Bolludagsbolla úr smiðju listakokks Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 4. mars 2019 10:30 Aðalheiður Dögg Reynisdóttir eftirréttakokkur gefur uppskrift að girnilegum bollum. Fréttablaðið/Ernir Aðalheiður Dögg Reynisdóttir eftirréttakokkur lærði í Le Cordon Bleu. Hún er aðeins 22 ára gömul og hefur haft bakstur að ástríðu frá barnsaldri. „Ég byrjaði að baka mjög ung og þegar kom að því að ákveða hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig þá var það einföld ákvörðun. Ég lauk námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann og lauk á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Þaðan fór ég til náms í Le Cordon Bleu í London og fékk styrk úr Hvatningarsjóði iðnnema sem auðveldaði mér að láta drauminn rætast,“ segir Aðalheiður Dögg frá. „Skólinn reyndist mér vel, ég lærði mikið og það eru margir flottir kokkar sem kenna við skólann. Iðnnám finnst mér stundum vanmetið á Íslandi. En iðn er hluti af lífi allra, ég var mjög þakklát fyrir það að hljóta þennan styrk og bendi ungu fólki á að það eru miklu fleiri leiðir í boði en það heldur,“ segir hún. Hún tók starfsnámið á Michelin-stjörnustaðnum, Pollen Street Social. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en hér heima og erfitt að lýsa andanum á veitingastaðnum. Á hverjum degi gerðu allir sitt allra besta og dagarnir eru langir, sextán klukkustundir. Maður gefur ekkert eftir,“ segir Aðalheiður. „Þó að álagið hafi verið mikið þá lærði ég mikið og það var ýtt undir það,“ segir hún. Og ástríðan fyrir bakstri er hvergi á undanhaldi. „Ég get hugsað mér að gera þetta alla ævi, það eru svo margir möguleikar. Ég byrjaði í bakstri en það er alltaf eitthvað nýtt hægt að læra,“ segir Aðalheiður Dögg sem starfar um þessar mundir á veitingastaðnum Moss við Bláa lónið. „Það er frábært að vinna þar og í þessu fallega umhverfi og það er ágætt að vera í rólegri takti hér heima,“ segir hún. Aðalheiður gætir að öllum smáatriðum, sítrónubörkurinn og karamellan er ómissandi. Fréttablaðið/Ernir Uppskrift fyrir um 12 bollur Heslihnetupraline-bolla með sítrónukremi (Lemon Curd)150 g vatn150 g mjólk4g salt5 g sykur270 g smjör240 g hveiti360 g egg Hitið vatnið, mjólkina, saltið, sykurinn og smjörið upp að suðu. Bætið við hveitinu og hrærið vel. Í pottinum myndast deigmassi sem þarf að elda þar til myndast skán á botni pönnunnar. Færið í hrærivél eða skál og hrærið til að kæla deigið örlítið. Bætið við eggjum, einu í einu og hrærið vel á milli. Haldið áfram þangað til blandan er slétt og glansandi og rennur af sleifinni þannig að það myndast eins konar fáni. Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið á plötu. Bakið við 180 gráður í um 30 mín. Passið að opna ekki ofninn til að koma í veg fyrir að þær falli.Sítrónukrem120 g sítrónusafi (um 3 sítrónur)Börkur af einni sítrónu150 g sykur180 g egg40 g smjör Setjið sykurinn safann og börk í pott og hitið að suðu. Brjótið eggin í skál og hrærið saman. Hellið heitu sykurblöndunni yfir eggin og hrærið á meðan. Setjið skálina yfir vatnsbað og hrærið þar til blandan þykknar (um 68°C). Færið af hitanum og sigtið. Takið smjörið og hrærið því vel saman við. Kælið.Praline200 g heslihnetur200 g sykur6 msk. vatn Ristið heslihneturnar í 160°C ofni þar til þær eru gullnar. Takið hneturnar út og brjótið gróflega. Setjið sykurinn og vatnið í pott. Sjóðið karamelluna þar til vatnið er allt gufað uppog sykurinn orðinn karmelíseraður. Hellið heitri blöndunni yfir hneturnar og leyfið karamellunni að kólna alveg. Takið karamelluhneturnar og brjótið niður í minni búta. Endilega geyma nokkra sem þið getið notað til að skreyta bollurnar ykkar. Setjið í matvinnsluve´l og vinnið þar til þið hafið myndað paste eða praline.Praline-rjómi300 g praline90 g rjómi500 ml rjómi Hitið minni hlutann af rjómanum upp að suðu. Hellið í þrem hlutum saman við praline-ið á meðan þið hrærið vel. Blanda þar til blandan er orðin slétt og glansandi, það er líka gott að nota töfrasprota til að koma blöndunni saman. Leyfið blöndunni að kólna. Þeytið stærri hlutann af rjómanum. Takið smá af þeytta rjómanum og blandið varlega saman við praline-blönduna. Bætið svo við restinni af rjómanum og blandið vel.Karamella125 g sykur3 msk. vatn125 g rjómi1/2 tsk. vanilludroparKlípa af sjávarsalti Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið þar til blandan er gullbrún. Takið af hellunni og bætið rjómanum við í pörtum. Passið ykkur á gufunni sem kemur. Bætið vanillunni og saltinu við og kælið.Sítrónubörkur (til skrauts)1 sítróna100 g sykur100 g vatn Skerið börkinn af sítrónunni. Fjarlægið allt það hvíta af berkinum. Skerið börkinn í þunna strimla. Blansið börkinn þrisvar sinnum (börkurinn settur í vatn og hitaður upp að suðu og færður svo yfir í kalt vatn). Sjóðið sykur og vatn saman. Setjið börkinn út í og leyfið að krauma við vægan hita í 15 til 20 mín. þar til hann er orðinn gegnsær.Samsetning Skerið bolluna í tvennt og dýfið toppnum í karamelluna. Fyllið botninn með sítrónukremi og sprautið rjómanum á. Skreytið með hnetum og sítrónuberki. Birtist í Fréttablaðinu Bolludagur Brauð Uppskriftir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Aðalheiður Dögg Reynisdóttir eftirréttakokkur lærði í Le Cordon Bleu. Hún er aðeins 22 ára gömul og hefur haft bakstur að ástríðu frá barnsaldri. „Ég byrjaði að baka mjög ung og þegar kom að því að ákveða hvað ég ætlaði að leggja fyrir mig þá var það einföld ákvörðun. Ég lauk námi í bakaraiðn við Hótel- og matvælaskólann og lauk á sama tíma prófi sem iðnstúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi. Þaðan fór ég til náms í Le Cordon Bleu í London og fékk styrk úr Hvatningarsjóði iðnnema sem auðveldaði mér að láta drauminn rætast,“ segir Aðalheiður Dögg frá. „Skólinn reyndist mér vel, ég lærði mikið og það eru margir flottir kokkar sem kenna við skólann. Iðnnám finnst mér stundum vanmetið á Íslandi. En iðn er hluti af lífi allra, ég var mjög þakklát fyrir það að hljóta þennan styrk og bendi ungu fólki á að það eru miklu fleiri leiðir í boði en það heldur,“ segir hún. Hún tók starfsnámið á Michelin-stjörnustaðnum, Pollen Street Social. „Þetta er auðvitað allt öðruvísi en hér heima og erfitt að lýsa andanum á veitingastaðnum. Á hverjum degi gerðu allir sitt allra besta og dagarnir eru langir, sextán klukkustundir. Maður gefur ekkert eftir,“ segir Aðalheiður. „Þó að álagið hafi verið mikið þá lærði ég mikið og það var ýtt undir það,“ segir hún. Og ástríðan fyrir bakstri er hvergi á undanhaldi. „Ég get hugsað mér að gera þetta alla ævi, það eru svo margir möguleikar. Ég byrjaði í bakstri en það er alltaf eitthvað nýtt hægt að læra,“ segir Aðalheiður Dögg sem starfar um þessar mundir á veitingastaðnum Moss við Bláa lónið. „Það er frábært að vinna þar og í þessu fallega umhverfi og það er ágætt að vera í rólegri takti hér heima,“ segir hún. Aðalheiður gætir að öllum smáatriðum, sítrónubörkurinn og karamellan er ómissandi. Fréttablaðið/Ernir Uppskrift fyrir um 12 bollur Heslihnetupraline-bolla með sítrónukremi (Lemon Curd)150 g vatn150 g mjólk4g salt5 g sykur270 g smjör240 g hveiti360 g egg Hitið vatnið, mjólkina, saltið, sykurinn og smjörið upp að suðu. Bætið við hveitinu og hrærið vel. Í pottinum myndast deigmassi sem þarf að elda þar til myndast skán á botni pönnunnar. Færið í hrærivél eða skál og hrærið til að kæla deigið örlítið. Bætið við eggjum, einu í einu og hrærið vel á milli. Haldið áfram þangað til blandan er slétt og glansandi og rennur af sleifinni þannig að það myndast eins konar fáni. Setjið blönduna í sprautupoka og sprautið á plötu. Bakið við 180 gráður í um 30 mín. Passið að opna ekki ofninn til að koma í veg fyrir að þær falli.Sítrónukrem120 g sítrónusafi (um 3 sítrónur)Börkur af einni sítrónu150 g sykur180 g egg40 g smjör Setjið sykurinn safann og börk í pott og hitið að suðu. Brjótið eggin í skál og hrærið saman. Hellið heitu sykurblöndunni yfir eggin og hrærið á meðan. Setjið skálina yfir vatnsbað og hrærið þar til blandan þykknar (um 68°C). Færið af hitanum og sigtið. Takið smjörið og hrærið því vel saman við. Kælið.Praline200 g heslihnetur200 g sykur6 msk. vatn Ristið heslihneturnar í 160°C ofni þar til þær eru gullnar. Takið hneturnar út og brjótið gróflega. Setjið sykurinn og vatnið í pott. Sjóðið karamelluna þar til vatnið er allt gufað uppog sykurinn orðinn karmelíseraður. Hellið heitri blöndunni yfir hneturnar og leyfið karamellunni að kólna alveg. Takið karamelluhneturnar og brjótið niður í minni búta. Endilega geyma nokkra sem þið getið notað til að skreyta bollurnar ykkar. Setjið í matvinnsluve´l og vinnið þar til þið hafið myndað paste eða praline.Praline-rjómi300 g praline90 g rjómi500 ml rjómi Hitið minni hlutann af rjómanum upp að suðu. Hellið í þrem hlutum saman við praline-ið á meðan þið hrærið vel. Blanda þar til blandan er orðin slétt og glansandi, það er líka gott að nota töfrasprota til að koma blöndunni saman. Leyfið blöndunni að kólna. Þeytið stærri hlutann af rjómanum. Takið smá af þeytta rjómanum og blandið varlega saman við praline-blönduna. Bætið svo við restinni af rjómanum og blandið vel.Karamella125 g sykur3 msk. vatn125 g rjómi1/2 tsk. vanilludroparKlípa af sjávarsalti Setjið sykur og vatn í pott og sjóðið þar til blandan er gullbrún. Takið af hellunni og bætið rjómanum við í pörtum. Passið ykkur á gufunni sem kemur. Bætið vanillunni og saltinu við og kælið.Sítrónubörkur (til skrauts)1 sítróna100 g sykur100 g vatn Skerið börkinn af sítrónunni. Fjarlægið allt það hvíta af berkinum. Skerið börkinn í þunna strimla. Blansið börkinn þrisvar sinnum (börkurinn settur í vatn og hitaður upp að suðu og færður svo yfir í kalt vatn). Sjóðið sykur og vatn saman. Setjið börkinn út í og leyfið að krauma við vægan hita í 15 til 20 mín. þar til hann er orðinn gegnsær.Samsetning Skerið bolluna í tvennt og dýfið toppnum í karamelluna. Fyllið botninn með sítrónukremi og sprautið rjómanum á. Skreytið með hnetum og sítrónuberki.
Birtist í Fréttablaðinu Bolludagur Brauð Uppskriftir Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira