Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2019 12:01 Lögreglubíll við Moskuna miklu í París í morgun. Vísir/EPA Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019 Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Frönsk yfirvöld hafa hert öryggisgæslu við tilbeiðslustaði í kjölfar fjöldamorðanna í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Að minnsta kosti 49 eru látnir eftir skotárás morðingjans sem virðist hafa verið hægriöfgamaður. Slökkt verður á Eiffel-turninum í kvöld til að minnast fórnarlambanna. Stærsta samfélag múslima í Vestur-Evrópu er að finna í Frakklandi. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði að öryggissveitir færu í eftirlitsferðir nærri bænarhúsum í ljósi voðaverkanna á Nýja-Sjálandi í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti á Twitter, að slökkt yrði á ljósum Eiffel-turnins í kvöld til að minnast fórnarlambanna.En hommage aux victimes de cet attentat, nous éteindrons ce vendredi soir @LaTourEiffel à minuit.— Anne Hidalgo (@Anne_Hidalgo) March 15, 2019 Breska ríkisútvarpið BBC segir að lögreglan á Skotlandi hafi einnig hert öryggi nærri moskum vegna voðaverkanna í Christchurch. Ekki hafi þó borist neinar njósnir af því að sérstök hætta sé á árásum þar. Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur lýst morðæðinu í Christchurch sem hryðjuverki. Fjöldi þjóðarleiðtoga hafa fordæmd hryðjuverkið í dag, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra í morgun. Donald Trump Bandaríkjaforseti tísti um árásina nú í morgun og bauð fram aðstoð Bandaríkjastjórnar. „Hlýjasta samúð mín og bestu óskir til nýsjálensku þjóðarinnar eftir hræðilega fjöldamorðið í moskunum. 49 sakleysingjar hafa látið lífið á svo skynlausan hátt og svo margir fleiri eru alvarlega sárir. Bandaríkin standa með Nýja-Sjálandi með öllu því sem við getum gert. Guð blessi alla!“ tísti forsetinn.My warmest sympathy and best wishes goes out to the people of New Zealand after the horrible massacre in the Mosques. 49 innocent people have so senselessly died, with so many more seriously injured. The U.S. stands by New Zealand for anything we can do. God bless all!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 15, 2019
Frakkland Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44