Aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og í ár 5. mars 2019 13:52 Aldrei hefur verið leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú að sögn Þorsteins Sigurðssonar sviðsstjóra uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum. Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Rannsóknarskip Hafrónnsóknarstofnunar hófu í gær og fyrrakvöld leit að loðnu við suðurströndina. Engin loðna hefur fundist en sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að ennþá eigi eftir að leita á talsverðu svæði og þá skýrist ástandið betur. Hann segir að frá áramótum hafi aldrei verið leitað eins mikið af loðnu en breytingar á stofnstærð skýrist fyrst og fremst af umhverfisþáttum. Hafrannsóknarstofnun hefur aldrei leitað eins mikið af loðnu frá áramótum og nú en án árangurs. Ef fram heldur sem horfir mun loðnubrestur hafa mikil áhrif á mörg sveitarfélög. Í færslu á heimasíðu Fjarðarbyggðar sem birtist í gær kom fram að loðnubrestur muni hafa mikil áhrif á fjármál sveitarfélagsins. „Við erum búin að vera með tvö til fimm skip í leit frá áramótum. Þannig að það er búið að leita mikið og mæla mjög oft. Meira en verið hefur frá upphafi mælinga á þessum árstíma,“ segir Þorsteinn Sigurðsson sviðsstjóri uppsjávarlífríkis hjá Hafrannsóknarstofnun. Tvö skip eru nú í rannsóknarleiðangri úti fyrir suðurströndinni. „Þau skip sem leita þ.e. Polar amaroq og Ásgrímur Halldórsson fóru út í gær og fyrrakvöld og Polar er búinn að skoða svæðið frá Reykjanesi og austur fyrir Vestmannaeyjar en Ágrímur frá Hornafirði og er núna staddur útaf Ingólfshöfða,“ segir Þorsteinn. Það sé ekki fyrr en eftir morgundaginn sem einhver mynd komist á ástand loðnustofnsins á þessum slóðum. Þorsteinn segir að þó þetta sé afar sjaldgæf staða þá hafi hún komið upp áður. „Árið 2009 þá lentum við í því sama að Hafrannsóknarstofnun mælti ekki með neinum loðnuveiðum. En það var engu að síður gefinn út minniháttar rannsóknarkvóti þannig að þetta er ekki alveg óþekkt. Við erum búnir að mæla þennan stofn nokkrum sinnum og höfum verið að sjá stærðina á veiðistofninum svona í kringum 200.000 þúsund tonn. En það þarf 150.000 tonn til að viðhalda stofninum. Við erum í þessari stöðu í dag en við lifum ennþá í þeirri von að eitthvað skárra sýni sig,“ segir hann. ] Þorsteinn segir að ástandið skýrist næstu daga. En eftir á að að leita úti fyrir Vestfjörðum og á meiri dýpt. Þorsteinn segir að frá árinu 2004 hafi loðnustofnin farið minnkandi við landið. Það skýrist af umhverfisbreytingum og hlýnun sjávar. En meðalaflinn síðustu fimm ár er um þriðjungur af því sem hann var á tíundaáratugnum. Hann segir að þetta geti haft áhrif á meðalþyngd annarra fisktegunda sem nýta loðnu sem fæðu. „Það er þó ekki alveg þannig að það sé engin loðna í hafinu við Ísland, þær eru á bilinu 200.000 til 250.000 tonn. En áhrifin skýrast kannski betur þegar fram líða stundir og ef það er mikill skortur á fæðu þá getur það haft áhrif á meðalþyngdir annarra fisktegunda sem nærast á loðnu,“ segir Þorsteinn að lokum.
Sjávarútvegur Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira