Söngleikur um sögur og mátt Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 15. mars 2019 14:00 "Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti,“ segir Bergur Þór. fréttablaðið/Sigtryggur Ari Söngleikurinn Matthildur verður frumsýndur í kvöld, föstudagskvöld, í Borgarleikhúsinu en hann er byggður á hinni frægu skáldsögu Roalds Dahl. Leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson. „Það er svakalegt fjör að leikstýra Matthildi, skemmtilegt og krefjandi,“ segir hann. Roald Dahl var nokkuð grimmur barnabókahöfundur og í Matthildi er nóg af fullorðnu fólki sem níðist á börnum. „Dahl er mjög grimmur í barnabókum sínum en það verður að segja söguna eins og hún er,“ segir Bergur Þór „Þarna er skólastjóri sem beitir börn ofbeldi og er líkast til líka morðingi og ef foreldrar Matthildar væru í raunveruleikanum eins og þarna þá yrði það að barnaverndarmáli. Það eru öfgakenndar aðstæður í sögunni en slíkar aðstæður í raunveruleikanum eru oft stærri og verri en í skáldskap. Ég reyni að vera höfundinum trúr því Roald Dahl er líka dálítið hrekkjusvín. Ég tek mið af hans raunveruleika og prakkaraskapnum sem liggur þar á bak við en um leið er mikilvægt að þykja vænt um aðalpersónuna hana Matthildi og halda með henni. Þannig fáum við sögu sem er skemmtileg, spennandi, hræðileg og fyndin. Það eru sögur inni í sögum inni í sögum í þessari sögu. Þetta er saga um sögur og mátt þeirra. Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti og mennskan búa í sögunum. Matthildur er afskipt barn og fer að segja sögur af sér sem gera henni ljóst hvernig heimurinn er og hverjar aðstæður hennar eru. Hún gerir sér jafnframt grein fyrir því hvað er rétt og rangt og um leið kennir hún kennaranum sínum hvað er rétt og rangt í gegnum sögur. Þetta er ekki hægt að segja með mærðarsvip, það verður að vera frásagnargleði í sögunni og karakterarnir verða að vera skemmtilegir þótt þeir séu grimmir. Í gegnum hlátur og söng opnast hjörtun og þá getum við farið að tala um alvarlegu málin.“Gaman að leikstýra börnum Matthildur er söngleikur sem frumsýndur var í Bretlandi árið 2010 og hefur verið settur á svið víða um heim við miklar vinsældir og hlotið hátt í hundrað verðlaun. Bergur Þór er spurður hvort hann sé söngleikjamaður. „Mér finnst gaman að söngleikjum en ég er ekki það sem kalla má söngleikjamaður. Formið hentar hins vegar minni fantasíu,“ segir hann. „Þegar ég var lítill hlustaði ég á hvert lag á Sumar á Sýrlandi og bjó til sögur úr þeim. Ég var mikið fyrir epík í tónlist, fannst til dæmis mjög gaman að hlusta á Queen og Árstíðirnar eftir Vivaldi því það er frásögn í þeim. Ég syng alltaf með tónlist og stundum syng ég upp úr mér, eins og til dæmis: Það er kominn matur?… Mér finnst söngur auka á tjáninguna.“ Nítján börn taka þátt í sýningunni. „Það er gríðarlega gaman að leikstýra börnum,“ segir Bergur Þór. „Þau eru einlæg og treysta manni, komin til að finna orkunni sem þau búa yfir farveg. Ég þigg hana með þökkum og sömuleiðis þennan mikla lífsvilja, leikgleði og birtu sem streymir frá þeim. Mér finnst börn afar skemmtilegt fólk.“Háskólanám á tíu vikum Mikið mæðir á þeim ungu leikkonum sem skiptast á að leika Matthildi. Þær eru þrjár, allar tíu ára gamlar, Salka Ýr Ómarsdóttir, Erna Tómasdóttir og Ísabel Dís Sheehan. „Þær eru þrír ólíkir einstaklingar og skila ólíkum lit hver fyrir sig þótt við höfum unnið hlutverkið sem hópur,“ segir Bergur Þór. „Þær tóku leikstjórn vel og hlustuðu og lögðu sig allar fram við að gera þetta vel. Það má segja að þær hafi tekið þriggja ára háskólanám á tíu vikum.“ Bergur Þór er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leikstýra ungu fólki. „Þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1995 þá vann ég fyrir salti í grautinn bæði með því að tala inn á teiknimyndir og leikstýra í barnaskólum og menntaskólum. Mér líkar vel að vinna með ungu fólki og finnst ég eiga í ótrúlega mörgum leikurum landsins af yngri kynslóð því ég vann með þeim áður en þeir fóru í leiklistarskólann. Mér finnst ég hafa verið verðlaunaður með að fá að kynnast öllu þessu hæfileikafólki.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Söngleikurinn Matthildur verður frumsýndur í kvöld, föstudagskvöld, í Borgarleikhúsinu en hann er byggður á hinni frægu skáldsögu Roalds Dahl. Leikstjóri sýningarinnar er Bergur Þór Ingólfsson. „Það er svakalegt fjör að leikstýra Matthildi, skemmtilegt og krefjandi,“ segir hann. Roald Dahl var nokkuð grimmur barnabókahöfundur og í Matthildi er nóg af fullorðnu fólki sem níðist á börnum. „Dahl er mjög grimmur í barnabókum sínum en það verður að segja söguna eins og hún er,“ segir Bergur Þór „Þarna er skólastjóri sem beitir börn ofbeldi og er líkast til líka morðingi og ef foreldrar Matthildar væru í raunveruleikanum eins og þarna þá yrði það að barnaverndarmáli. Það eru öfgakenndar aðstæður í sögunni en slíkar aðstæður í raunveruleikanum eru oft stærri og verri en í skáldskap. Ég reyni að vera höfundinum trúr því Roald Dahl er líka dálítið hrekkjusvín. Ég tek mið af hans raunveruleika og prakkaraskapnum sem liggur þar á bak við en um leið er mikilvægt að þykja vænt um aðalpersónuna hana Matthildi og halda með henni. Þannig fáum við sögu sem er skemmtileg, spennandi, hræðileg og fyndin. Það eru sögur inni í sögum inni í sögum í þessari sögu. Þetta er saga um sögur og mátt þeirra. Sjálfum finnst mér leikhús snúast um sögur og mannleg samskipti og mennskan búa í sögunum. Matthildur er afskipt barn og fer að segja sögur af sér sem gera henni ljóst hvernig heimurinn er og hverjar aðstæður hennar eru. Hún gerir sér jafnframt grein fyrir því hvað er rétt og rangt og um leið kennir hún kennaranum sínum hvað er rétt og rangt í gegnum sögur. Þetta er ekki hægt að segja með mærðarsvip, það verður að vera frásagnargleði í sögunni og karakterarnir verða að vera skemmtilegir þótt þeir séu grimmir. Í gegnum hlátur og söng opnast hjörtun og þá getum við farið að tala um alvarlegu málin.“Gaman að leikstýra börnum Matthildur er söngleikur sem frumsýndur var í Bretlandi árið 2010 og hefur verið settur á svið víða um heim við miklar vinsældir og hlotið hátt í hundrað verðlaun. Bergur Þór er spurður hvort hann sé söngleikjamaður. „Mér finnst gaman að söngleikjum en ég er ekki það sem kalla má söngleikjamaður. Formið hentar hins vegar minni fantasíu,“ segir hann. „Þegar ég var lítill hlustaði ég á hvert lag á Sumar á Sýrlandi og bjó til sögur úr þeim. Ég var mikið fyrir epík í tónlist, fannst til dæmis mjög gaman að hlusta á Queen og Árstíðirnar eftir Vivaldi því það er frásögn í þeim. Ég syng alltaf með tónlist og stundum syng ég upp úr mér, eins og til dæmis: Það er kominn matur?… Mér finnst söngur auka á tjáninguna.“ Nítján börn taka þátt í sýningunni. „Það er gríðarlega gaman að leikstýra börnum,“ segir Bergur Þór. „Þau eru einlæg og treysta manni, komin til að finna orkunni sem þau búa yfir farveg. Ég þigg hana með þökkum og sömuleiðis þennan mikla lífsvilja, leikgleði og birtu sem streymir frá þeim. Mér finnst börn afar skemmtilegt fólk.“Háskólanám á tíu vikum Mikið mæðir á þeim ungu leikkonum sem skiptast á að leika Matthildi. Þær eru þrjár, allar tíu ára gamlar, Salka Ýr Ómarsdóttir, Erna Tómasdóttir og Ísabel Dís Sheehan. „Þær eru þrír ólíkir einstaklingar og skila ólíkum lit hver fyrir sig þótt við höfum unnið hlutverkið sem hópur,“ segir Bergur Þór. „Þær tóku leikstjórn vel og hlustuðu og lögðu sig allar fram við að gera þetta vel. Það má segja að þær hafi tekið þriggja ára háskólanám á tíu vikum.“ Bergur Þór er enginn nýgræðingur þegar kemur að því að leikstýra ungu fólki. „Þegar ég útskrifaðist úr Leiklistarskólanum 1995 þá vann ég fyrir salti í grautinn bæði með því að tala inn á teiknimyndir og leikstýra í barnaskólum og menntaskólum. Mér líkar vel að vinna með ungu fólki og finnst ég eiga í ótrúlega mörgum leikurum landsins af yngri kynslóð því ég vann með þeim áður en þeir fóru í leiklistarskólann. Mér finnst ég hafa verið verðlaunaður með að fá að kynnast öllu þessu hæfileikafólki.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira