra starfi í miðstöðinni, en ekki fangaverðir líkt og gert var ráð fyrir í frumvarpsdrögum sem fóru í samráð. Innlent 7.11.2025 07:38
Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Nefnd Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum hefur skráð kvörtun karlmanns á þrítugsaldri, frá Kamerún, sem vísað var frá Íslandi í upphafi þessa árs á grundvelli Dyflinnarreglugerðar. Manninum var vísað til Möltu þar sem stjórnvöld áttu að taka umsókn hans um vernd til meðferðar. Manninum var vísað aftur til heimalands síns þremur dögum eftir komu til Möltu og sætti þar, samkvæmt lögmanni hans, pyntingum og ómannúðlegri meðferð. Maðurinn fer nú huldu höfði í Kamerún. Innlent 27.10.2025 14:01
Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem hafa fengið neitun og á að vísa úr landi eru týndir og eftirlýstir. Þeim hefur fjölgað verulega sem er fylgt úr landi og þeim sem fara sjálf. Kristín María Gunnarsdóttir, deildarstjóri heimferða- og fylgdadeildar ríkislögreglustjóra, segir flesta sem er vísað frá landi skilja að þau séu komin á endastöð. Fæst séu sátt, en flest skilji stöðu sína. Innlent 27.10.2025 06:46
Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Lögreglan hefur fylgt 298 útlendingum úr landi það sem af er ári, eða 33 á mánuði. Um er að ræða fjölgun frá því í fyrra, þegar 248 var fylgt út á fyrstu níu mánuðum ársins. Innlent 22.10.2025 06:35
Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur verið sakaður um „hættulega“ orðræðu um innflytjendur, eftir að hann sagði að ráðast þyrfti í umfangsmikinn brottflutning þeirra úr borgum landsins. Erlent 21.10.2025 07:52
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Síðustu áratugi hefur hin svokallaða pólitík óttans verið áberandi víða um heim, meðal annars í Evrópu. Slík pólitík hverfist fyrst og fremst um óöryggi, átök og fjarlægð við þau sem eru talin vera öðruvísi, hvort sem það er fólk sem er ekki hvítt, fólk frá öðrum heimsálfum, fólk af annarri trú en þeirri sem er ríkjandi í samfélaginu eða fólk á flótta, allt eftir stað og stund. Skoðun 20.10.2025 09:03
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti