Hafa ekki útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2019 11:00 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni 9. febrúar síðastliðinn en Davíð Karl bróðir hans segir fjölskyldu hans langt frá því að hafa gefist upp á leitinni. „Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst. Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira
„Ég held að þeir leiki sér ekki að því að lýsa eftir mönnum,“ segir Davíð Karl Wium bróðir Jóns Þrastar Jónssonar um alþjóðalögregluna Interpol aðspurður hvort það hafi verið mikið mál að fá hana til að lýsa eftir Jóni Þresti.Interpol gerði það í gær að beiðni lögreglunnar á Írlandi en Jón Þröstur hvarf þar sporlaust fyrir rúmum mánuði. Davíð Karl segir að ákvörðunin um að skrá Jón Þröst á lista yfir fólk sem er saknað hjá Interpol fyrir helgi en Davíð segir fjölskyldu Jóns Þrastar engu nær eftir mikla leit í Dyflinni. „Við erum ennþá stödd á upphafspunkti,“ segir Davíð og nefnir að búið sé að fara yfir mörg hundruð þúsund upptökur úr eftirlitsmyndavélum. Lögreglan setti upp vegatálma Whitehall-hverfinu í Dylfinni á sunnudag á þeim stað þar sem Jón Þröstur sást síðast 9. febrúar síðastliðinn. Þar voru ökumenn stöðvaðir og spurðir hvort þeir hefðu einhverjar upplýsingar um Jón Þröst. Grunur leikur á að hann hafi farið upp í ökutæki og beindust sjónir lögreglu þá helst að leigubílum. Ekkert kom þó út úr þessari aðgerð lögreglu á sunnudag og hefur enginn gefið sig fram sem kannast við að Jón Þröstur hafi sest upp í ökutæki.Bíða nýrra upplýsinga Davíð Karl segir að fjölskyldan muni halda sínum aðgerðum áfram á Írlandi í þeirri von að frekari upplýsingar berist sem gefi tilefni til allsherjarleitar. Írska björgunarsveitin aðstoðaði við leitina fyrir skömmu og fínkembdi svæðið þar sem Jón Þröstur sást síðast. Björgunarsveitin mun ekki koma að frekari leit nema nýjar upplýsingar gefi tilefni til þess. Leitin að Jóni Þresti hefur fengið mikla fjölmiðlaathygli ytra og var meðal annars fjallað um hana í þættinum Crimecall í írska ríkissjónvarpinu. Um sex hundruð þúsund manns sáu þann þátt en fyrir utan fjölmiðlaathygli hefur fjölskylda hans og vinir verið afar sýnileg í borginni og gengið upp að vegfarendum og spurt um Jón. Þá hefur heldur ekki verið útilokað að Jón hafi farið frá Írlandi og því hefur verið reynt að vekja athygli þar með aðstoð samfélagsmiðla.Gæti hafa farið úr landi Davíð Karl segist hafa kynnt sér staðinn þar sem Jón Þröstur hvarf sporlaust og vill meina að það sé nánast ómögulegt miðað við þann fjölda sem er þar hverju sinni. Jón Þröstur var hins vegar ekki með vegabréf á sér né ökuskírteini þegar hann hvarf en gæti hafa komist til Norður Írlands án slíkra skilríkja og mögulega einnig til Bretlandseyja en þaðan fari hann ekki lengra skilríkjalaus. „Við erum í raun engu nær og þar af leiðandi er ekki hægt að útiloka neitt,“ segir Davíð Karl. Sjálfur er Davíð nýkomin aftur til Íslands en móðir hans, bróðir og kærasta Jóns Þrastar eru á meðan á Írlandi að leita Jóns. Aðspurður segir hann leitina afar kostnaðarsama fyrir aðstandendur Jóns. Þau hafa þurft að kaupa mikið af aðföngum og vinnutapið mikið en segir þau lánsöm fyrir alla þá hjálp sem þeim hefur borist. Hann segir þó kostnaðinn aukaatriði fyrir þau, eina sem skipti máli í þeirra augum er að finna Jón Þröst.
Írland Leitin að Jóni Þresti Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Sjá meira