Cristiano Ronaldo gæti því fengið bann eða sekt fyrir fagnaðarlæti sín en næstu leikir Juventus í Meistaradeildinni eru á móti Ajax í átta liða úrslitunum.
BREAKING: Cristiano Ronaldo could miss Juventus' Champions League quarter-final against Ajax. pic.twitter.com/abfI10Z4vq
— Goal (@goal) March 18, 2019
Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í 3-0 sigri Juve í seinni leiknum í sextán liða úrslitunum á móti Atletico og skaut Juventus þar með áfram í átta liða úrslitunum.
Portúgalinn magnaði gæti hins vegar verið í vandræðum vegna þess hvernig hann fagnaði þriðja og síðasta marki sínu í þessum leik.
OFFICIAL: Cristiano Ronaldo has been charged with improper conduct by UEFA for his goal celebration during last week’s win against Atletico Madrid. pic.twitter.com/KfceHan9fD
— Squawka News (@SquawkaNews) March 18, 2019
Þar var á ferðinni svokallað „cojones“ fagn. Ronaldo var þar greinilega að svara því hvernig Diego Simeone, stjóri Atletico, fagnaði í 2-0 sigri Atletico Madrid í fyrri leik liðanna.
Erlendir fjölmiðlar telja það ekki líklegt að Ronaldo verði settur í bann. Simeone fékk 18 þúsund evru sekt frá UEFA fyrir sitt fagn en ekkert leikbann og því er það langlíklegasta niðurstaðan fyrir Ronaldo.