Hatari í viðtali við ísraelska sjónvarpsstöð: Fáni Palestínumanna líklega ekki á sviðinu í Tel Aviv Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2019 15:15 Þeir Matthías og Klemes báru sig vel. Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð. Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Hljómsveitin Hatari vann Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardagskvöldið en sveitin hafði betur gegn Friðriki Ómari í einvígi í úrslitum. Hatari verður því fulltrúi Íslands í Ísrael í maí og er nú þegar byrjað að fjalla um sveitina í miðlum í Ísrael. Framlag Íslands heyrist á fyrra undanúrslitakvöldinu þann 14. maí. Ljóst er að Ísland verður í seinni hlutanum á fyrra undankvöldinu sem haldið verður í Tel Aviv eins og lokakeppnin 18. maí. Hataramenn, þeir Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Hannigan, voru fengnir í sjónvarpsviðtal á ísraelsku sjónvarpsstöðinni Channel 13 og það í fréttatímanum. Hataramenn eru sem stendur í fjölmiðlapásu eins og Vísir hefur fjallað um. Fyrir liggur að þátttaka Hatara í Eurovision hefur þegar valdið verulegum skjálfta í Ísrael. Hatari vann Söngvakeppnina hér heima með miklum yfirburðum. Meðan margir hvöttu til sniðgöngu á Eurovision hafa meðlimir Hatara gefið það út að þeir vilji nota þennan vettvang til að gagnrýna framgöngu Ísrael gagnvart Palestínu. „Við viljum ítreka beiðni okkar til Netanyahu og starfsfólks hans um að taka við okkur bardaga í íslenskri glímu,“ sagði Matthías Tryggvi og Klemens tók þá við til að reyna útskýra hvernig íslensk glíma gengur fyrir sig. DV.is greindi fyrst frá málinu. „Það var mikill þrýstingur á Íslandi um að taka ekki þátt í Eurovision að þessu sinni. Við höfum gagnrýnt að keppnin sé haldin í Ísrael og að Íslendingar kjósi okkur segir að þeir eru sammála að halda gagnrýnni umræðu á lofti. Ég tel það ekki líklegt að fáni Palestínumanna verði á sviðinu með okkur,“ segir Matthías. Þeir fundu ekki tíma í gær til að ræða við Kastljósið, eins og hefð er fyrir að siguratriðið geri, að sögn vegna anna. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins, útskýrði að sveitin væri ekki beinlínis í fjölmiðlabanni heldur önnum kafin við vinnu að atriði sínu sem Felix sagði að yrði sómi að, fyrir land og þjóð.
Eurovision Tengdar fréttir Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54 Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34 Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00 Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53 Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22 Mest lesið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bíó og sjónvarp Andri og Anne selja í Fossvogi Lífið Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Sjá meira
Úrslitin í Söngvakeppninni: Hatrið sigraði með tugþúsundum atkvæða Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV. 4. mars 2019 07:54
Hatari varaðir við að hafa uppi pólitískan áróður í Tel Aviv Veruleg heift meðal margra í Ísrael vegna fordæmingu Hatara á framferði Ísraelsmanna í garð Palestínu. 4. mars 2019 09:34
Telur að geti brugðið til beggja vona hjá Hatara Þetta var bara ógeðslega gaman, segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem óhætt er að segja að hafi blómstrað á sviði Laugardalshallar á úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið. 4. mars 2019 15:00
Finnst atriði Hatara „frekar misheppnað“ Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir sumt í atriði Hatara vera á gráu svæði og telur sniðgöngu hafa verið sterkara val. 4. mars 2019 23:53
Hatari settur í „fjölmiðlafrí“ Hatari mætti ekki í Kastljós í kvöld líkt og sigurvegarar fyrri ára hafa hingað til gert. 4. mars 2019 22:22