Hver er lykillinn að velgengni Game of Thrones? Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 08:45 Leikarar Game of Thrones segja dauða Ned Stark hafa verið vendipunkt í velgengni þáttanna. Vísir/HBO Við eigum öll í það minnsta einn vin, ef við erum heppin eru þeir ekki fleiri, sem segir reglulega: „Ég get ekki horft á myndir/þætti sem geta ekki gerst í alvörunni“. Þar eiga þau yfirleitt við allt sjónvarpsefni sem gerist í ævintýraheimum og vísindaskáldskap. Þegar þetta fólk er ekki að fara í taugarnar á okkur er réttast að vorkenna þeim. Margir þessara „vina“ hafa þrátt fyrir þetta „prinsipp“ þeirra, horft á Game of Thrones. Eðlilega. Einn „vinur“ minn, hann Biggi, hefur þó þráast við og neitar enn að horfa og þreytist hann aldrei á því að segja að Game of Thrones sé í raun ekkert annað en „túttur og dvergaklám“, sem er óþolandi. En hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? Undirritaður sótti sérstakan blaðamannaviðburð í London í síðasta mánuði þar sem átján af aðalleikurum Game of Thrones ræddu við blaðamenn. Í mínu tilfelli var ég í hópi tólf til fjórtán blaðamanna og vörðum við heilum degi í hótelherbergi þar sem leikarar voru leiddir fyrir okkur, flestir í pörum, og fengum við um tuttugu mínútur með þeim í senn. Sá leikari sem komst ef til vill næst því að finna svar við þeirri spurningu hvað útskýrir velgengni Game of Thrones, var líklegast Conlaith Hill. „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Hill. „Ef ég vissi það, þá væri ég ekki hér. Ég væri að framleiða mína eigin sjónvarpsþætti eins og Game og Thrones aftur og aftur.“ Hann sagðist þó hafa áttað sig á því að GOT væri að verða stærðarinnar fyrirbæri þegar þættir eins og Simpsons voru farnir að vitna í ævintýri Westeros. „Þá vissi ég: Guð minn góður. Þetta er stórt. Game of Thrones er mun stærra fyrirbæri en við héldum eða ímynduðum okkur að þættirnir gætu orðið.“ Hér að neðan verður farið yfir hvað aðrir leikarar höfðu um velgengni Game of Thrones að segja og fleiri vangaveltur um hvað geri þættina eins vinsæla og þeir eru.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Nikolaj Coster-Waldau sem leikur Jaime Lannister.Vísir/HBOTrúverðugar persónur Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) sagði vinsældir GOT snúast um persónur þáttanna. „Þær eru svo trúverðugar. Kjarni þáttanna er svo sá að enginn er öruggur. Níundi þáttur fyrstu þáttaraðar var lykilþáttur. Mun fólk sætta sig við það að þú drepir aðalpersónuna? Það er engin spurning að Ned Stark var söguhetja fyrstu þáttaraðar. Við vorum að fylgjast með hans ferð og okkur var talið trú um að saga hans væri Game of Thrones. Hvernig mun Ned Stark lifa af og slíkt. Þá fauk hausinn af og á þeim tíma man ég eftir því að fullt af fólki varð reitt og sagðist aldrei ætla að horfa aftur á Game of Thrones. Þau horfðu samt,“ sagði Nikolaj. Hann sagði einnig frá því þegar hann var að byrja í Game of Thrones. „Þegar ég sagði að ég væri að fara að vera í þætti frá HBO, fannst öllum það mjög töff. Ég var spurður hvort það væri um glæpamenn eða eitthvað slíkt. Ég svaraði og sagði þetta vera ævintýrasögu með dreka og galdur. Þá horfði fólk á mig með vorkunn og sögðu að þetta yrði líklegast ömurlegt. Maður veit aldrei. Nú eru allir að reyna að skapa eigin útgáfu af Game of Thrones. Meira að segja HBO er að gera aðra útgáfu af Game of Thrones.“ Liam Cunningham (Davos Seaworth) benti fyrir sitt leyti á sögusköpunina og dauða Ned Stark. Hann sagði Evrópubúa ef til vill vera vana óhefðbundnum frásögnum, ef svo má að orði komast, og þá meira en Bandaríkjamenn. „Bandaríkjamenn eru vanir því að maðurinn með hvíta hattinn vinni. Maðurinn með svarta hattinn mun tapa. Það er gefið. Svo þegar við sáum hvíta hattinn höggvinn af Sean Bean horfði fólk og sagði: „Afsakið. Hvað í andskotanum var eiginlega að gerast?“ Hann sagði að með því hefði áhorfendum orðið ljóst að reglubókinni hefði verið kastað út um gluggann. „Þú hefur áhyggjur af persónunum. Enginn er öruggur,“ sagði hann. „Hver í andskotanum er næstur?“Nokkrir þættir í einum Jacob Anderson (Grey Worm) sagði ekki auðvelt að svara spurningunni um velgengni GOT. „Ef það væri auðvelt að svara þessari spurningu, væru allir að framleiða slíka þætti,“ sagði Anderson. Hann sagði einnig að Game of Thrones innihéldi gott jafnvægi á milli sögulína. „Það er í raun nokkrir þættir í Game of Thrones. Ég held að einhverjir hafi laðast að þáttunum vegna einnar sögulínu en dregist inn í aðrar í leiðinni. Þú byrjar kannski að horfa vegna bardaganna en heldur áfram að horfa vegna fjölskylduátakanna.“ Joe Dempsie (Gendry) rakti velgengni þáttanna sérstaklega til David Benioff og Dan Brett Weiss, forsvarsmanna Game of Thrones, og annarra sem að þáttunum komu. Það hefði verið einstaklega lítið um aðila sem litu stórt á sig. Það hefði gengið sérstaklega vel að velja leikara í hlutverk. „Þetta snýr ekki bara að leiklistarhæfileikum heldur allrar gullgerðarlistarinnar, sem er erfitt að átta sig á,“ sagði Dempsie. Allir hefðu smellpassað í sín hlutverk.Rory McCann.Vísir/HBOBrjóta gegn „reglum“ hefðbundins sjónvarps Rory McCann (Sandor Clegane/The Hound) sagði velgengnina byggja á bókum George R. R. Martin og hann skyldi í rauninni ekki hvernig hann hefði farið að því að skrifa bækurnar. Persónurnar væru góðar og sagan væri góð og spennandi. „Þegar maður les bækurnar verður maður nánast að fara út í búð og kaupa veggspjald og skrifa glósur til að halda utan um þetta,“ sagði hann. Þá sagði hann magnað hvernig til hefði tekist að sniða sögu bókanna að handriti fyrir sjónvarpsþætti og halda sögunni í senn góðri. Kristofer Hivju (Tormund Giantsbane) sagði söguna innihalda svo marga þræði að áhorfendur hefðu áhuga á mörgum persónum. Game of Thrones innihéldi eitthvað fyrir alla. Þá sagði hann þættina brjóta gegn „reglum“ hefðbundins sjónvarps. Síðustu fimmtíu ár vissu sjónvarpsáhorfendur að í spennusögum myndu söguhetjurnar leysa málið að lokum og svo framvegis. Oftar en ekki væri nóg að horfa á fyrstu hluta kvikmynda og þátta til að vita hvað myndi gerast. „Í þessum þáttum hefur þú ekki hugmynd,“ sagði Kristofer og líkti þáttunum við íþróttir þar sem staða leikja getur breyst mjög hratt. Hið sama mætti segja um Game of Thrones þar sem sagan geti breyst mjög hratt. Hann segðist einu sinni hafa horft á þátt í fjölmenni og sagði það hafa verið mjög líkt því að vera á íþróttaviðburði. Fólk hefði fagnað og kvartað yfir gangi þáttarins. Hann sagði ómögulegt að segja til um hvað myndi gerast í Game of Thrones, sama hve mikið fólk reyndi. „Þegar þeir drepa Ned Stark í fyrstu þáttaröð, þá leggur það línurnar. Hvað sem er getur gerst.“Samspil margra þátta Gwendoline Christie (Brienne of Tarth) sagðist ekki vita svarið við því af hverju GOT væru svona vinsælir og sagðist telja það samspil margra þátta. „Mannlegi þátturinn og sambönd persóna spiluðu stóra rullu en það þættirnir gerðust í ævintýraheimi veiti áhorfendum ákveðna fjarlægð svo sagan væri ekki of lík okkar eigin heimi,“ sagði hún. „Bækurnar og handrit David og Dan innihalda mjög óhefðbundnar frásagnarlistir. Til dæmis það að Ned Stark hafi verið drepinn í fyrstu þáttaröð. Það var sjokkerandi af því það storkaði hefðum og venjum sjónvarps.“ Hún sagði það hafa vakið áhuga fólks en á sama tíma og söguþræðir Game of Thrones væru sjokkerandi væri það vegna þess að þættirnir héldu spegli að mannlegri hegðun. Áhorfendur eigi að vissu leyti auðvelt með að tengja við söguþræðina. Christie taldi einnig að það hafi spilað inn í velgengni þáttanna hve óhefðbundnar persónur Game of Thrones eru. Þeir sem telji sig utangarðs hafi átt sérstaklega auðvelt með að mynda tengsl við persónurnar og þættina. Internetið hefði sömuleiðis komið að. Miklar umræður um þættina hafi myndast víða. „Þetta er eitthvað sem er í rauninni ekki hægt að spá fyrir um. Ég veit ekki hver snilldin við Game of Thrones er. Það veit enginn. Þættirnir áttu aldrei að verða svona vinsælir. Fólk átti ekki von á því.“ Hún sagði einhverja hafa átt von á því að þættirnir yrðu vinsælir en engin hafi búist við svo miklum vinsældum.Gemma Whelan.Vísir/HBOÁvanabindandi óvissa Iain Glen (Ser Jorah Mormont) sagðist hafa haft einhverja tilfinningu fyrir GOT. Hann sagði eiginkonu sína hafa nýverið minnt hann á að eftir að hann hitti David Beniof og D.B. Weiss í fyrsta sinn hafi sagði hann henni að hann vildi innilega fá hlutverk Jorah, sem hann geri yfirleitt ekki þegar hann sækist eftir hlutverkum. „Ég hefði einhverja tilfinningu fyrir því.“ Hann sagði það þó einungis hafa verið einhverja tilfinningu. Enginn hafi í raun séð fyrir hve vinsælt þættirnir yrðu. Fyrsti þættinum hefði ekki gengið vel og þó fyrsta þáttaröðin hafi veri góð hefði hún ekki verið gífurlega vinsæl, heilt yfir litið. Síðan hafi vinsældir þáttanna tekið stökk. „Ég held að að hluta til megi rekja það til hvers hve öðruvísi fyrsta þáttaröðin hafi verið. Það tók fólk tíma að átta sig á því hve mikinn áhuga á þáttunum þau höfðu. Það var svo mikið um óvæntar uppákomur í fyrstu þáttaröðinni. Fólk sem þú hélst að þú myndir fylgjast með missti höfuðið og miklar vendingar voru á sögunni. Þetta var grafískt og það var ekki auðvelt að fylgja sögunni. Þessi óvissa varð ávanabindandi. Þú vildir komast að því hver tengsl persóna voru, af hverju þessi sagði þetta og ef þú beiðst í eina og hálfa þáttaröð komstu að því. Veistu hvað ég á við? Það var ekki endilega auðvelt að fylgjast með þáttunum en það held ég að sé ein af ástæðunum fyrir því hve vinsælir þættirnir urðu.“ Gemma Whelan (Yara Greyjoy), sem byrjaði í annarri þáttaröð, sagðist í fyrstu hafa talið að Game of Thrones væri eins og Dungeons and Dragons [Vinsælt hlutverkaspil sem gerist í ævintýraheimi]. Hún hafi hins vegar fljótt komist að því að þættirnir væru mun meira en það. Það væri ákveðin ævintýrahlið á þeim en það væri mun meira um dramatík og spennu. Fyrir áheyrnarprufu hennar horfði hún á alla fyrstu þáttaröðina á tveimur dögum og sagðist hafa elskað þessa þætti. Hún nefndi einnig þá óvissu sem áhorfendur þurfa að búa við og það að margir óþekktir leikarar hefðu verið ráðnir. „Við erum ekki þekkt. Því horfir fólk á þetta með öðrum augum en ef þau þekktu leikara úr hinum og þessum þáttum.“ Whelan sagðist einnig hafa haft einhverja tilfinningu fyrir þessum þáttum og þeir dagar sem liðu áður en hún fékk að vita að hún hefði fengið hlutverk Yöru hafi verið einstaklega lengi að líða.Robb Stark kunni að sigra orrustur en kunni ekki að nýta sér sigrana.Vísir/HBOPersónurnar lykilatriði Taka má vangaveltur leikaranna saman í nokkrum orðum: Reglubókin út um gluggann, óvissa, trúverðugar persónur, mismunandi sögur og góð og vel skrifuð saga. Það er þó óhætt að segja að saga Game of Thrones hafi farið versnandi eftir að þættirnir fóru fram úr bókunum. Fyrir mitt leyti er mikið til í þessu. Persónur Game of Thrones eru sérstaklega vel skrifaðar, trúverðugar og mannlegar. Hetjur gera mistök, eru jafnvel ekki svo miklar hetjur þegar á hólminn er komið og geta jafnvel dáið. Sem er öðruvísi en gengur og gerist. Það er eitthvað til í því að þessi óvissa sé ávanabindandi. Eddard Stark var söguhetja Game of Thrones og ég hlakkaði mikið til þess að fylgjast með Sean Bean bjarga öllum í Westeros frá Hvítgenglunum og berjast við Khal Drogo og Daenerys. Svo var hann drepinn og Khal Drogo dó líka og ég varð mjög spenntur yfir því að fylgjast með Robb Stark sigra Lannister ættina og sigra svo Hvítgenglana. Það fór þó ekki alveg eftir væntingum mínum. Það er líklega einn helsti kostur Game of Thrones. Það að þættirnir standast ekki væntingar okkar, ef svo má að orði komast, og kannski sérstaklega í fyrstu þáttaröðunum. Það sem maður hélt að myndi gerast gerðist ekki. Yfir þáttaraðirnar höfum við sömuleiðis fengið aukna innsýn í „vondu karla“ Game of Thrones. Fyrir utan tvo drullusokka (Joffrey og Ramsay) þá er dýpt í persónum þáttanna sem sést ekki í hvaða sjónvarpsefni sem er. Tökum Jaime Lannister sem dæmi. Fyrst þegar við kynntumst honum var hann hrokafullur drullusokkur sem stundaði sifjaspell og kastaði Bran út um glugga svo hann lamaðist. Svo komumst við að því að hann hafði stungið konunginn sem honum var ætlað að vernda í bakið. Hann stakk Jorey Cassel í augað og handsamaði hetjuna okkar, Eddard Stark. Hann var fáviti í alla staði. Seinna meir lærðum við meira um af hverju hann hagaði sér eins og fáviti. Hann drap Arys af því hann ætlaði að brenna Kings Landing til grunna og alla sem þar bjuggu. Jaime telur morð Arys vera það heiðvirðasta sem hann hefur nokkurn tímann gert og hann var fyrirlitinn fyrir vikið.Þegar Jaime kastaði Bran út um gluggann sagði hann: „Það sem ég geri ekki fyrir ástina.“ Ef upp hefði komist um sifjaspell þeirra hefði Cersei verið drepin og mögulega öll börn þeirra líka. Hann reyndi því svo sannarlega að drepa barn fyrir ástina. Ég er mögulega að opinbera einhvers konar siðblindu hérna en mér finnst það skiljanlegt að einhverju leyti. Eitthvað ókunnugt barn fyrir ástkonu þína og þrjú börn ykkar. Steinliggur. Hann reyndi líka eftir fremsta megni að standa við samkomulagið sem hann gerði við Catelyn Stark um að bjarga Sönsu og Aryu. Þegar hann loks komst til Kings Landing voru þær báðar horfnar og því sendi hann Brienne til að finna þær og koma þeim í öruggt skjól. Í síðustu þáttaröð fór Jaime loksins frá Cersei. Nikolaj er þó ekki á því að hann hafi loksins séð í gegnum hana. Heldur hafi hann séð þann eina kost í stöðunni að stöðva Hvítgenglana og hina dauðu, áður en þeir geta drepið Cersei. „Þegar hann fer frá henni gerir hann það vegna þeirra einu ástæðu sem kæmi nokkurn tímann til greina. Það er sama ástæðan og hann nefndi í fyrsta þætti Game of Thrones: „Það sem ég geri ekki fyrir ástina“. Hann fer frá henni vegna ástar. Ástar hans á henni og hins ófædda barns. En, hvort þau munu hittast aftur? Það veit enginn.“Einn og yfirgefinn Sandor Clegane á sér að vissu leyti sambærilega sögu og Jaime. Þegar hann var barn brenndi Gregor bróðir hans hann illa. Enginn trúði því að bróðir hans hefði brennt hann og honum hefur ávalt fundist hann standa einn með gegn öllum heiminum. Alla tíð var komið fram við hann eins og skrímsli. Hann hagaði sér því eins og skrímsli. Við vissum ekkert að þessu í byrjun og flestir áhorfendur hötuðu Sandor. Seinna meir, þegar hann var á ferðalagi með Aryu, sagði hann henni þessa sögu. Á þremur mínútum fóru áhorfendur að sjá Sandor í allt öðru ljósi.Eini vondi karlinn sem við vitum lítið sem ekkert um er Næturkonungurinn. Það eina sem við vitum í rauninni um hann er að hann er sömuleiðis fórnarlamb aðstæðna sinna og ekki endilega bara „illur“ vondur karl. Hann var maður sem Börn skógarins breyttu með göldrum og ætluðu að nota hann gegn mönnunum. Það er líka rétt að það eru margar sögur í Game of Thrones og þar megi mögulega finna eitthvað fyrir alla. Það er alls konar drama í þáttunum Þættirnir innihalda jafnt smáa bardaga sem stærðarinnar orrustur, fjölskyldudrama, einstaklega góð samtöl á milli persóna (Þetta er eitt af mínum uppáhalds) og margt fleira. Við þetta verður þó að bæta mögnuðu framleiðsluferli sem á sér varla hliðstæðu í sjónvarpssögunni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem snúa að þessu framleiðsluferli. Annað er um áhættuleikara og hitt er um þau gervi sem þarf að skapa við framleiðslu Game of Thrones. Það er því án efa samspil margra þátta sem valda vinsældum þáttanna. Sagan, persónur og metnaður í framleiðslu. Eflaust hefur Conlaith Hill þó réttast fyrir sér. Ef það væri auðvelt að svara þeirri spurningu af hverju Game of Thrones eru svo vinsælir þættir, þá væru allir að framleiða slíka þætti. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Við eigum öll í það minnsta einn vin, ef við erum heppin eru þeir ekki fleiri, sem segir reglulega: „Ég get ekki horft á myndir/þætti sem geta ekki gerst í alvörunni“. Þar eiga þau yfirleitt við allt sjónvarpsefni sem gerist í ævintýraheimum og vísindaskáldskap. Þegar þetta fólk er ekki að fara í taugarnar á okkur er réttast að vorkenna þeim. Margir þessara „vina“ hafa þrátt fyrir þetta „prinsipp“ þeirra, horft á Game of Thrones. Eðlilega. Einn „vinur“ minn, hann Biggi, hefur þó þráast við og neitar enn að horfa og þreytist hann aldrei á því að segja að Game of Thrones sé í raun ekkert annað en „túttur og dvergaklám“, sem er óþolandi. En hvað er það við GOT sem nær til þessara mismunandi hópa, þvert á aldur, áhugasvið og drullusokka-stig? Undirritaður sótti sérstakan blaðamannaviðburð í London í síðasta mánuði þar sem átján af aðalleikurum Game of Thrones ræddu við blaðamenn. Í mínu tilfelli var ég í hópi tólf til fjórtán blaðamanna og vörðum við heilum degi í hótelherbergi þar sem leikarar voru leiddir fyrir okkur, flestir í pörum, og fengum við um tuttugu mínútur með þeim í senn. Sá leikari sem komst ef til vill næst því að finna svar við þeirri spurningu hvað útskýrir velgengni Game of Thrones, var líklegast Conlaith Hill. „Ég hef ekki hugmynd,“ sagði Hill. „Ef ég vissi það, þá væri ég ekki hér. Ég væri að framleiða mína eigin sjónvarpsþætti eins og Game og Thrones aftur og aftur.“ Hann sagðist þó hafa áttað sig á því að GOT væri að verða stærðarinnar fyrirbæri þegar þættir eins og Simpsons voru farnir að vitna í ævintýri Westeros. „Þá vissi ég: Guð minn góður. Þetta er stórt. Game of Thrones er mun stærra fyrirbæri en við héldum eða ímynduðum okkur að þættirnir gætu orðið.“ Hér að neðan verður farið yfir hvað aðrir leikarar höfðu um velgengni Game of Thrones að segja og fleiri vangaveltur um hvað geri þættina eins vinsæla og þeir eru.Fyrsti þáttur áttundu þáttaraðarinnar verður frumsýndur á Stöð 2 aðfaranótt mánudagsins 15. apríl, á sama tíma og annars staðar í heiminum. Fyrri þáttaraðir Game of Thrones er hægt að finna á Stöð 2 Maraþon.Nikolaj Coster-Waldau sem leikur Jaime Lannister.Vísir/HBOTrúverðugar persónur Nikolaj Coster-Waldau (Jaime Lannister) sagði vinsældir GOT snúast um persónur þáttanna. „Þær eru svo trúverðugar. Kjarni þáttanna er svo sá að enginn er öruggur. Níundi þáttur fyrstu þáttaraðar var lykilþáttur. Mun fólk sætta sig við það að þú drepir aðalpersónuna? Það er engin spurning að Ned Stark var söguhetja fyrstu þáttaraðar. Við vorum að fylgjast með hans ferð og okkur var talið trú um að saga hans væri Game of Thrones. Hvernig mun Ned Stark lifa af og slíkt. Þá fauk hausinn af og á þeim tíma man ég eftir því að fullt af fólki varð reitt og sagðist aldrei ætla að horfa aftur á Game of Thrones. Þau horfðu samt,“ sagði Nikolaj. Hann sagði einnig frá því þegar hann var að byrja í Game of Thrones. „Þegar ég sagði að ég væri að fara að vera í þætti frá HBO, fannst öllum það mjög töff. Ég var spurður hvort það væri um glæpamenn eða eitthvað slíkt. Ég svaraði og sagði þetta vera ævintýrasögu með dreka og galdur. Þá horfði fólk á mig með vorkunn og sögðu að þetta yrði líklegast ömurlegt. Maður veit aldrei. Nú eru allir að reyna að skapa eigin útgáfu af Game of Thrones. Meira að segja HBO er að gera aðra útgáfu af Game of Thrones.“ Liam Cunningham (Davos Seaworth) benti fyrir sitt leyti á sögusköpunina og dauða Ned Stark. Hann sagði Evrópubúa ef til vill vera vana óhefðbundnum frásögnum, ef svo má að orði komast, og þá meira en Bandaríkjamenn. „Bandaríkjamenn eru vanir því að maðurinn með hvíta hattinn vinni. Maðurinn með svarta hattinn mun tapa. Það er gefið. Svo þegar við sáum hvíta hattinn höggvinn af Sean Bean horfði fólk og sagði: „Afsakið. Hvað í andskotanum var eiginlega að gerast?“ Hann sagði að með því hefði áhorfendum orðið ljóst að reglubókinni hefði verið kastað út um gluggann. „Þú hefur áhyggjur af persónunum. Enginn er öruggur,“ sagði hann. „Hver í andskotanum er næstur?“Nokkrir þættir í einum Jacob Anderson (Grey Worm) sagði ekki auðvelt að svara spurningunni um velgengni GOT. „Ef það væri auðvelt að svara þessari spurningu, væru allir að framleiða slíka þætti,“ sagði Anderson. Hann sagði einnig að Game of Thrones innihéldi gott jafnvægi á milli sögulína. „Það er í raun nokkrir þættir í Game of Thrones. Ég held að einhverjir hafi laðast að þáttunum vegna einnar sögulínu en dregist inn í aðrar í leiðinni. Þú byrjar kannski að horfa vegna bardaganna en heldur áfram að horfa vegna fjölskylduátakanna.“ Joe Dempsie (Gendry) rakti velgengni þáttanna sérstaklega til David Benioff og Dan Brett Weiss, forsvarsmanna Game of Thrones, og annarra sem að þáttunum komu. Það hefði verið einstaklega lítið um aðila sem litu stórt á sig. Það hefði gengið sérstaklega vel að velja leikara í hlutverk. „Þetta snýr ekki bara að leiklistarhæfileikum heldur allrar gullgerðarlistarinnar, sem er erfitt að átta sig á,“ sagði Dempsie. Allir hefðu smellpassað í sín hlutverk.Rory McCann.Vísir/HBOBrjóta gegn „reglum“ hefðbundins sjónvarps Rory McCann (Sandor Clegane/The Hound) sagði velgengnina byggja á bókum George R. R. Martin og hann skyldi í rauninni ekki hvernig hann hefði farið að því að skrifa bækurnar. Persónurnar væru góðar og sagan væri góð og spennandi. „Þegar maður les bækurnar verður maður nánast að fara út í búð og kaupa veggspjald og skrifa glósur til að halda utan um þetta,“ sagði hann. Þá sagði hann magnað hvernig til hefði tekist að sniða sögu bókanna að handriti fyrir sjónvarpsþætti og halda sögunni í senn góðri. Kristofer Hivju (Tormund Giantsbane) sagði söguna innihalda svo marga þræði að áhorfendur hefðu áhuga á mörgum persónum. Game of Thrones innihéldi eitthvað fyrir alla. Þá sagði hann þættina brjóta gegn „reglum“ hefðbundins sjónvarps. Síðustu fimmtíu ár vissu sjónvarpsáhorfendur að í spennusögum myndu söguhetjurnar leysa málið að lokum og svo framvegis. Oftar en ekki væri nóg að horfa á fyrstu hluta kvikmynda og þátta til að vita hvað myndi gerast. „Í þessum þáttum hefur þú ekki hugmynd,“ sagði Kristofer og líkti þáttunum við íþróttir þar sem staða leikja getur breyst mjög hratt. Hið sama mætti segja um Game of Thrones þar sem sagan geti breyst mjög hratt. Hann segðist einu sinni hafa horft á þátt í fjölmenni og sagði það hafa verið mjög líkt því að vera á íþróttaviðburði. Fólk hefði fagnað og kvartað yfir gangi þáttarins. Hann sagði ómögulegt að segja til um hvað myndi gerast í Game of Thrones, sama hve mikið fólk reyndi. „Þegar þeir drepa Ned Stark í fyrstu þáttaröð, þá leggur það línurnar. Hvað sem er getur gerst.“Samspil margra þátta Gwendoline Christie (Brienne of Tarth) sagðist ekki vita svarið við því af hverju GOT væru svona vinsælir og sagðist telja það samspil margra þátta. „Mannlegi þátturinn og sambönd persóna spiluðu stóra rullu en það þættirnir gerðust í ævintýraheimi veiti áhorfendum ákveðna fjarlægð svo sagan væri ekki of lík okkar eigin heimi,“ sagði hún. „Bækurnar og handrit David og Dan innihalda mjög óhefðbundnar frásagnarlistir. Til dæmis það að Ned Stark hafi verið drepinn í fyrstu þáttaröð. Það var sjokkerandi af því það storkaði hefðum og venjum sjónvarps.“ Hún sagði það hafa vakið áhuga fólks en á sama tíma og söguþræðir Game of Thrones væru sjokkerandi væri það vegna þess að þættirnir héldu spegli að mannlegri hegðun. Áhorfendur eigi að vissu leyti auðvelt með að tengja við söguþræðina. Christie taldi einnig að það hafi spilað inn í velgengni þáttanna hve óhefðbundnar persónur Game of Thrones eru. Þeir sem telji sig utangarðs hafi átt sérstaklega auðvelt með að mynda tengsl við persónurnar og þættina. Internetið hefði sömuleiðis komið að. Miklar umræður um þættina hafi myndast víða. „Þetta er eitthvað sem er í rauninni ekki hægt að spá fyrir um. Ég veit ekki hver snilldin við Game of Thrones er. Það veit enginn. Þættirnir áttu aldrei að verða svona vinsælir. Fólk átti ekki von á því.“ Hún sagði einhverja hafa átt von á því að þættirnir yrðu vinsælir en engin hafi búist við svo miklum vinsældum.Gemma Whelan.Vísir/HBOÁvanabindandi óvissa Iain Glen (Ser Jorah Mormont) sagðist hafa haft einhverja tilfinningu fyrir GOT. Hann sagði eiginkonu sína hafa nýverið minnt hann á að eftir að hann hitti David Beniof og D.B. Weiss í fyrsta sinn hafi sagði hann henni að hann vildi innilega fá hlutverk Jorah, sem hann geri yfirleitt ekki þegar hann sækist eftir hlutverkum. „Ég hefði einhverja tilfinningu fyrir því.“ Hann sagði það þó einungis hafa verið einhverja tilfinningu. Enginn hafi í raun séð fyrir hve vinsælt þættirnir yrðu. Fyrsti þættinum hefði ekki gengið vel og þó fyrsta þáttaröðin hafi veri góð hefði hún ekki verið gífurlega vinsæl, heilt yfir litið. Síðan hafi vinsældir þáttanna tekið stökk. „Ég held að að hluta til megi rekja það til hvers hve öðruvísi fyrsta þáttaröðin hafi verið. Það tók fólk tíma að átta sig á því hve mikinn áhuga á þáttunum þau höfðu. Það var svo mikið um óvæntar uppákomur í fyrstu þáttaröðinni. Fólk sem þú hélst að þú myndir fylgjast með missti höfuðið og miklar vendingar voru á sögunni. Þetta var grafískt og það var ekki auðvelt að fylgja sögunni. Þessi óvissa varð ávanabindandi. Þú vildir komast að því hver tengsl persóna voru, af hverju þessi sagði þetta og ef þú beiðst í eina og hálfa þáttaröð komstu að því. Veistu hvað ég á við? Það var ekki endilega auðvelt að fylgjast með þáttunum en það held ég að sé ein af ástæðunum fyrir því hve vinsælir þættirnir urðu.“ Gemma Whelan (Yara Greyjoy), sem byrjaði í annarri þáttaröð, sagðist í fyrstu hafa talið að Game of Thrones væri eins og Dungeons and Dragons [Vinsælt hlutverkaspil sem gerist í ævintýraheimi]. Hún hafi hins vegar fljótt komist að því að þættirnir væru mun meira en það. Það væri ákveðin ævintýrahlið á þeim en það væri mun meira um dramatík og spennu. Fyrir áheyrnarprufu hennar horfði hún á alla fyrstu þáttaröðina á tveimur dögum og sagðist hafa elskað þessa þætti. Hún nefndi einnig þá óvissu sem áhorfendur þurfa að búa við og það að margir óþekktir leikarar hefðu verið ráðnir. „Við erum ekki þekkt. Því horfir fólk á þetta með öðrum augum en ef þau þekktu leikara úr hinum og þessum þáttum.“ Whelan sagðist einnig hafa haft einhverja tilfinningu fyrir þessum þáttum og þeir dagar sem liðu áður en hún fékk að vita að hún hefði fengið hlutverk Yöru hafi verið einstaklega lengi að líða.Robb Stark kunni að sigra orrustur en kunni ekki að nýta sér sigrana.Vísir/HBOPersónurnar lykilatriði Taka má vangaveltur leikaranna saman í nokkrum orðum: Reglubókin út um gluggann, óvissa, trúverðugar persónur, mismunandi sögur og góð og vel skrifuð saga. Það er þó óhætt að segja að saga Game of Thrones hafi farið versnandi eftir að þættirnir fóru fram úr bókunum. Fyrir mitt leyti er mikið til í þessu. Persónur Game of Thrones eru sérstaklega vel skrifaðar, trúverðugar og mannlegar. Hetjur gera mistök, eru jafnvel ekki svo miklar hetjur þegar á hólminn er komið og geta jafnvel dáið. Sem er öðruvísi en gengur og gerist. Það er eitthvað til í því að þessi óvissa sé ávanabindandi. Eddard Stark var söguhetja Game of Thrones og ég hlakkaði mikið til þess að fylgjast með Sean Bean bjarga öllum í Westeros frá Hvítgenglunum og berjast við Khal Drogo og Daenerys. Svo var hann drepinn og Khal Drogo dó líka og ég varð mjög spenntur yfir því að fylgjast með Robb Stark sigra Lannister ættina og sigra svo Hvítgenglana. Það fór þó ekki alveg eftir væntingum mínum. Það er líklega einn helsti kostur Game of Thrones. Það að þættirnir standast ekki væntingar okkar, ef svo má að orði komast, og kannski sérstaklega í fyrstu þáttaröðunum. Það sem maður hélt að myndi gerast gerðist ekki. Yfir þáttaraðirnar höfum við sömuleiðis fengið aukna innsýn í „vondu karla“ Game of Thrones. Fyrir utan tvo drullusokka (Joffrey og Ramsay) þá er dýpt í persónum þáttanna sem sést ekki í hvaða sjónvarpsefni sem er. Tökum Jaime Lannister sem dæmi. Fyrst þegar við kynntumst honum var hann hrokafullur drullusokkur sem stundaði sifjaspell og kastaði Bran út um glugga svo hann lamaðist. Svo komumst við að því að hann hafði stungið konunginn sem honum var ætlað að vernda í bakið. Hann stakk Jorey Cassel í augað og handsamaði hetjuna okkar, Eddard Stark. Hann var fáviti í alla staði. Seinna meir lærðum við meira um af hverju hann hagaði sér eins og fáviti. Hann drap Arys af því hann ætlaði að brenna Kings Landing til grunna og alla sem þar bjuggu. Jaime telur morð Arys vera það heiðvirðasta sem hann hefur nokkurn tímann gert og hann var fyrirlitinn fyrir vikið.Þegar Jaime kastaði Bran út um gluggann sagði hann: „Það sem ég geri ekki fyrir ástina.“ Ef upp hefði komist um sifjaspell þeirra hefði Cersei verið drepin og mögulega öll börn þeirra líka. Hann reyndi því svo sannarlega að drepa barn fyrir ástina. Ég er mögulega að opinbera einhvers konar siðblindu hérna en mér finnst það skiljanlegt að einhverju leyti. Eitthvað ókunnugt barn fyrir ástkonu þína og þrjú börn ykkar. Steinliggur. Hann reyndi líka eftir fremsta megni að standa við samkomulagið sem hann gerði við Catelyn Stark um að bjarga Sönsu og Aryu. Þegar hann loks komst til Kings Landing voru þær báðar horfnar og því sendi hann Brienne til að finna þær og koma þeim í öruggt skjól. Í síðustu þáttaröð fór Jaime loksins frá Cersei. Nikolaj er þó ekki á því að hann hafi loksins séð í gegnum hana. Heldur hafi hann séð þann eina kost í stöðunni að stöðva Hvítgenglana og hina dauðu, áður en þeir geta drepið Cersei. „Þegar hann fer frá henni gerir hann það vegna þeirra einu ástæðu sem kæmi nokkurn tímann til greina. Það er sama ástæðan og hann nefndi í fyrsta þætti Game of Thrones: „Það sem ég geri ekki fyrir ástina“. Hann fer frá henni vegna ástar. Ástar hans á henni og hins ófædda barns. En, hvort þau munu hittast aftur? Það veit enginn.“Einn og yfirgefinn Sandor Clegane á sér að vissu leyti sambærilega sögu og Jaime. Þegar hann var barn brenndi Gregor bróðir hans hann illa. Enginn trúði því að bróðir hans hefði brennt hann og honum hefur ávalt fundist hann standa einn með gegn öllum heiminum. Alla tíð var komið fram við hann eins og skrímsli. Hann hagaði sér því eins og skrímsli. Við vissum ekkert að þessu í byrjun og flestir áhorfendur hötuðu Sandor. Seinna meir, þegar hann var á ferðalagi með Aryu, sagði hann henni þessa sögu. Á þremur mínútum fóru áhorfendur að sjá Sandor í allt öðru ljósi.Eini vondi karlinn sem við vitum lítið sem ekkert um er Næturkonungurinn. Það eina sem við vitum í rauninni um hann er að hann er sömuleiðis fórnarlamb aðstæðna sinna og ekki endilega bara „illur“ vondur karl. Hann var maður sem Börn skógarins breyttu með göldrum og ætluðu að nota hann gegn mönnunum. Það er líka rétt að það eru margar sögur í Game of Thrones og þar megi mögulega finna eitthvað fyrir alla. Það er alls konar drama í þáttunum Þættirnir innihalda jafnt smáa bardaga sem stærðarinnar orrustur, fjölskyldudrama, einstaklega góð samtöl á milli persóna (Þetta er eitt af mínum uppáhalds) og margt fleira. Við þetta verður þó að bæta mögnuðu framleiðsluferli sem á sér varla hliðstæðu í sjónvarpssögunni. Hér að neðan má sjá tvö myndbönd sem snúa að þessu framleiðsluferli. Annað er um áhættuleikara og hitt er um þau gervi sem þarf að skapa við framleiðslu Game of Thrones. Það er því án efa samspil margra þátta sem valda vinsældum þáttanna. Sagan, persónur og metnaður í framleiðslu. Eflaust hefur Conlaith Hill þó réttast fyrir sér. Ef það væri auðvelt að svara þeirri spurningu af hverju Game of Thrones eru svo vinsælir þættir, þá væru allir að framleiða slíka þætti.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30 HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30 Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30 Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Sorgleg en tímabær endalok Leikarar hinna gífurlega vinsælu þátta, Game of Thrones, eru einkar sorgmæddir yfir því að þættirnir séu að klárast þó þeim þyki tímabært að binda enda á þennan langa kafla. 11. mars 2019 11:30
HBO staðfestir lengd allra þátta í lokaseríu Game of Thrones Sunnudaginn hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir á dagskrá Stöðvar 2 eins og allar hinar seríurnar sjö. 15. mars 2019 15:30
Bakvið tjöldin á setti Game of Thrones: Hlutverk áhættuleikara mikilvægt Í apríl hefst áttunda og síðasta þáttaröðin af Game of Thrones og verða þættirnir sýndir á Stöð 2 eins og vanalega. 19. mars 2019 13:30
Fyrsta stikla Game of Thrones og hvað þar er að finna Þó vetur sé að skella á með krafti í Westeros og mögulega nóttin langa einnig er að vora hjá okkur hinum. 5. mars 2019 16:00