Sull Þórarinn Þórarinsson skrifar 1. mars 2019 07:00 Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Ég var átján ára þegar bjórmúrinn féll á Íslandi 1. mars 1989 og þótt ég hafi ekki verið í blakkáti man ég ekki hvar ég var þegar 4,5% frelsisbylgjan skall á landinu. Þessi stórkostlegu tímamót komu mér bara ekki rassgat við vegna þess að ég var ekki byrjaður að drekka þannig að ég veit þó fyrir víst að ég var ekki í taumlausri gleði með einn ískaldan á frelsiskantinum. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr en tveimur árum síðar þegar kærastan mín blandaði mér í glas í fyrsta sinn. Romm í kók. Hún skildi síðan við mig fjórtán árum síðar vegna þess að ég var alkóhólisti. Henni að þakka samt að ég stökk yfir bjórinn beint í rommið en eftir að ég byrjaði að misnota áfengi furða ég mig enn frekar á bjórdýrkuninni. Þessi ömurlegasta útgáfa af etanóli er varla ölkum bjóðandi. Bjórinn er hallærislegur og kjánalegur, enda þjóðardrykkur fótboltabullna, plebba og snobbara sem upphefja alkóhólisma sinn með endalausu IPA-hjali um að sullið þeirra sé eins og bernaise-sósa gerð frá grunni á meðan Gullið er eins og pakkasósa frá Knorr. Og? Áfengi er hugbreytandi efni þannig að tilgangurinn með neyslu þess er augljós og þá er nú skömminni skárra að gera það hratt og örugglega með alvöru áfengi frekar en að dunda sér við það og verða latur, þreyttur og feitur í leiðinni. Frelsi er samt alltaf gott og ekki verra að geta fagnað þrjátíu ára bjórfrelsi á föstudegi. Ekki að þetta hafi markað lausn úr einhverri ægilegri ánauð þar sem hér var og er allt fljótandi í landa, Smirnoff, Bacardi og íslensku brennivíni. Ég skála bara með ykkur í romm&kók á meðan þið lepjið sullið enda er frjáls Kúba miklu skemmtilegri en frjálst Ísland sem er jú, latt, feitt og leiðinlegt.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar