Skerðing jöfnunarsjóðs eins og þruma úr heiðskíru lofti Sighvatur Jónsson skrifar 17. mars 2019 12:15 Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri á Ísafirði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins. Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir að tillögur fjármálaráðherra um niðurskurð fjárframlaga til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga komi eins og þruma úr heiðskíru lofti. Komi þær til framkvæmda séu forsendur brostnar varðandi flutning þjónustu við fatlað fólk frá ríki til sveitarfélaga. Fjármálaráðherra hyggst breyta framlögum til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Ráðherrar fjármála og sveitarstjórnarmála hafa ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins. Samkvæmt útreikningi Sambands íslenskra sveitarfélaga þýðir þetta að fjárframlög til sveitarfélaga verða skert um ríflega þrjár milljarða króna á næstu tveimur árum. Framkvæmdastjóri sambandsins sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hugmyndir ríkisins hljóti að vera fljótfærnisleg mistök sem verði leiðrétt. Hann benti á að niðurskurðurinn kæmi verst niður á sveitarfélögum á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, heyrði fyrst af tillögum fjármálaráðherra í fjölmiðlum. „Þetta kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti, við heyrðum af þessu fyrst í gær í fréttum og það er með ólíkindum að þetta skuli koma þannig í fangið á okkur,“ segir Guðmundur.Forsendubrestur vegna þjónustu við fatlaða Guðmundur nefnir sem dæmi að nú þegar dugi framlög ríkisins ekki öllum sveitarfélögum svo þau geti staðið undir lögbundinni þjónustu við fatlað fólk eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríki til sveitarfélaga. „Ef við tökum dæmi fyrir sveitarfélög eins og Ísafjarðarbæ þá er um 30 milljóna króna gat að ræða á hverju einasta ári, þar sem framlög ríkisins hafa ekki haldið í við kostnaðinn og þá aðallega launakostnað,“ segir Guðmundur. Hann segir það borðleggjandi að ef framlög ríkis til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði skert séu forsendur brostnar vegna flutnings málaflokksins.
Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ Sjá meira