Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 23:04 Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm „Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
„Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55